Ísklifuraðstæður 2018-2019

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2018-2019

  • Höfundur
    Svör
  • #66530
    Otto Ingi
    Participant

    Ég og Palli Sveins. fórum tvær leiðir í Múlafjalli í dag. Eina nýja sem Palli setti upp og Örverpið. Það er komin slatti af ís þarna, nóg til að mixa boltuðu leiðirnar.

    #66571
    Matteo
    Keymaster

    Went in Mulafjall yesterday, bolted „Fear is 90“ in Leikfangland and open another project close by (info later on). Conditions are getting better, Testofan is climbable and many other lines look thin but doable. fresh snow while was there.
    Blikdalur looks doable
    Eilifsdalur looks doable

    #66575

    Today (November 4) Helgi, Kate & I went to Múlajfall (thanks Matteo for the beta). We were looking for easier climbs to start the season, so only top-roped on C15 (Helgi). The ice was not very thick and had lots of air pockets, but was good to climb. We also scouted Brynjudalur just by curiosity, but it didn’t look thick enough to us.

    #66585
    Matteo
    Keymaster

    Hi, Jonni and Me went in Mulafjall. First we climbed an ice line (WI4) on left of „fimm I fotu“ and then the line on the right of „Chinese Hoax“ recently bolted by Palli (M6?) on October 6th.
    Quite more ice then last time. Didn’t snow in last part of Hvalfjordur as in RVK last night, no snow on the approach.
    Another party from Hvolsvollur climbed B10. Járntjaldið – WI 4.

    #66598
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    went in Mulafjall today to bolt a couple of routes. The first one in Leikfangaland, „Mind power“ M7ish 14 bolts on the left of D7 Dotadagur.
    The second not finished yet in in Testofan is C12 „Bestur vetur“.
    I saw 3 major rockfall happened during summertime, one on the right of Pabbaleid, one at the start of C8 Keisarinn and the last one on the right of D4 Fengitiminn in Leikfangaland: be careful on climbing close by!
    Ice is getting better even if some umbrella grew in this windy day, some cleaning needed in the climbing.

    #66630
    Ásgeir Már
    Participant

    Good snow conditions for alpine climbing on the Northeast ridge on Skessuhorn yesterday. Lots of very good firm snow. Unfortunately we weren’t able to complete the route due to high winds and white out.

    Hopefully some of this snow will survive the rain.

    #66661
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég og Baldur fórum í Múlafjall. Fórum Rísanda í skemtilegum aðstæðum.
    Annað í Múlafjalli er ekki í góðum aðstæðum. Efst í öllum leiðum eru stórar „regnhlífar“ af ís og lítið sem ekkert neðar í leiðunum.
    Orion er að detta í aðstæður.
    Eilífdalur er pakkaður af ís og enginn snjór.
    Því þarf trúlega að klifra slatta af ís til að komast að leiðunum. Veðja á tvær til þrjár klyfurspannir til að komast að fyrstu spönn í þilinu.

    kv.P

    #66677
    Ásgeir Már
    Participant

    Fór Single Malt on the rocks í Bröttubrekku í gær. Mjög fínar aðstæður. Fullt af ís og lítill snjór.

    #66681

    Ég og Tryggvi Unnsteinsson vorum í Bröttubrekku í dag og fórum Single Malt hressir, bætir og kætir. Nóg af ís en samt sumstaðar stutt niður á rennandi vatn í neðri höftunum. Aðkomuhöftin tókum við í 4 fullum spönnum og eftir hlutann í þremur fullum spönnum. Stefnum á að fara aftur út á morgun en e-ð styttra.

    #66687

    Ég og Tryggvi klifruðum neðarlega í Kjósinni foss sem ég hafði klifrað kringum 2011 og taldi þá vera Dauðsmannsfoss (skv. Leiðavísi Ísalp fyrir Hvalfjörð og Kjós) en var skírður Dingulberi síðasta vetur. Fínasta leið sem við tókum í þremur spönnum (ein stutt) upp á topp. Nokkuð af rennandi vatni í honum en sluppum við sturtu með því að halda okkur utarlega í leiðinni. Fínasti WI3.

    #66691
    Matteo
    Keymaster

    Yesterday me and Jonni went in Blaskeggsa (Thyrill) and climbed 2 routes, one on the left (WI3/3+ 70m) and one on the right (WI3+/4 110m) of the valley. We don’t have many info about this valley, hopefully will improve the topos.

    • This reply was modified 5 years, 11 months síðan by Matteo.
    #66736
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    Me and Mike Reid went on Thorisjokull today, conditions were poor Birkitred is not formed and we found another line more right. We did a couple of pitches WI4/4+ 80m, with cornice crossing include. Ice wasn’t great, a bit of snow on top, hard to put gear. We lower from a gully right of the line.

    #66791
    Matteo
    Keymaster

    Me and Rory went to Mulafjall today. No ice conditions, we didn’t see any ice from RVK till Villingadalur then we drove back to Mulafjall.
    We gave a try to the recently bolted route „Mind power“ M7ish in Leikfangaland, almost sent, 1 rest on the crux…need to train more!
    I lost my Grivel crampons bag in the gully, please return if you find it.

    #66940
    Siggi Richter
    Participant

    Ég og Guðmundur Ísak Markússon kíktum á aðstæður í Múlafjallinu í dag, frekar slappur ís í það heila. Þó eru einhverjar leiðir í þokkalegu ástandi, t.d. Stígandi sem annað teymi fór í og einhverjar leiðir vestan við Testofuna. Við fórum í óskráða leið mun vestar í fjallinu, skemmtileg 2-3 spanna leið sem m.a. liggur bak við flottan steinboga. Í góðum aðstæðum er leiðin eflaust ekki sérlega erfið (~WI3?), en í augnablikinu er hún líklega eitthvað stífari og á kafla skraufaþurr (M gráða). Einhver sem kannast við að hafa klifrað þessa gersemi áður? (Seinasta myndin)

    Í Brynjudal er frekar lítið að ske, en léttari leiðirnar einhverjar inni, og aðalhaftið í Ýring allt að koma til.

    #66952
    Sissi
    Moderator

    Þessi steinbogi er geggjað svalur!

    Vil svo benda áhugasömum á að það er hægt að gera „subscribe“ á þennan þráð og fá allt heitasta ísklifurslúðrið beint í æð um leið og það kemur inn

    Mynd

    • This reply was modified 5 years, 10 months síðan by Sissi.
    #67035
    Siggi Richter
    Participant

    Ég, Egill Örn og Atli Már tókum smá aðstæðurúnt í dag inn í Hvalfjörð, þar sem við enduðum að vanda í Múlanum. Ef einhverjir viljla komast í helgarklifur núna, þá er ísinn er allur að koma til, en vantar þó enn herslumuninn sumstaðar og mæli með stuttu skrúfunum.

    Grafarfoss
    Sáum hann bara úr fjarlægð í myrkri, en varla furða að ísinn virtist hvorki mikill né upp á marga fiska.
    Eilífsdalur
    Flestar ísleiðir heillegar úr fjarlægð, eitthvað farið að bæta í snjó í skriðunum undir, en samt enn heldur berangurslegur dalurinn.
    Brynjudalur
    Margar auðveldari leiðirnar komnar inn, en vantar ennþá töluvert uppá í skógræktinni (kannski að undanskildu nálarauganu, gæti dottið inn fljótlega.
    Ýringur í flottum aðstæðum, en þó frekar mikill snjór í gilinu og efst í aðalspönn.
    Þokkalegur ís farinn að myndast utan í Óríon, en fossinn enn galopinn. Kertasníkir virðist spennandi úr fjarlægð.
    Múlafjall
    Rísandix2, Stígandi og leikfangaland líta vel út. Flestar léttari leiðirnar í testofunni og vestur úr komnar með fínan ís, en erfiðari leiðirnar flestar nokkuð þunnar eða þurrar í toppinn (sum staðar komnar smá hengjur).

    • This reply was modified 5 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
    #67044
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    went to Mulafjall yesterday to finish the bolting of „Bags and thoughts“ M7-8ish (A8b) in the Lundi (A9) sector. I saw the track made leading to Testofan, someone has been there the day before.
    Mulafjall looks pretty much in conditions but deep snow on approach (took me double the time to get to the top).

    On Friday me and Bergur Ingi went to Kjos and climbed Spori. Deep snow on the approach. the line is ok but 2 holes are making it bit trickier, is hollow on the top part. we didn’t find the anchor on the top and we walked down from the left.

    • This reply was modified 5 years, 10 months síðan by Matteo.
    • This reply was modified 5 years, 10 months síðan by Matteo.
    #67066
    Otto Ingi
    Participant

    Ég, Baldur og Palli settum stefnuna á eyjafjöllin á laugardaginn. Greinilega of seint fyrir eyjafjöllin og sólin búin að bræða mest allan ísinn. Við settum þá stefnuna á Háafoss, færið á slóðanum að fossinum er þungt, vorum á 35″ breyttum bíl og hleyptum úr, við rétt komumst þetta með einni festu. Við klifruðum Granna í fínum aðstæðum. Eitthvað af myndum hér á facebook.

    #67111
    Doddi
    Participant

    Múlafjallið var fagurt í dag, en bara við Jón Haukur að klifra.Fórum Rísanda í ágætum aðstæðum. frábær dagur á fjöllum

    • This reply was modified 5 years, 10 months síðan by Doddi.
    #67171

    Við Bergur Einars. fórum inn í Glymsgil núna á sunnudaginn (3. feb 2019) og kíktum í Krók og Keldu. Góðar aðstæður, áin undir ís nema í mesta straumnum og ekki mjög mikill snjór í gilinu sjálfu. Sáum aðeins inn að austurvængnum á Glym og þar var talsverður ís. Hérna eru nokkrar myndir með.

    #67202
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    Me and Siggi Ymir went in Brynjudalur today and climbed a couple of pitches (C4 and B1). Ice is good and most of the line are formed. The road is impassable by the farm because of an hard pile of snow, so count 15min more on the approach. A bit of crost on the approach the closer to the cliff.
    General conditions:
    everything look pretty formed from Grafarfoss til Mulafjall (looks great) and over. A bit of snow on the easier routes but easy to spot (es: 55gradur in Buahamrar looks buried in snow). Orion is good, Eilifsdalur great, Yringur looks doable (a couple of parts in doubt), Snati and Nalaraugad are good.
    Get the chances to go before the warm weather on monday til wednesday! 🙂 North exposed cliff are quite windy in these days.
    Another party further in the cliff maybe in Þyrnigerðið sector.

    #67204
    Arnar Jónsson
    Participant

    Fór í Glymsgil í dag og klifraði Krók sem er enn í fínum aðstæðum. Áinn er adrei þessu vant nokkuð vel frosin og við löbbuðum/brölltum í botn gilsins. Flestar leiðir í gilinu er nokkuð ís littlar en Glymur direct var ótrúlega flottur og í bullandi aðstæðum.

    #67240
    Otto Ingi
    Participant

    Ég, Matteo og Jonni fórum Glym á sunnudaginn. Eins og Arnar segir þá er áin nokkuð vel frosin og hægt að brölta inn í botn gilsins. Leiðirnar fremst í gilinu (Krókur, Kelda o.s.fr.) litu ágætlega út, leiðirnar á leiðinni inn gildið (Hvalirnir o.s.fr.) voru þunnir. Glymur var í glimrandi fínum aðstæðum.
    Hægt að sjá myndir í opnu facebook albúmi hjá mér, https://www.facebook.com/ottoingith/media_set?set=a.10156944395367264&type=3&notif_id=1549842950710902&notif_t=feedback_reaction_generic

    #67332
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    last week i’ve been climbing with Franco the following routes.
    -Glymur allur in Glymur, good conditions with first 2 pitches a bit wet
    -Orion in Flugugill, good conditions, a lot of snow on the approach, cauliflower ice on the first pitch and good ice on second. V-thread at the end of ice without topping out because of inconsistent snow on the last slope.
    -Lost and found in Grundarfjordur (next to Grundarfoss) more info soon (WI5-6ish)
    -Þvergill in Myrarhyrna quite a bit of snow and crost on easy pitches. WI3 refer only to the technical grade, but a general grade would be harder because of the length and complexity of rappelling down. Don’t take it easy!
    General conditions around RVK were pretty good as on the way north and in GRundarfjordur.
    Conditions in the south are poor on low elevation.

    #67354
    Siggi Richter
    Participant

    Veturinn bara kláraðist…
    En við áttum samt leið um Grafning og Hvalfjörð um helgina og flest allt er í henglum eftir bræluna. Villingadalur og Eilífsdalur voru daprir í drullunni, en samt nóg af ís sem ætti vel að endast ef þessari hlákutíð lýkur fyrir Verslunarmannahelgi.
    Óríon er enn þokkalega spikaður, en miðað við spánna er óskhyggja að treysta á að hann endist, og Múlafjall búið í bili, kannski að undanskildu Leikfangalandi.
    Flest annað er svo gott sem kaput.

25 umræða - 1 til 25 (af 29)
  • You must be logged in to reply to this topic.