Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2016-2017
- This topic has 34 replies, 16 voices, and was last updated 7 years, 8 months síðan by Jonni.
-
HöfundurSvör
-
4. mars, 2017 at 17:37 #62758Ágúst Þór GunnlaugssonParticipant
Við Bergur Einars fórum í bíltúr í dag inn í Hvalfjörð.
Í Brynjudal er ekkert að frétta í suðurhlíðum. Það gæti verið hægt að klifra Ýring, en efsta haftið er örugglega kertað. Sáum lítið af ís í Flugugili. Óríon er opinn með risa hengju.Í Múlafjalli er allt að gerast. Sennilega er hægt að fara Rísanda og Stíganda en besti ísinn leit út fyrir að vera inni í Leikfangalandi. Testofan gæti verið ágæt, Íste nær ekki niður.
Klifruðum einhverja 4.gráðu leið töluvert austarlega, smávegis kertuð og töluverð bleyta en besta skemmtun samt sem áður.Á heimleiðinni sáum við Vopnin kvödd og restina af Vesturbrúnum.
/Ági
- This reply was modified 7 years, 10 months síðan by Ágúst Þór Gunnlaugsson.
Attachments:
4. mars, 2017 at 18:03 #62766Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantMeiri myndir
Almáttugur guð, er ekki hægt að gera eitthvað til þess að maður þarf ekki að resize-a allar myndirnar í 512 kb?
Attachments:
5. mars, 2017 at 00:10 #62774Siggi RichterParticipantVið Maggi fórum inn í Botnsdal í dag, og byrjuðum á að kíkja inn í Glymsgil, en þar var sólin löngu byrjuð að rífa niður leiðirnar. Flestar leiðirnar virtust vera í henglum, og áin opin alla leið, svo við mixuðum okkur upp Kelduna uppúr gilinu.
Við kíktum svo yfir í Múlafjall og fórum upp Stíganda, frekar kertaðar aðstæður og snís bunkar (Mér sýnist glitta í okkur í grjótinu fyrir ofan Stíganda á myndunum frá Ágústi). Skemmtilegt klifur, en heldur vandasamt að finna góðan skrúfuís á köflum.8. mars, 2017 at 20:44 #62819JonniKeymasterÉg og Matteo fórum í Leikfangaland í Múlafjalli í dag. Aðstæður í öllu fjallinu virka frekar feitar, flestar leiðirnar sem við fórum voru þunnar í toppnum. Nánast enginn snjór í brekkunni, um að gera að skella sér í (Múla)fjallið.
19. mars, 2017 at 09:01 #62895Arnar JónssonParticipantFórum tveir í gær og klifruðum Single malt og appelsín við Bröttubrekku í fínum ís (þó svolítið af snjó á svæðinu). Sáum aðeins inní Austurárdal og leit hann út fyrir að vera með ís.
kv.
Arnar20. mars, 2017 at 09:52 #62896Otto IngiParticipantVar með hóp frá HSSR á fjallamennskunámskeiði í gær. Kíktum á eftirfarandi staði.
Brynjudalur, Þrándastaðafoss var ekki frosinn. Ýringur var mjög þunnur, að minnsta kosti fyrstu spannirnar.
Villingadalur, Leit vel út frá veginum en það er líklega hnédjúpur snjór inn allan dalinn og aðkoman því frekar löng.
Múlafjall, Enduðum á að fara í Múlafjall. Þar eru fínar aðstæður og flestar leiðir inni.22. mars, 2017 at 12:17 #62901Siggi RichterParticipantÉg og Maggi fórum upp Skessuþrep í Skessuhorni í gær. Allar leiðirnar í NV-veggnum eru í góðum holdum, mæli með að menn taki með hunda(spektrur) fyrir efstu spönnina, þar sem allt er þakið hrími/ís, en heldur þunnt fyrir skrúfur. Góður snjór og snís fyrir klifur og tryggingar, svo NA-hryggurinn ætti líka að vera flottur. Lítil snjóflóðahætta í niðurgagnum vestan megin (eins og er). Við reyndum að átta okkur á Skarðshorninu ofan af Skessuhorni, leiðirnar í Sóleiarveggnum virtust hálf íslitlar úr fjarlægð, en leiðirnar vestar virtust bjóða upp á meira.
- This reply was modified 7 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
Attachments:
30. mars, 2017 at 21:53 #62924Þorsteinn CameronKeymasterÉg og Rory Harrison fórum upp á Þumal seinasta þriðjudag þann 27.
Færi var fínt, snjór úr 400m og upp úr. Klassíska leiðin reyndist tortryggt príl en stórskemmtilegur dagur á fjöllum.
Þó nokkrar leiðir eru enn í fínum aðstæðum í Miðfellstind fyrir áhugasama!22. apríl, 2017 at 23:25 #63004SissiModerator25. apríl, 2017 at 10:37 #63033JonniKeymasterÉg og Matteo fórum í Bröttubrekku í gær. Fórum allar Single malt leiðirnar, Single malt on the rocks var í bestum aðstæðum og Single malt hressir, bætir og kætir var eiginlega bara snjóbrekka. Fínar en þunnar aðstæður í það heila.
Attachments:
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.