Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifurfestival
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
13. January, 2005 at 00:28 #464522607683019Member
Mig langar að benda á frábært svæði fyrir ísklifurfestival þetta árið, sem er Berufjörður. Fínt að gista á Hótel Framtíð á Djúpavogi, fín sundlaug á staðnum og ógrynni af óklifruðum leiðum í öllum lengdum gráðum og gerðum, og allar rétt við þjóðveginn. Yfirleitt er þjóðvegurinn Reykjavík-Djúpivogur líka laus við að vera ófær vegna fannfergis.
13. January, 2005 at 08:09 #49298Stefán ÖrnParticipantLíst nokk vel á þessa hugmynd. Ég og Halli keyrðum þarna í sumar og var starsýnt á fjöldan allan af rennandi blautum klettum. Hægt að fara leiðir af öllum stærðum og gerðum!
Steppo
13. January, 2005 at 08:39 #49299Siggi TommiParticipantSpændende.
Svo framarlega sem þetta er viðráðanlegra en keyrslan til Ísafjarðar á þessum árstíma þá gæti bara vel verið að maður sé til í slaginn.
Var komin dagsetning á herlegheitin?13. January, 2005 at 08:46 #49300Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantEr þetta þá sona í anda Óshlíðarinnar, klifrað 3 metra frá vegi með lýsingu frá ljósastaurum. Alvöru Roadside!! Lýst vel á. Er maður ekki annars hátt á sjöunda tíman að keyra þangað austur?
13. January, 2005 at 09:53 #49301AnonymousInactiveÍsfestival er og hefur alltaf verið 3. helgi í febrúar og það hefur alltaf verið reynt að hafa a.m.k. tvo staði í huga þar sem veður getur verið hagstætt á einum stað en óhagstætt á öðrum. Varðandi þennan stað þá held ég að þetta sé frábær staðsetning. Þegar ég keyrði þarna framhjá síðast þá var eina hugsun mín Ísklifur , Ísklifur!!. Það ber samt að hafa í huga að fyrir ofan þessar leiðir eru talsvert hættuleg gil og lænur sem geta bitið frá sér í formi snjóflóðs.
13. January, 2005 at 10:06 #49302KarlParticipantÉg kannast við Berufjörðinn að vetri, endalausar ísleiðir.
Megnið af þessu er 3-4 gráða en inn á milli eru vel frambærilegar leiðir. Í réttum aðstæðum er þarna ein lengst og aðgengilegasta ísleið landsins sem er norðurhliðin á Búlandstindi sem er MJÖG ÁHUGAVERÐ. Í góðu ári er einnig áhugavert að kíkja á fossana í fjarðarbotninum sem sjást af veginum yfir Öxi.
E-h leiðir eru síðan í Hamarsfirðinum.Íbúum á raflýsingarsvæði OR eru hér með upplýstir um að þjóðvegir í dreifbýli eru að jafnaði ekki upplýstir.
13. January, 2005 at 10:26 #493031210853809MemberÞað var talað um það hér að ofan að hafa stað til vara fyrir festivalið, er eitthvað búið að spá í hvaða staður það gæti verið ?
Mig langar að forvitnast hjá fróðum klifrurum um Snæfellsnes. Það er búið að klifra m.a. í Haukadal, Mýrarhyrnu og ef til vill eitthvað fleira. Mig langaði að vita hvort eitthvað hefði verið klifrað á snæðinu í kringum Rif, Hellisand og Ólafsfjörð ? heirði af í þaðan frá bændum af svæðinu og langaði að forvitnast um þetta ?Jósef
13. January, 2005 at 10:45 #49304AnonymousInactiveÞað sem oft hefur verið gert er að taka staði eins og Haukadalinn, Suðaustur hornið (Skaftafell,Berufjörð etc..) og síðan er Kaldakinn. Þannig er hægt að veðja á að einhver af þessum stöðum verður í aðstæðum ef einhver ís verður á landinu eins og lítur nú mjög vel út með núna. Ég mundi vilja stinga upp á Suðausturhorninu sem fyrsta kost og Haukadalinn sem annan kost. Það er búið að klifra talsvert á Snæfellsnesinu. Það er búið að klifrað mikið af leiðum hjá Búlandshöfða milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og fleiri staði nær Ólafsvík. Einnig er búið að klifra talsvert í Mýrarhyrnunni. Ég veit ekki til þess að það sé búið að klifra mikið á milli Grundarfjarðar og Stykkilhólms. Þessi staður var klifraður í fyrsta Ísklifurferstivalinu þegar rúmlega 40 nýjar ísleiðir litu dagsins ljós sem er sennilega heimsmet(alla vega miðað við höfðatölu he he).
13. January, 2005 at 11:52 #493052003793739MemberÉg var fyrir austan á Reyðarfirði milli jóla og nýárs og þar er alveg fullt af ís eins og alls staðar á landinu núna.
Beint á móti bænum í Kambfjalli er fullt af massa ísleiðum.
Maður velur sér íslínu nánast í svefnpokanum.
Fjöllin þarna í kring eru hraunstölluðum og há með bröttum giljum og djúpum skálum. Lítill sem enginn snjór er fyrir austan og nánast enginn snjóflóðahætta.Ef menn keyra á Ísafjörð af hverju þá ekki austur á firði?
Kv
Halli13. January, 2005 at 16:58 #493060703784699MemberHvernig er það með ísfestivalið, er það ekki 4 dagar?
13. January, 2005 at 16:59 #493070304724629Member…af því að það er lengra austur á firði
Reykjavík – Egilsstaðir um suðurland= 698km
Reykjavík – Ísafjörður um Strandir og Djúp= 490kmMyndi samt kíkja austur ef farið verður þangað. Líst vel á það.
13. January, 2005 at 19:44 #49308RobbiParticipantkiller bílferð…gott ef maður á ekki eftir að fá soldið í rassinn
Ég legg til að valinn verði staður þar sem mannskarinn sé sem minnst dreifður, festival á ekki bara að vera klevur heldur líka sósial (þótt menn hittist um kvöldið er samt stemming að geta spjalað á milli leiða). Ég legg til Haukadal sem vara og austur sem markmið.
Robster the lobster13. January, 2005 at 20:38 #49309AnonymousInactiveVið erum nú ekki að fara alla leið á Egilstaði. Ef Berufjörður verður fyrir valinu þá er þetta nú ekki alveg svo langt, kannski svona svipað og Ísafjörður.
13. January, 2005 at 23:16 #493102607683019MemberReykjavík – Djúpivogur 555 km
14. January, 2005 at 08:13 #493112806763069MemberOg það þarf ekki að fara um Djúpið (sorry Rúnar).
Styð það að fara austur, kenna þessum álversfasistum að það er til fleirra en bara stóriðja. -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.