Kerling Norðurhliðin

Home Umræður Umræður Almennt Kerling Norðurhliðin

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47221

    Hvar finn ég einhverjar upplýsingar um klifur og gráðu á leiðinni og fleira um vegginn?

    #54239
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það litla sem má finna er í gömlu ísalp ársriti. Broddi Magnússon sem klifraði þetta er dáinn en hann einfór þetta á meðan ég fór venjulegu leiðina upp frá Lamba og hittumst við upp á topp. Eina myndin sem á ég af þessu afreki er þegar hann kemur upp á topp og er ómögulegt að sjá hvar hann fór nákvæmlega.

    kv.
    Palli

    #54242

    Takk fyrir

    Þannig að það má ætla að þetta sé ágætir hnetuleið fyrir tvo (vangaveltuspurning)

    #54243
    Skabbi
    Participant

    Hörður Halldórsson skrifaði:

    Quote:
    Takk fyrir

    Þannig að það má ætla að þetta sé ágætir hnetuleið fyrir tvo (vangaveltuspurning)

    Bara fyrir forvitnissakir, hvað áttu við með hnetuleið fyrir tvo?

    Allez!

    Skabbi

    #54244

    Hnetur hexur trikamb vinir og eina góða línu :) fyrirgefur ef ég tala ekki akkurat þitt tungumál.

    Ég er buinn að vera að horfa á þennann vegg hvert sinn sem ég kem heim seinustu árin og hugsa alltaf það sama.
    Núna er ég að hugsa um að nota einhverja ferðina heim og klifra þarna upp og er að velta fyrir mér hvernig best er að tækla það og hversu hátt hún er gráðuð.

    kv
    Höddi

    #54245
    Skabbi
    Participant

    Þetta var ekki illa meint. Gangi ykkur vel, þú lætur vonandi vita og hendir inn myndum ef Kerling Nordwand fellur.

    Allez!

    Skabbi

    #54247

    ;)
    Tók þessu með ró var aðalega að fiska eftir hvort að maður komist upp með að nota meira af hnetum frekar en annað :) á lítið af vinum og sannir vinir eru dýrir í dag :)

    Hef tekið eftir vír sem liggur niður norðurhliðina þau skiptin sem ég hef verið þarna uppi… Datt í hug að einhver gæti frætt mig um hann.

    #54252
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta var 1983 og greinin er í ársriti ÍSALP 1989.
    Þú þarft ekki að hafa fyrir því að flétta þessu upp því það stendur minna en ekki neitt um þessa leið í greinini. Ástæðan er sú að greinin er um Tröllafjall og norðurveggurinn á Kerlingu var svona smá „krókur á leiðin heim“.

    Gott væri að grípa með einn eða tvo snjó hæla.

    kv.
    Palli

    PS.
    Það væri frábært að þið munduð kortleggja veggin og koma með myndir. Kannski að það hristi upp í mynninu mér.

    #54254

    Oki takk

    Nú er bara að safna liði og rjúka af stað :) með myndavél audda og þrjóskuna að vopni

    Kv
    Höddi

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.