Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2019-2020
- This topic has 21 replies, 9 voices, and was last updated 4 years, 8 months síðan by Otto Ingi.
-
HöfundurSvör
-
28. október, 2019 at 15:04 #68299Bjartur TýrKeymaster
Vetur konungur farinn að láta sjá sig og tími til kominn að hefja þráð um aðstæður vetursins.
Af samfélagsmiðlum að dæma voru nokkrir sem freistuðust að finna ís eftir kuldakast síðustu viku.
Ég fór ásamt Stebba og Gumma í Múlafjall í gær. Stefnan var sett á Stíganda. Við klifrðum styttri höftin upp að því lengsta og stoppuðum þar. Þar fannst okkur sturtan sem kom niður með fossinum um of svo við sigum niður á v-þræðingu. Fórum þaðan í Leikfangaland og klifruðum Botnlanga í skemmtilegum WI3 aðstæðum.
Við komum við í Testofunni á leiðinni niður og þar voru svipaðar aðstæður og annars staðar. Eitthvað af ágætum ís og líklega vel hægt að klifra boltuðu leiðirnar.
28. október, 2019 at 15:07 #68301Bjartur TýrKeymasterVið þetta má bæta að á föstudaginn keyrði ég sunnanverða Vestfirðina til Reykjavíkur og þar var slatti af ís farinn að myndast. Meira að segja Dynandi var frosinn að stórum hluta.
Hafði líka augun opin í Bröttubrekku og þar virstust Single Malt leiðirnar vera að detta inn.
28. október, 2019 at 15:39 #68307Freyr IngiParticipantJú mikið rétt, það var einnig klifrað í Brynjudal í gær.
Ági, Hulda og ég fórum upp ísleið vestan Flugugils.
28. október, 2019 at 16:19 #68310Bergur EinarssonParticipantFórum líka nokkrir Hafnfiðringar í Spora hvilftina í gær. Fínar aðstæður í léttari leiðunum, klifruðum bæði Spora og Fara. Smá vatn á ferðinni undir ísnum í Fara en nóg af ís bæði til að klifra og tryggja vel. Konudagsfoss, var ekki kominn í aðstæður, kertaður og ekki alveg heill.
1. desember, 2019 at 19:26 #68408Björgvin HilmarssonParticipantSlatti af ís hérna fyrir vestan (er á Ísafirði þennan veturinn) en veðrið hefur verið óstabílt og leiðinda umhleypingar. En vonandi fer þetta að koma almennilega. Vel formaðar línur í Naustahvilft til dæmis og fleiri staðir að koma til. Set hér með nokkar myndir. Á þeirri fyrstu sjást línurnar í Hafradal. Það er búið að klifra leiðir þar sem kallast Betanía og Sýndarveruleiki en gömlu kempurnar hér eru enn að reyna muna hvar þær eru. Við Viðar Kristins og Heiða Jóns vorum að leika okkur um daginn í þessari lengst til vinstri á myndinni í ansi blautum aðstæðum en spurningin er hvort hún hafi verið klifruð áður eða ekki.
Næsta mynd er úr Bakkahvilft sem gengur úr Hnífsdal. Það hefur líklega ekki verið klifrað þarna áður. Við Heiða Jóns klifruðum leiðina sem rauða örin bendir á, föstudaginn 29.11.2019. (Purrkur, WI3+/4, 50m). Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk. Stefnið auðvitað á að klára það dæmi sjálfur. Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, sórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.
Restin er svo þegar Purrkur var farinn.
Attachments:
6. desember, 2019 at 15:50 #68470GummiskutaParticipantÉg tók ísrúntinn í gær 5.12 og það leit út fyrir að vera fínar aðstæður í Hrútadal og Eilífsdal.
Aftur á móti gat ég ekki séð neinn ís í Múlafjalli, Brynjudal,Búhömrum né í Villingadal.11. desember, 2019 at 16:22 #68508GummiskutaParticipantVar að koma úr öðrum rúnt og það er allt smekk fullt inni í Brynjudal, Eilífsdal og Búhömrum.
14. desember, 2019 at 16:24 #68523Bjartur TýrKeymasterFór á föstudaginn með Gumma inn í Brynjudal. Höfðum hugsað okkur að klifra í kringum Skóræktina en okkur fannst leiðirar þar þurfa aðeins meiri tíma. Fórum þess í stað í leiðirnar ‘Sunnan til í dalnum’ sem virkuðu feitari. Klifruðum Óla og Stubb en Pétur náði ekki alla leið niður. Ljómandi fínar leiðir á fáförnu svæði. Er búinn að uppfæra upplýsingarnar um leiðirnar hér á síðunni svo vonandi fá þær fleiri heimsóknir í vetur.
17. desember, 2019 at 16:51 #68556Bjartur TýrKeymasterFór í gær bíltúr inn í Hvalfjörð. Eilífsdalur virðist vera í fínum málum. Leiðirnar sem snúa suður í Brynjudal þurfa líklega aðeins meiri tíma en það var slatti af ís í Flugugili og Ýringi. Í Múlafjalli var allt í blóma. Klifruðum Rísanda sem var ljómandi skemmtilegur. Testofan var kjaftfull af ís og meira að segja Íste náði næstum alla leið niður.
Fór síðan í Búahamra í dag og þar er einnig nóg af ís. Klifruðum 55 gráður og gengum svo niður Tvíburagil þar sem báðir Tvíburafossar náðu alla leið niður í jörð.
Príma aðstæður þessa dagana, allir út að klifra!
19. desember, 2019 at 14:27 #68570Freyr IngiParticipantGrafarfoss er í fínum aðstæðum.
19. desember, 2019 at 15:36 #68572JonniKeymasterÉg fór með Berg og Bjarti í 55 gráður í dag. Topp aðstæður og Ólíver Loðflís er líka inni
27. desember, 2019 at 00:36 #68609JonniKeymasterÉg, Bergur, Binni og Doddi fórum í Grafarfoss í dag. Öll afbrygði eru vel fær (nema WI 5 kertið), góður þykkur ís, engin skel nema alveg í kverkinni og nánast enginn snjór í leiðinni.
Granni er í toppaðstæðum og ég hef sjaldan séð leiðina jafn þægilega til að toppa uppúr.
Vonandi helst þetta fínt þrátt fyrir rigninguna sem er í gangi núna.
20. janúar, 2020 at 13:49 #68733Otto IngiParticipantFór í Brynjudal á laugardaginn, þar er var góður slatti af ís. Ég held að hiti og rigning núna í 3-5 daga muni ekki hafa mikil áhrif á ísmagnið á þessum slóðum, þannig að ef það frystir hressilega síðar í vikunni þá myndi ég gera ráð fyrir fínum aðstæðum.
Eitthvað af myndum á facebook21. janúar, 2020 at 19:20 #68737MatteoKeymasterHi all,
Me Halli and Elizabet went to Mulafjall today. Conditions are good, quite a lot of ice (pabbaleid is a big icicle touching the ground). We climbed the gully WI2 left of Risandi (we saw a team climbing Risandi) and then to Testofan Overpid and Frumburdurinn.
Orion looks good, Buahamrar looks good as well.25. janúar, 2020 at 10:04 #68753MatteoKeymasterHi, yesterday with Asgeir Mar went to Mulafjall in a possibly new sector (not reported in the recent topos) west of Leikfangland. There is a parking spot just straight below.
We named it „Kaffistofan“. Approach is slightly shorter then Testofan, 30′.
On the left we climbed after a common pitch of 45m WI2:
– the obvious gully „Ekkert Te“ WI3 40m
– The main line „Afmaelid kaka“ WI4 30mon the right:
– „Bara kaffi“ WI4 30m
– „Ristretto“ WI4/M5 45mPotential for more lines.
Attachments:
28. janúar, 2020 at 22:48 #68780MatteoKeymasterMe and Bergur went in Flugugill today and did a couple of routes. Conditions are good, a bit of cross to clean on easier parts but the rest ok. Bit of snow in gullies.
The lines are in green in the topos pics, and I would say WI3+/4 55m the left one and WI4+/5 40m the right.
Brynjudalur looks good, Esja as well. Snow on approaches to be evaluated (avalanches?) in Eilifsdalur and Hrutadalur.Attachments:
15. febrúar, 2020 at 15:52 #69211MatteoKeymasterHi all,
on last Tuesday Me and Franco went in Mulafjall in the new „kaffistofan“ sector and added 3 easy lines.
From the extreme right, the first 3 obvious lines:-Latte macchiato WI2+ 40m
-Americano WI3 40m
-Corretto WI3+/M4 40mThe top belay is in the same spot with a providential rock (I’m mark it next time I go), nothing left.
6. mars, 2020 at 21:21 #69325MatteoKeymasterHi,
on the 25th feb me and Maurizio Tasca climbed a line in Stigardalur (Oraefi) without topping out. We are not going to give a name because is not completed lacking ice but to the point we reached was a WI6 for us.
We know the line has been attempted from Palli before.
In the topos is the line marked „Unclimbed“- This reply was modified 4 years, 9 months síðan by Matteo.
Attachments:
6. mars, 2020 at 21:34 #69328MatteoKeymasterHi,
on March 4th with Bjartur and Pete went to Mulafjall, climbed Risandi right branch and then Fjukandi. Conditions are top in Mulafjall.11. mars, 2020 at 15:48 #69350Páll SveinssonParticipantMatteo/Stigárdalur
I did not go this far. I guess 2/3 of what you did.
kv.P26. mars, 2020 at 10:03 #69450Bjartur TýrKeymasterFór með Matteo í Múlafjall í gær. Aðstæður enn með mjög góðu móti, svoldið af snjó sem hefur safnast efst í leiðunum sem gerir top-outið smá brösugt. Klifruðum fjórar línur milli leiða í Kötlugróf.
30. mars, 2020 at 09:22 #69463Otto IngiParticipantÉg og Jonni fórum í Tríó í Eilífsdal á laugardaginn. Spikfeitar aðstæður en hægra afbrigðið vafasamt vegna þess að þar hrynur reglulega niður snjór og annað góðgæti.
Ekki fært eða að minnsta kosti íllfært að keyra inn dalinn.
Persónulega myndi ég gefa leiðunum innst í Eilífsdal smá meiri tíma. Mikill snjór í leiðunum og eflaust snjóflóðahætta í aðkomunni. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.