Íslkifur um helgina?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Íslkifur um helgina?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47239
    Skabbi
    Participant

    Hefur e-r haft njósnir af klifuraðstæðum á vesturlandi, Haukadal, Grundafirði eða nær Reykjavík eftir þessa umhleypingatíð?

    Eru telemark hamlaðir e-ð að horfa til klifurs um helgina?

    Allez!

    Skabbi

    #56469
    Sissi
    Moderator

    Hættu þessu rugli og farðu á bretti. Þú verður bara að klifra næsta vetur.

    #56487
    Freyr Ingi
    Participant

    Fyrir þá sem ekki eru á norðurleið.. ef einhverjir eru, langar mig að benda á að Grafarfoss er ansi líklega klifranlegur um þessar mundir. Við Stymmi renndum uppeftir og kíktum á hann úr kíkjum eftir að hafa verið í Búahömrum í dag. Nálaraugað er bunnt og að okkar mati í afar skemmtilegum aðstæðum, enda skemmtilegt að vera á ís og tryggja í klett.
    Tvíburagilið var svo aftur alveg Spekfeitt! Ólympíska kertið náði alveg niður að jörðu (vantaði meter uppá) og fremri Tvíburafossinn var alveg löðrandi!

    55°virtust ekki vera jafn vel vaxnar og Tvíburafossarnir.

    #56488
    Gummi St
    Participant

    Takk fyrir þetta Freysi, við erum nokkrir að spá í að kíkja í ísbíltúr á morgun.

    kv. Gummi St.

    #56490
    Freyr Ingi
    Participant

    1 IMG_2010.jpg

    #56491
    Freyr Ingi
    Participant

    2 IMG_2011.jpg Nálaraugað: IMG_1981.jpg

    #56492
    Freyr Ingi
    Participant

    Góðan dag,

    Styrmir og ég hittum fyrir Gumma og Arnar í Búahömrum í gær.
    Veðrið var afar gott til útiveru svo ekki sé meira sagt. Piltarnir fóru upp í 55° austan við rifið og hurfu svo á braut á vit annarra ævintýra.

    Við Stymmi höfðum fyrr í vetur verið í Búahömrum með borvél og smellt inn nokkrum boltum í línu sem er austast í sömu skál og 55°. Þar höfum við oft séð ísslef sem sjaldnast nær að mynda heillega ísleið þó að vissulega hafi það gerst og muni eflaust gerast aftur. Í það minnsta settum við bolta í illtryggjanlega hluta leiðarinnar og akkeri fyrir ofan. Reyndar var hugsunin sú að geta klifrað þetta í íslitlum mix aðstæðum en við áttum eftir að klára miðhlutann, mixhlutann sem sagt.
    En eins og aðstæður voru í gær þurfti þess ekki við þar sem ískerti náði niður sem hægt var að príla á.
    Þetta fórum við í gær í WI 4+, 5- aðstæðum, fundum krúsjal bolta undir ís- og snjóskán og höfðum gaman af.
    Tvö akkeri eru í leiðinni. Efra akkerið er ofan í rennu sem er í ca. sömu hæð og maður myndi toppa úr 55°, þetta er í raun hið eiginlega og eðlilega toppakkeri í þessarri leið. Neðra akkerið er aftur á móti hugsað sem ofanvaðs akkeri og er beint fyrir ofan sjálfa leiðina og erfiðu múvin. Eins og er, er aðeins tímabundinn slingur í akkerunum en ekki varanleg keðja. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að setja upp eigin búnað í stað þess að treysta á gamlan og veðraðan búnað.

    Eins og áður hefur komið fram er ekki um nýja leið að ræða en ekki veit ég hverjir fóru þarna upp fyrstir manna. Þó hef ég hef heyrt að leiðin nefnist „Óliver loðflís“. IMG_2033.jpg IMG_2062.jpg

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.