Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18

  • Höfundur
    Svör
  • #63771
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég og Bjartur Týr fórum í Múlafjall.
    Aðstæður voru eiginlega frábærar. Engin snjór helling af ís en allir bolltar meira og minna nothæfir.
    Við klifruðum Gísla og Helga. Næst var það Fyrirburinn og Mömmuleiðinn. Enduðum svo á Fimm í fötu sem var í algjörum konnfekt aðstæðum.
    Svo á leiðinn í bæinn kíktum við á Orion sem á langt í land. Eilífsdalurinn er allur frosin og Þilið virtist eiga stutt eftir.
    Búhamrar eru bara skæni og lítð að gerast.

    kv.P

    #63792
    Jonni
    Keymaster

    Geggjað, vona að þetta haldi áfram á þessari leið

    #63811
    Freyr Ingi
    Participant

    Við Eyþór fórum í Tvíburagil í dag.
    Klifum ís og klett, klipptum í bolta og héngum í ofanvað. Gott mót eftir geggjað fertugsafmæli í gær. ;o)
    Takk Ísalp, fyrir gott partý og allt hitt.
    En já, það er semsagt ekki kominn ísskrúfu tryggjanlegur ís á þessum slóðum enn.

    #63845

    Smá stjórnarbrot kíkti á allan þennan ís sem fólk hefur verið að ræða í Múlafjallinu.

    Þegar Palli og Bjartur fóru var víst príma mix og bolta færi en nú er þetta búið að þykkna aðeins og komið í heldur vandræðalegt millibils ástand, flestir boltar horfnir að okkur virtist og ísinn á flestum stöðum í þynnra lagi. Þetta er allt að koma!

    Við klóruðum aðeins í þetta um kringum Helga leiðina og flúðum svo norðangadda í sund á Kjalarnesi sem er toppnæs staður til að ljúka köldum degi í Hvalfirði!

    Líka ein mynd af Eilífsdal sem virðist úr fjarlægð vera kominn í góðan ham.

    #63886
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég og Matteo fórum Grafarfoss. Hann er í eins góðum aðstæðum og hann getur orðið.
    Kv.P

    #63887
    Halldór Fannar
    Participant

    Við Ágúst Kr. Steinarrsson fórum í Spora í Kjósinni 23. nóvember. Það hefur komist í vana hjá mér að byrja alltaf ísklifurstímabilið þar. Bóndinn á Fremra-Hálsi tók okkur vel þegar við heilsuðum upp á hann og báðum um leyfi að leggja hjá honum og fara um landið hans. Það var undarlega mikill snjór í leiðinni eins og sést á myndunum. Það var ekki mikill snjór í hlíðunum, virtist allt hafa safnast í fossinn – metersdjúp snjóhengja efst sem var nákvæmlega ekkert hald í. Ég hafði sérstaklega gaman af því að ormast í gegnum hana (eða þannig). Það þýddi líka töluverðan gröft til að finna akkerið á toppnum (sjá mynd). Þetta var þynnsti ís sem ég hef upplifað í þessari leið, við notuðum eiginlega bara stuttar skrúfur og víða voru þetta bara sæmilega þykk ístjöld sem 16cm skrúfur fóru í gegnum – maður þurfti því að fara mjög varlega á köflum. Samt alltaf gaman að klifra þessa leið, sérstaklega af því að hún er svo skjólsæl. Það var tryllt veður í kringum okkur sem breyttist svo í blindbyl þegar við röltum til baka. Ég læt líka fylgja með mynd af Konudagsfossinum sem var alveg að komast í aðstæður.

    • This reply was modified 7 years síðan by Halldór Fannar. Reason: Fixing image sizes to be below maximum
    #63899
    Bjartur Týr
    Keymaster

    Fór í Múlafjall í dag með Matteo og Jóni Gauta. Príma aðstæður þar. Fórum í Hlaðhamra og klifruðum þrjár línur sem ekki finnast neinar upplýsingar um. Gáfum þeim nöfnin Lundi WI4+, Músarindill WI4 og Fálki WI3+. Ísinn frekar stökkur en feiki nóg af honum til að koma fyrir skrúfum.

    #63933

    Hi, on Saturday, Eyþór & I went to Eilífsdalur to climb Einfarinn (route A5). It looked like there wasn’t enough ice to climb the variation a) so we ended up climbing below variation b) & came back down (it was getting too late). The ice was not very thick were we were, but it looked like the ice was good on variation b).

    On Sunday, Freyr, Eyþór & I went climbing in Brynjudalur. We climbed a route just W of Árnaleið (can’t find the name, but I think it is a WI3), and then we climbed Árnaleið. It was good, although the ice looked thinner on Árnaleið than the photos on Ísalp.

    Fun weekend, and thank you for all of the useful information that is available/shared within this club & this website.

    #63942
    Arni Stefan
    Keymaster

    Brattabrekkan er feit. Fórum Single Malt on the Rocks í flottum aðstæðum. Blár ís í litla gilinu beint á móti og Austurárdalur leit mjög vel út frá veginum.

    #63946
    Jonni
    Keymaster

    Ég fór í gær (29/11’17) í Paradísarheimt ásamt Matteo, Þorstein, Bjarti og Berg.
    Leiðin var í þrusuaðstæðum, ekki rosalega mikið vatn að flæða, ekki mikið hrun og ísinn var mjúkur og góður alla leið og nánast alstaðar vel þykkur. Það var ekki fyrr en í toppinn, síðustu 8m, sem að okkur fannst ísinn vera þunnur og holrými á bakvið. Hliðrunin meðfram sillunni til að komast úr leiðinni er auðveld en varhugaverð með fall alla leið niður á hægri hönd. Enduðum á að krafsa upp stutt mix haft til að komast alveg upp úr, M 3/4 en bara 4m eða svo.
    Geggjuð leið og ég mæli með að fólk stökkvi á hana á meðan hún er inni (ef hún er enn inni vegna hitans)! Það gæti orðið kalt aftur á laugardaginn…

    • This reply was modified 6 years, 11 months síðan by Jonni.
    #63952
    Jonni
    Keymaster

    …og tvær myndir í viðbót.

    #64135
    Freyr Ingi
    Participant

    Fórum í gær og fundum ís inni í Múlafjalli. Þessi síðastliðna hláka hefur að sjálfsögðu tekið sinn toll af ísum landsins en náði þó ekki að sigra allt, allsstaðar.
    Sá ís sem eftir lifði virðist þannig bera merki um baráttuna og gæti verið þunnur, stökkur, slípaður og regnhlífaður. En svo er líka að hlaðast upp aftur og þar er hann mjúkur og slössí.

    Við fórum amk. upp Rísanda og fundum allskonar útgáfur af ís.

    Eilífsdalur og Óríon virtust fjarskalega fagrir.

    • This reply was modified 6 years, 11 months síðan by Freyr Ingi.
    #64151
    Arnar Jónsson
    Participant

    Ég ásamt Ingvari kíktum út í gaddinn í dag, vorum seint á ferð og ákváðum að kíkja í Kjósina. Spori og konudagsfossinn leitu mjög vel út (frá veginum), báðir nokkuð feitir og snjólausir. Við fórum hinsvegar í Áslák sem var í flottum aðstæðum nægur ís alla leið upp.

    kv.
    Arnar

    • This reply was modified 6 years, 11 months síðan by Arnar Jónsson.
    • This reply was modified 6 years, 11 months síðan by Arnar Jónsson.
    #64173
    Jonni
    Keymaster

    Ég, Ági og Dóri fórum í Single malt on the rocks í dag.

    Öll aðkomuhöftin eru lokuð og allar þrjár leiðirnar eru frekar spikaðar. Dálítið stökkur ís (-10) og aðeins kertað á köflum en mjög gott í heildina. Selgil og Bjargargil eru inni og Austurárdalur leit vel út úr fjarska.

    #64196
    Halldór Fannar
    Participant

    Fór í göngutúr upp að Grafarfossi í dag. Hafði tekið eftir því að leiðarlýsing var frekar einföld hérna á vefnum hjá okkur og það vantaði góða mynd af fossinum. Ekki get ég sagt að hann hafi skartað sínu fegursta fyrir myndatöku. Fossinn er þunnur, víða bunar vatn undir þunnri skel. Svo er hann líka svo mjósleginn greyið. Gangan að fossinum tók 30 mínútur, en ekki 10 mínútur eins og segir á vefnum hjá okkur. Ég lagði hjá bænum Kistufelli, en ekki Gröf eins og stendur á vefnum. Kistufell er næsti bær við fossinn. Það mætti líka koma fram að Grafarfoss er ekki í Grafará, heldur í einum að lækjunum sem fellur í Grafará, á stað sem heitir Gljúfur (frekar ófrumlegt nafn á gljúfri, ef einhver mundi spyrja mig álits).

    Attachments:
    #64227
    Skabbi
    Participant

    Við Bjöggi renndum inn í Brynjudal í morgun, keyrðum inn að skógrækt og klifruðum þar fyrir ofan. Ekki allveg nógu mikið að gerast, bara ein leið fær fyrir ofan skógræktina, oftast eru nokkrar léttar leiðir þar. Engin af stóru leiðinum norðanmegin í Brynjudalnum inni, nema kannski Nálaraugað. Margar af léttari, stöllóttu leiðunum litu hinsvegar þokkalega út. Efsta haftið í Ýringi var svínfeitt, eins og margt annað sunnanmegin í dalnum. Neðri höftin samt þunnildisleg. Eilífstalur fjarskafagur, Þilið í kjöraðstæðum, ef einhver nennir…

    Skabbi

    #64231
    Jonni
    Keymaster

    Komið í lag Halldór, takk fyrir myndina og fróðleikinn 😉

    • This reply was modified 6 years, 11 months síðan by Jonni.
    #64240
    Otto Ingi
    Participant

    Ég og Danni fórum í Spora í Kjós í gær. Lekandi var frekar þunnur en þó klifranlegur, Konudagsfoss var feitur og Spori passlegur.
    Ef það bætist í snjóinn þá fer akkerið efst líklegast á kaf, þurfti að grafa smá til að finna það.

    • This reply was modified 6 years, 11 months síðan by Otto Ingi.
    #64250

    Hér er smá video frá því í Single malt on the rocks í gær.

    #64267
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    Tom and me went to 55 gradur today. Conditions are good, the pillar was wet and the other route on the right is thin. Many routes in Buahamrar are formed, nothing relevant on Vesturbrunir.
    Matteo

    #64328
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    with Brecht and Tom went on Tviburagil. Conditions are good except for Helvitis..M4 that is completely dry. I had to dig out 20cm of ice by the top anchor. Bit wet the lower waterfall.

    #64449
    Freyr Ingi
    Participant

    Tvö teymi reyndu fyrir sér í Áslák í Kjós í gær.

    Fossinn er í afbragðsaðstæðum þó hann sé ennþá blautur hægra megin.
    Skemmtilegt.

    #64451
    Halldór Fannar
    Participant

    Einmitt, við Ágúst klifruðum fossinn á sama tíma og Freyr mætti með öflugt fylgdarlið. Freyr fær sérstakar þakkir fyrir að klifra upp með bakpokann minn – við höfðum upprunalega ekki ætlað okkur að klifra upp allan fossinn en hann var bara svo skemmtilegur að við urðum að klára hann. Læt fylgja með mynd af fossinum frá þessum frábæra fimmtudegi:

    Attachments:
    #64453
    Halldór Fannar
    Participant

    Fór í dag í vestur Esju með Jon Lander, 55 Norður nánar tiltekið. Klifruðum „orginalinn“ eins og hann er kallaður hér. Þetta var svolítið blautt á köflum en okkur tókst að þræða framhjá því að mestu hluta. Ég tók nokkur höft sem voru kertuð og það hélt allt saman (eftir svolitla hreinsun). Læt fylgja með mynd af aðstæðum – ég sé fyrir mér að þetta verði spikfeitt í lok desember ef frostið heldur áfram.

    Við sigum svo niður úr akkerinu í Óliver loðflís eins og mælt er með. Ég læt fylgja með mynd af akkerinu, það tók mig svolítinn tíma að finna það. Spurning um að bæta þessu við 55 Norður sectorinn. Það var engin keðja, hringur eða linkur á akkerinu en þar var þó læst karabína sem við baktryggðum við fyrsta sig. Ég ætla að kaupa „quicklinks“ næst þegar ég er ytra og hafa þá bara með mér til að bæta úr svona uppsetningu þegar ég rekst á hana – er það ekki bara sniðugt? Reyndar framleiða Metolius sérstaka ‘rap hangar’ týpu sem má setja reipi beint í en þessir voru frá Petzl sem notaðir voru í Óliver loðflís þannig að það var ekki málið. Ég er reyndar ekki viss um að ‘rap hangars’ séu sniðugir því að fólk þarf að geta þekkt þá frá öðrum til að vita að það sé í lagi að setja reipið beint í þá.

    #64482
    Ásgeir Már
    Participant

    Fór single malt on the rocks í dag með mike reid. Leiðin er í flottum aðstæðum. Setti myndir inn á fb síðu ísalp.

    • This reply was modified 6 years, 11 months síðan by Ásgeir Már.
25 umræða - 1 til 25 (af 53)
  • You must be logged in to reply to this topic.