Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Kerlingareldur aftur…..og Munkurinn
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
4. ágúst, 2006 at 12:31 #45236JokullMeðlimur
Svarfdælskir og Skíðdælskir bændur fóru í vinnuferð í Kerlingareldin síðastliðinn miðvikudag.
Þar voru á ferð undirritaður ásamt Sigurði Bjarna Sigurðssyni smiði og allrahanda hagleiksmanni frá Brautarhóli í Svarfaðardal.
Veður var með besta móti og hitastig í allra hæsta lagi.
Eins og áður sagði var þarna um að ræða vinnuferð í anda Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar sem hér áður fyrr stóð fyrir öflugu íþrótta og félagslífi hér í sveitinni.
Hreinsaðar voru nokkrar smálestir af grjóti, drullu og mosa en fallegustu Jöklasóleyja hnausarnir fengu að halda sér öðrum klifrurum til ánægju og yndisauka.Heyrst hefur að gárungarnir hér í sveit séu nú farnir að kalla þetta Hreinsunareldinn en ekki Kerlingareldinn.
Helstu mannskaða björg og hnullungar voru fjarlægðir úr leiðinni ásamt því að lykiltök og syllur fengu góða hnetulykils meðferð. Verður leiðin því hér með að teljast öllu öruggari en áður þótt hér sé enn um alvarlega fjallaklifurleið með öllum tilheyrandi hættum að ræða.
Leiðin hefur breyst mikið frá því að hún var fyrst farin, en það ku víst hafa verið fyrir aldamótin síðustu. Ísbrekkan fyrir neðan leiðina er nú að hverfa þótt enn séu eftir um 100-150m af frekar bröttum snjó eða svörtum ís síðsumars. Þar sem að áður var ís og snjór er nú brött jökulurð með tilheyrandi hrun og skrið hættu.
Það eina góða við þessa bráðnun er að sjálf leiðin er líklega orðin einum 10-12 metrum lengri en þegar hún var upphaflega klifin. Þetta gerir það að verkum að nú borgar sig að klippa hina upprunalegu fyrstu spönn í tvennt.
Sigurður Tómas og co munu væntanlega birta nánari leiðarlýsingu hér á síðuni er fram líða stundir.
Nokkur atriði er þó gott að hafa í huga fyrir þá sem hyggjast eiga við Kellu.
1: Ekki síga niður leiðina eftir klifrið, halda frekar áfram inn eftir berggangnum og eftir syllu til vinstri (Skíðadalsmegin) út á sjálfa fjallsöxlina. Þaðan upp hryggin circa 60m. Þar til komið er undir toppinn létt 15m spönn klárar túrinn á tindi Kerlingar.
Ástæðan fyrir því að ég mæli ekki með niðursigi er sú að það er mikið grjóthrun niður í skálina umhverfis Kerlingareldinn og þá sérstaklega seinni part dags. Þess fyrir utan er frábært að enda túrinn á jafn fallegum tindi og Kerlingu og ganga niður hrygginn Svarfaðardalsmeginn til baka á Mela.2: Leiðin upp sjálfan bergganginn klifrast best í 5 mislöngum spönnum. Það eru tveir fleygar í síðustu spönnini, einn silfurlitaður áður en haldið er út á hægra hornið í mesta brattan og einn ryðgaður uppi á syllu undir lokahreyfingunni. Það er ágætt að vita af þeim þar sem að það er ekki alltof mikið af góðum millitryggingum í þessari spönn.
En snúum okkur að léttara hjali:
Ný leið hefur bæst í flóruna í Munkaþverá.
Hægra megin við U.V. sem nú er boltuð og væntanlega 5.8 en ekki 5.7 er kominn ágætis boltuð leið sem heitir Stuð fyrir stutta og er einhverstaðar á bilinu 5.7-5.10 eftir stuttleika þess sem klifrar.
Meira var það nú ekki í bili.
Jökull
4. ágúst, 2006 at 15:25 #50591Siggi TommiParticipantJá, hvílíkur unaður. Gaman að fá fleiri leiðir í Munkann.
Eigum eftir að hittast að græja þessa lýsingu á Eldinum og verður hún með myndum og alles, ákaflega fagmannlegt vonandi.
Lofa þessu ekki á allra næstu dögum en vonandi í næstu viku. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.