Kannast einhver við kallinn?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Kannast einhver við kallinn?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45612
    Skabbi
    Participant

    Mér var bent á þessa flottu mynd á víðáttum internetsins. „Climber scaling an icy pitch in Iceland“.

    http://imagesource5d.allposters.com/watermarker/13-1385-F76P000Z.jpg

    Væri gaman að vita hvað björgunarsveitamógúll er þarna á ferð.

    Sjáumst í kvöld.

    Skabbi

    #52846
    0808794749
    Meðlimur

    Talandi um víðáttur…
    Væntanlega mæta leiðangursmenn frá þessu fyrirtæki líka í kvöld.
    Frekar flottar ferðir sem þeir eru að skipuleggja á fáfarnar slóðir.
    Þeir voru á sömu slóðum og Pólverjarnir.

    http://www.tangent-expeditions.co.uk/

    #52847
    Sissi
    Moderator

    Lúkkar eins og HSSR merki, Palli Sveins eða einhver af Everest köppunum?

    #52848
    Robbi
    Participant

    Ég veðja á að þetta sé Palli. Ætla líka að gerast svo djarfur að skjóta á að þetta sé Þráin í Þjórsárdal.

    robbi

    #52849
    Anonymous
    Inactive

    Ég get ekki skrifað upp á að þetta sé Þráin í Þjórsárdal. Ég kannast ekki við að Palli eigi svona stakk. Þetta lítur ekki út eins og miðsvæðið í Þránni þó svo að það séu talsverð líkindi. Þetta dót lengst til vinstri á myndinni er eitthvað sem ég kannast ekki við.
    Kveðja Olli

    #52850
    2806763069
    Meðlimur

    Olli, hver ykkar á grænar Pyrana axir? – Palli hefur alltaf verið meira fyrir bleikt þannig að þetta er varla hann!

    Ég giska á Glymsgil og Tómma Grönvald!

    #52851
    Anonymous
    Inactive

    Ef minnið svíkur mig ekki á Tommi rauðan hjálm.

    #52852
    Anonymous
    Inactive

    Bæði Tommi og Kalli eiga grænar Pyrana axir.

    #52853
    1704704009
    Meðlimur

    Er þetta ekki í Haukadal í Trommaranum? Og giska á Sigurð Tómas.

    #52854
    Robbi
    Participant

    Nei, ekki er það hann. Siggi á ekki hvítan hjálm og klifrar ekki í svona jakka. Hvað segir Palli um þetta ? Hann situr vafalaust glottandi á bakvið skjáinn og hlær að okkur.
    rh

    #52855
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ekki er það ég.

    Eina skiptið sem ég hef klifrað í þessum stakk er forðum daga þegar Rock and Ice gengið sagði að þetta væri eini stakkurinn sem myndaðist af einhverju viti.

    Man ekki betur en Hallgrímur Magnússon hefði líka verið píndur til að vera í þessum stakk við fyrirsætstörfin.

    Kem ekki fyrir mig hvar þetta gæti verið tekið.

    kv.
    Palli

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.