Kerlingareldur

Home Umræður Umræður Almennt Kerlingareldur

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47554
    1908803629
    Participant

    Ég, Palli Sveins og afmælisbarnið Guðjón Snær skelltum okkur upp Kerlingareld í gær.

    Dagurinn hófst með ágætis óvissu þar sem skyggni var svo slæmt að við vorum varla vissir um að við værum á réttu fjalli. Svo þegar við vorum komnir í snjóskálina tók við ágætis villuráf í bröttum snjóbrekkum þar sem reglulegar snjóspýjur hrundu niður hlíðarnar – sem við sáum sjaldnast enda skyggni prýðisslæmt. Svo áttaði afmælisbarnið sig skyndilega á skýjafarinu og fundum við sem betur feril eldinn góða.

    Svo tók við fínasta klifur í stórfínu bergi og fórum við sæmilega greitt í gegnum spannirnar sex, þó að sú fimmta hafi verið hvað hægförust. Á meðan við bröltum upp síðustu spönnina birti örlítið til og beið okkkar stórskemtilegt útsýni í gegnum skýin á meðan við höfðum það náðugt á tindi eldsins.

    Eftir smá vesen í niðursiginu örkuðum við niður og mættum niður í kaggann hans Palla ca. 10 tímum frá brottför.

    Kerlingareldurinn er klárlega stórskemmtilegt klifur og passlega harðkjarna, þó að erfiðleikastigið, tæknilega, hafi verið aðeins minna en ég bjóst við. Þó er ég frekar ánægður að hafa fengið að fljóta með reynsluboltunum tveimur enda ég ekki alveg jafn sjóaður í dótaklifrinu og kempurnar tvær.

    #56796
    2301823299
    Meðlimur

    Snillingar! Tókuði ekv. myndir?

    #56797
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég kláraði rafhlöðuna svo þetta er hálf stopullt hjá mér.
    En hér er smá fyrir þá sem hafa gaman af bullinu í mér.

    http://www.youtube.com/watch?v=OBCs-jOXX7I

    kv.Palli

    #56798
    Sissi
    Moderator

    Það verður seint sagt annað en að það sé gaman að bullinu í Páli Sveinssyni. Og hrikalega er gaman hjá ykkur þrátt fyrir príma veður og topp aðstæður.

    #56799
    gulli
    Participant

    Glæsilegt, bíð spenntur eftir 2. hluta.

    #56805
    2109803509
    Meðlimur

    Glæsilegt. Ég hafði gaman af þessu bulli :) Hlakka til að sjá seinni hluta!

    #56806
    0801667969
    Meðlimur

    Dularfull hljóð í þokunni! Minnir mig á lýsingu Palla þegar við hittum hann í Skaftafelli fyrir aldarfjórðungi.

    Hann og Guðmundur Helgi höfðu gist í tjaldi undir austanverðum Skarðatindi. Palli lýsti hinum furðulegust hljóðum utan við tjaldið um nóttina. Þegar birta tók þá kom í ljós að allt var vaðandi í snjóflóðum fyrir utan.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Palli leiðréttir mig ef eitthvað rangt er farið með.

    #56807
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þegar þú segir það þá hljómar þetta eins og það var.
    Og jú. Hljóðin i þokuni voru ekki ólík.

    kv.
    p

    #56808
    AB
    Participant

    Gaman hjá ykkur!

    Takk fyrir myndbandið. Hvenær fáum við 2. hluta?

    AB

    #56809
    Páll Sveinsson
    Participant

    Spennan er gífurleg.

    http://www.youtube.com/watch?v=FWLitzWgx9o

    kv.
    p

    #56810
    Arnar Jónsson
    Participant

    Töff video og flott leið. Gott að þið fenguð nú smá sól þarna fyrir rest.

    Kv.
    Arnar

    #56813
    Siggi Tommi
    Participant

    Sérdeilis prýðileg ræma. Glæsilegt drengir.

    #56815
    0909862369
    Meðlimur

    Það er staðfest, Palli Sveins er algjörlega með þetta! Stórskemtilegt video…

    SLÓ

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
  • You must be logged in to reply to this topic.