Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2016-2017
- This topic has 34 replies, 16 voices, and was last updated 7 years, 7 months síðan by Jonni.
-
HöfundurSvör
-
18. nóvember, 2016 at 17:38 #62120Bjartur TýrKeymaster
Tími til kominn að fara að skrifa um ísklifuraðstæður veturinn 2016-2017
18. nóvember, 2016 at 17:44 #62122Bjartur TýrKeymasterFór með Matteo í dag í Múlafjall og þar var komið nokkuð magn af ís. Komum ekki fyrir neinum skrúfum en ísinn var farinn að fela einhverja bolta. Klifruðum Fimm í fötu og Helga. Myndin er af Íste
- This reply was modified 8 years, 1 month síðan by Bjartur Týr.
20. nóvember, 2016 at 16:50 #62132Arni StefanKeymasterÍsbíltúrs report 20.nóv:
Búahamrar: aðeins að myndast en ekkert inni
Vesturbrúnir: Styttist í þetta, Vopnin Kvödd og Robba/Leichfried leiðir líklega inni, Miðgil þunnt.
Eilífsdalur: Blár úr fjarska
Kjós: Ekkert inni en aðeins byrjað að myndast. Sást í rennandi vatn í Ásláki, Spori og co. þunnt en frosið. Varla tryggjanlegt.
Hvalfjörður: Nóngil byrjað að hrímast.
Brynjudalur: Skán á klettum og eitthvað kertað en ekkert inni. Nálaraugað mögulega fært á klettatryggingum, Ýringur þunnur, Óríon þunnur.
Múlafjall: Dass af ís en hefði líklega gott af nokkrum dögum í viðbót.
Villingadalur: Fossarnir mjög þunnir en kemur líklega á næstu dögum.
N veggir Skarðsheiðar: Skyggni lélegt en leit frekar hvítt út svona heilt yfir.Mundi segja að flest þurfi smá stund í viðbót, líklega topp aðstæður næstu helgi ef það hlánar ekki of mikið í vikunni.
20. nóvember, 2016 at 19:01 #62133Siggi TommiParticipantVið Robbi tókum brillíant klifurdag í Múlafjalli í dag.
Sorglegt að við vorum einu þarna á ferð fyrir utan einhverjar rjúpnaskyttur og erlenda túrhesta.
Aðstæður fáránlega skemmtilegar og veðrið frábært.Fórum fyrst Stíganda í stórskemmtilegum kertuðum og aðeins blautum aðstæðum. Var klárlega WI5 í dag en nóg af ís og maður þurfti ekki oft að hætta sér inn á bunusvæðin (sem voru samt víða í höftunum).
Rísandi var þynnri en eflaust klifranlegur samt. Leikfangaland með fullt af ís.
Fórum síðan Expresso (2nd ascent?), sem var á stórskemmtilegum aðstæðum. Mjög þunng og snúin niðri og með ginormous nævurþunna regnhlíf í toppinn, sem þurfti stórt hjarta til að leggja til atlögu við. Gátum klippt í alla bolta í byrjuninni og svo í lokahaftinu (tvær skrúfur að auki þar).
Létum ekki þar við sitja heldur fórum líka Pabbaleiðina sem er einnig í ævintýralegum aðstæðum. Bunaði aðeins á mann þegar maður hliðraði framhjá kertinu út úr hellinum (við 3.-4. bolta). Þar tók við eitthvað verulega funky smásveppaklifur upp undir ansi hressilega regnhlíð í lokahaftinu – mikið stuð… 1. bolti á kafinu en gat klippt í 2., 3. og 4. og svo einn fyrir miðja leið, annars bara skrúfur í stærstu sveppina.
Íste hefði verið klifranleg með boltunum tveimur í byrjun en hún var rennandi blaut.
Mömmuleiðin var ansi ísuð og sást lítið í boltana í henni. Mikið af ís í Örverpinu og hinum leiðunum í gilinu.Í Brynjudal var slatt af ís í Snata en eiginlega ekkert hjá Nálarauganu. Pilsnerinn (ofan við Skógrækt) var langt kominn en ekki klár. Léttari fossarnir þarna flestir sennilega klifranlegir.
Ýringur þunnur er sennilega orðinn klifranlegur. Skegg undir stóra haftinu sem gæti verið snúið.
Óríon langt kominn. Sennilega klifranlegur eftir viku. Nokkrar línur í Flugugilinu klifranlegar sýndist okkur.Eilífsdalur enn þunnur en styttist í Þilið (að sjá úr fjarska).
Allt að gerast!!
21. nóvember, 2016 at 11:54 #62136Siggi TommiParticipantNokkrar myndir úr Múlafjalli í gær.
IMG_0303 – Robbi sólóar neðri höftin í Stíganda
IMG_0319 – Fyrra stóra haftið, sem venjulega er WI4 en var klárlega WI5 þennan dag
IMG_0322 – Kertað og bratt í nokkrar hreyfingar en léttist svo.
IMG_0323 – Efra stóra haftið, sem venjulega er WI4/4+. Fórum ská upp bólstrana fyrir miðri mynd og undir regnhlífarnar. Engan áhuga á að fara í kertaða og blauta stöffið til vinstri svo ég fór á milli regnhlífanna og það var mjög hressandi WI5 klifur. Tók aðeins á taugarnar og framdrifið en afar hressandi.- This reply was modified 8 years síðan by Siggi Tommi.
Attachments:
23. nóvember, 2016 at 19:51 #62144Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantVið Sissi fórum í Múlafjall í dag. Fórum eitthvað þægilegt gil í tveimur spönnum (WI 3) og svo í Testofuna. Aðstæður hinar skemmtilegustu, flottur ís, smá bleyta en það byrjaði að hlána all hressilega þegar við vorum að pakka saman. Vonandi stendur þetta eitthvað af sér hlákuna á morgun.
kv. Ági
24. nóvember, 2016 at 02:29 #62153JonniKeymasterTvíburagil í fínustu aðstæðum fyrir mix í dag og fossarnir voru alveg að detta í það að vera klifranlegir, sjáum hvað lifir af hlákuna…
30. nóvember, 2016 at 22:46 #62168MatteoKeymasterHi,
Me and Jonni went to Mulafjall and we climb a mix line on the right of Fimm i fotu. We splitted in two pitches to avoid friction. The second pitch is the crux, the entrance and the first meters in the last dihedral are the harder part. Jonny cleaned a bit when following but there still are many unstable rock: be careful!
Difficulties about M6.
On the top is better to extend the belay to the bolt of Fimm i fotu belay.
1 nut left on the first pitch and 1 piton on the belay of 1°pitch.
Someone knows if is it a first ascent? Let us know.
MatteoAttachments:
23. desember, 2016 at 16:50 #62263Ásgeir MárParticipantFór með Bjarnheiði á þorláksmessu í tvíburagil. Þar var eitthvað af is en þó ansi þunnt og blautt. Ekki nógu þykkt til að taka skrúfur svo við klifruðum ekki.
23. desember, 2016 at 17:07 #62264Ásgeir MárParticipant24. desember, 2016 at 00:39 #62265MatteoKeymasterHi,
Me and Thorsteinn went in Mulafjall on Wednesday the 21st and climbed at Testofan. There was some ice but not enough for placing screw. We focus on mix and we did Gisli, Örverpið and Mulakaffi. Was the second day after the first snow, still a lot of dripping.
Conditions were promising.
MatteoAttachments:
25. desember, 2016 at 15:41 #62273DoddiParticipantÉg og Brynjar Tómasson skoðuðum Ýring í dag, aðstæður voru snjór ofaná snís, lítill sem enginn ís og allt fullt af rennandi vatni og blautum mosa sem hélt engu
Attachments:
27. desember, 2016 at 16:19 #62278Siggi TommiParticipantFórum nokkrir (Siggi Tommi, Ottó og Palli Sveins) í “Ólympíska félagið” (M7) og „Verkalýðsfélagið“ (M8) á öðrum í jólum (26. des ´16) í prýðilegum aðstæðum.
Annar hópur (Maggi og ?) fóru líka í „Ólympíska“ og „Helvítis fokkíng fokk“ (M4/5) og höfðu gaman af (þrátt fyrir meiri bleytu þar).Ísinn mátti ekki vera meiri, amk. ekki í “Ólympíska” og “Himinn og haf” (Síams var heldur þunn reyndar).
Hláka núna og næstu daga 🙁 en það þarf ekki mikið að hanga eftir til að hafa góðan dag í Tvíburagilinu – leiðirnar verða bara aðeins meira hressandi…Attachments:
29. desember, 2016 at 09:18 #62280Otto IngiParticipantHér er linkur á facebook albúm með eitthvað af myndum úr Tvíburagili 27.12.2016.
2. janúar, 2017 at 03:05 #62294Siggi RichterParticipantFjölmenntum í Brynjudal í fyrsta klifur ársins í dag, flestir fóru á skógræktarsvæðið, en við Maggi skelltum okkur fyrst upp Ýring áður en við fórum yfir til hinna.
Aðkomuhöftun voru öll frekar morkin, og þau virtust bjóða upp á frekar lítið af tryggingum. Ýringur sjálfur var kertaður og þunnur á köflum, og mikið vatsnrennsli fyrir miðju, en hentaði annars ágætlega til klifurs. Efst er nákvæmlega ekkert um snjó eða ís tryggingar, ég mæli með að vera með hunda og hnetusett í akkeri.Í Flugugili var eini fossinn sem við sáum Kertasnýkir, en hann virtist vera heilbrigðasti fossinn á svæðinu, góður ís sem náði allur niður.
Lítið að frétta úr skógræktinni, léttustu leiðirnar (WI 2-3) voru í ágætis standi, en af brattari leiðunum var eina leiðin sem var í tiltölulega heilu lagi B2 í leiðavísinum.
Annars geri ég ráð fyrir að þetta geti allt breyst töluvert með hlýjindunum næstu daga.
- This reply was modified 7 years, 11 months síðan by Siggi Richter.
Attachments:
2. janúar, 2017 at 14:50 #62306MatteoKeymasterMe, Siggi Tommi and Jonni went in Tviburagill yesterday. Conditions were good. Me and Jonni sent Olympiska felagid and Siggi tried Verkalýðsfélagið. I also did the n°27 in the old topos (I think is Rennan).
7. janúar, 2017 at 23:16 #62332Siggi RichterParticipantVið Maggi fórum heldur fullir bjartsýni inn í Flugugil í dag, og ætluðum allavega að athuga í hvaða aðstæðum óríon&co voru. Óríon var í aðstæðum fyrir hörkutól og hetjur, Hvítá virtist hafi fundið sér þennan nýja farveg niður gilið, og eini ísinn voru hangandi hrím þil hægra megin.
Við létum því vaða í Kertasníki á móti, eina fossinn á svæðinu sem var í tiltölulega heillegu ástandi. Höfum að vísu sjaldan lent í blautara klifri, en ísinn tók ágætlega við, og megin kertið var á að giska WI5. Hins vegar brekkan ofan við (~70°), og færslan yfir toppinn á kertinu og upp voru all-tæp, mjög blautur mosi og laust grjót. Við hundskuðumst nú samt upp með herkjum, en ég get ekki mælt með að toppa leiðina.Aðrar leiðir í gilinu voru með einhvern ís, ekki mjög klifur vænar, en gæti ræst eitthvað úr þeim ef spár út vikuna standast og fer að frysta almennilega.
Ýringur var svo gott sem horfinn, bara örfáir frosnir kúkakleprar eftir í skorunum.
Nálaraugað og skógræktin virtust úr fjarlægð bjóða upp á mjög fátæklega ísfilmur, spurning hvort mixleiðirnar græði ekki frekar á þessu ástandi.
12. janúar, 2017 at 23:19 #62389MatteoKeymasterHi,
short update about conditions. On Tuesday i went on a round trip of Esja and Skarsheidi: here is a short report.
Grafarfoss: went today and is ok, ice non always thick but some lines are good.
Tviburagill: on tues was pretty dry, maybe some more ice now
Vesturbrunir: dry except for welcome to iceland that is looking ok
Blikidalur: looks there are some lines
Hrutadalur: long approach but good conditions..see new ascents
Eilifsdalur: long approach but pretty good conditions all lines!!
Mulafjall: looks medium cold, probably to icy for dry but need more ice for ice.
Brynjudalur: pretty dry
Villingadalur: the lines were looking snow cover and with water in middle, but was before these cold day …so maybe ok
Bolaklettur: dry, needs more timePictures on FB @matteo100challenge
Matteo13. janúar, 2017 at 22:17 #62391RobbiParticipantTvíburagil 13.jan – Ég og siggi klifruðum Verkalýðsfélagið m8, Himinn og haf m8 og Helv. fokkin fokk m6.
Ágætis ís í toppinn á Verkalýðsfélaginu og Himinn og haf (ef íslaust þá nánast ómögulegt að klára upp á topp).
Megin ísþilin í Ólimpíska og vinstra megin við himinn og haf voru rennandi blaut og ekki spennandi að klifra það, frekar kertað.
Robbi
13. janúar, 2017 at 22:54 #62393Siggi TommiParticipantHFF er víst bara M4 eða M5…Robbi með einhverja gráðuverðbólgu 🙂
Hér koma nokkrar myndir úr Tvíburagilinu í dag.
Setti annars nokkur komment á leiðasíðum „Verkalýðsfélagsins“ og „Himinn og haf“
IMG_0583 – Robbi leggur af stað í mega-bröttu byrjunina á Verkalýðsfélaginu. Beint í punginn
IMG_0585 – Robbi að leggja af stað í toppkrúxið á Verkalýðsfélaginu. Frekar fönkí sjitt þarna…
IMG_0613 – smá landscaping til að laga leiðina eftir að lykilgrip brotnaði þarna í fyrsta krúxinu.
IMG_0630 – Robbi í Helvítis fokkíng fokk- This reply was modified 7 years, 11 months síðan by Siggi Tommi.
Attachments:
29. janúar, 2017 at 20:10 #62492Otto IngiParticipantFórum nokkrir í Skálagil í Haukadal í dag. Slatti af ís og fullt hægt að klifra. Eftirfarandi leiðir voru klifraðir um daginn
10 þumlar og 4 handabök
Fyrsta barn ársins
Brasilian GullySetti nokkrar myndir í facbook album sem ætti að vera opið öllum, sjá hér
10. febrúar, 2017 at 22:37 #62661Sigurður RagnarssonParticipantÍSALP go Pisa drengirnir fóru í Eilífsdal í gær og Hrútadal í dag.
Aðstæður í Eilífsdal eru víst með eindæmum góðar flestar leiðir vel feitar. Ópið nær saman og segja mér fróðari menn að það hafi ekki gerst í einhvern tíma.
Í gær klifruðu Matteo og Franco Tjaldið í hreinum ísaðstæðum og hin teymin fóru mismunandi afbrigði af Einfaranum sum sem ekki hafa verið farin oft að mér skilst, m.a. eitthvað WI5 afbrigði sem Siggi Ýmir og Mauro fóru…þetta sést nánar á myndunum í Facebook linkunum hér fyrir neðan.Í dag fórum 3 teymi í Þvergil og 2 teymi í Þjóðleið 3 í Hrútadal. Aðstæður voru ekkert sérstakar vegna veðurs. Mikið spindrift og svo hrundi slatti úr hengjunni niður vegginn milli Þjóðleiðar og Þvergils.
The ÍSALP and CAI Pisa has been climbing the last two days.
Yesterday they went to Eilífsdalur and apparently there are really good condition there. The routes are fat!
Matteo and Franco climbed Tjaldið WI6 in pure ice condition and the other teams did different versions of Einfarinn from WI3-WI5.Today we went to Hrútadalur and did Þjóðleið WI3 and Þvergil WI3. The weather was turning bad and avalanches started to fall from some parts of the cornice, at that time mostly down the wall between Þvergil and Þjóðleið, so the condition there were not very good.
Eftir tvo góða daga stefna þeir á hvíldardag á morgunn sem verður m.a. nýttur til að skoða Sólheimajökul og aðra helstu túristastaði á suðurlandi.
Photos form Eilífsdalur here
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1295410010518811&id=141627309230426And from Matteo here
https://www.facebook.com/Matteo100challenge/posts/1709977222647074Photos from Hrútadalur here
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1296122513780894&id=14162730923042627. febrúar, 2017 at 00:04 #62742MatteoKeymasterHi,
I’ve been traveling a bit in the last week.
Hrutadalur is in good conditions all the line are good. maybe after the snowfall of yesterday there is high risk of avalanches.I did two new lines, and easy gully (Bull by the horn WI2) on the right (first line on the approach) and a second on the left of the beginning of Thjodleid, Spenntir könnuðir WI4+.
Mulafjall is in early season conditions, bit of ice, most of the lines climbable, some bolts are sticking out maybe better to top rope.
Haukadalur poor conditions, tin ice and a lot of water in most of the lines.
Brattabrekka lot of water, not formed
austarardalur, saw from the road, maybe some ice
bolaklettur tin ice
skessuhorn is looking quite good
villingadalur some ice but open by water , maybe a lot of snow now.
Eilifsdalur is good, really good but risk of avalanches nowthe following week is forecast as cold , maybe something else is going in conditions.
Matteo28. febrúar, 2017 at 10:59 #62747Rakel Ósk SnorradóttirParticipantKeyrði austurleiðina heim frá Skaftafelli og smellti tveimur myndum frá Búlandstindi og Berufirði. Þetta var svo gott sem autt fyrir ca 2 vikum þegar ég var síðast á ferðinni.
Ef þetta gagnast einhverjum.
Attachments:
2. mars, 2017 at 12:49 #62750JonniKeymasterFórum þrír í Tvíburagil í gær, ég Matteo og Ásgeir. Efri fossinn er nokkuð bakaður en vel klifranlegur, betri ís hægramegin í honum. Það varð nokkuð heitt í gilinu í gær, svo að neðri fossinn hrundi á meðan að við vorum þarna.
Ólympíska félagið nær alveg niður og Matteo leiddi það alveg á ís, sennilega í fyrsta skipti sem það er gert. Ef það helst kalt gætu 55° hugsanlega komist í gott stand, grunar að þær séu frekar bakaðar eins og er. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.