Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2015-2016
- This topic has 58 replies, 22 voices, and was last updated 8 years, 7 months síðan by Páll Sveinsson.
-
HöfundurSvör
-
8. janúar, 2016 at 16:31 #59540SissiModerator
Hefur einhver farið í Spora nýlega? Er bóndinn sáttur við klifrara þessa dagana?
11. janúar, 2016 at 10:18 #59546Páll SveinssonParticipantÉg, Baldur og Otto fórum Þilið í Eylífsdal Esju. Mjög mikið af ís. Snjórinn harð pakkaður. Ísinn form lítill, sléttur og brattur. Otto bjargaði okkur upp eftir að ég hafði ekki úthald í að klára. Hann lét ekki tvær flugferðir úr hengjuni stoppa sig.
kv.P
11. janúar, 2016 at 13:07 #59548Bergur EinarssonParticipantFórum nokkri saman í Miðgil í Vesturbrúnunum í gær. Fínn harðpakkaður snjór og fínn ís í mest allri leiðinni. Snjórinn efst ekki alveg jafn harður og ljúfur en fínnar aðstæður samt. Efri hlutinn af haftinu í Anabasis virtist vera frekar þunnur neðan frá séð. Risa leiðin utan við Vopnin kvödd náði ekki saman.
11. janúar, 2016 at 16:20 #59549HeidaKeymasterAllt í bullandi ísaðstæðum á norðanverðum Vestfjörðum og lítið sem ekkert af snjó!
Við Sigga, Sædís og Jón Smári fórum í Seljadalinn á laugardaginn og svo fórum við Sigga, Sædís og Haukur í Eyrarhvilft á sunnudaginn.11. janúar, 2016 at 21:51 #59555Arnar HalldórssonModeratorÉg og Magnús Blöndal fórum í stutta klifurferð á laugardaginn 9. jan. Fórum í Kjósina og það eina klifranlegt sem við gátum séð frá vegi var Spori. Við bönkuðum upp á hjá bóndanum upp úr kl. 10 og var hann hinn glaðasti. Sagði að minna hefði verið um ferðir ísklifrara nú en undanfarin ár. Hann minntist á að tveir hefið farið í Kórinn um jólin.
Spori var þunnur neðst og þónokkuð af snjó í honum. Hann var því ekki erfiður viðureignar fyrri helminginn en seinni helmingurinn var nokkuð venjulegur. Akkerið uppi var á kafi í snjó og því tryggðum við í sæti. Áður en við fórum heim sigum við nokkurum sinni í hann og æfðum m.a. einnar axar klifur.
Í lokinn klifruðum við Drátthaga ótryggðir og lékum okkur í niðurklifri í litlu gili ofan við hann. Fínn stuttur dagur miðað við aðstæður.
Við bönkuðum svo að sjálfsögðu uppá hjá bóndanum og þökkuðum fyrir okkur.
Kveðja,
Arnar H- This reply was modified 8 years, 11 months síðan by Arnar Halldórsson.
11. janúar, 2016 at 22:26 #59558Arnar HalldórssonModeratorÍ gær sunnudaginn 10. jan. fórum ég og Maggi í Múlafjall. Við vorum ákveðnir í að klifra á svæðinu sem liggur austan megin við Íste og komum fljótlega auga á spennandi leið sem lág næstum beint upp frá bílastæðinu. Greiðlega gekk að fara upp fönnina sem liggur beint upp að fyrsta ísbunkanum.
Klifrið hófst á stuttri brattri línu til að komast upp að aðal fossinum. Hægt er þó að sleppa henni og með því að fara upp vinstra megin við hana. Þar fyrir ofan tók við stíft klifur upp í ágætis helli sem var erfitt stíga upp í. Eftir smá hvíld þar tók við hressandi útkoma úr hellinum út á kertaðan og lóðréttan ís upp á snjó syllu. Í lokin tók svo við um 20-25 m spönn upp á brún. Uppi var ekkert til að tryggja í nema snjór og smá mosi.
Þessi leið er nr. VII í topo-drögunum sem Robbi og tók saman. Segir þar: „Óþekkt lína. Lúkkar vel en viðist enda í einhverju klettamambói“.
Þar sem við höfum ekki geta fundi nafn þessarar leiðar kjósum við að nefna hana Drjúpandi þar til „rétta“ nafn hennar fæst. Nafni ætti að falla vel að nöfnum annarra ísleiða í Múlafjalli en einnig draup nokkuð úr leiðinni í millistansinum sem varð til þess að axir og akkeri ísuðust upp í frostinu.
Við kjósum að gefa Drjúpanda gráðuna WI4 og heildar lengdin um 65 m.
- This reply was modified 8 years, 11 months síðan by Arnar Halldórsson.
Attachments:
12. janúar, 2016 at 22:51 #59569Arnar HalldórssonModeratorHæ. Eftir nánari skoðun þá lítur út fyrir að við höfum klifið leiðina Járntjaldið, þ.e. leið XI í topo-drögunum hans Robba. Lýsingin og gráðan á leiðinni heldur engu að síður. Reyni að bæta þessari leið inn á leiðalistann ef ég get.
13. janúar, 2016 at 11:10 #59581Páll SveinssonParticipant14. janúar, 2016 at 23:30 #59663Halldór FannarParticipantHefur einhver fréttir að færa af Skessuhorni? Var að spá í hvernig aðstæður væru þar þessa dagana (og hvernig færðin er upp að því). Líka spurning um Villingadal sem er þarna nálægt – hefur einhver farið nýlega?
15. janúar, 2016 at 10:54 #59665SkabbiParticipantHvaða leið ertu að hugsa í Skessuhorni? Hryggurinn er yfirleitt fær allan veturinn en N-veggurinn þarf rysjótt veður og kemst oftast ekki í aðstæður fyrr en síðla vetrar. Ég hef ekki trú á öðru en að Villingadalur sé í bullandi aðstæðum en það gæti verið mikill snjór í dalnum og undir leiðum.
Skabbi
15. janúar, 2016 at 17:40 #59670Þorsteinn CameronKeymasterVerulega slæm mynd af Skessunni í fyrradag tekin á meðan ég keyrði í gegnum Borgarnes. Gefur þér vonandi hálfa hugmynd um við hverju megi búast.
- This reply was modified 8 years, 11 months síðan by Þorsteinn Cameron.
15. janúar, 2016 at 17:51 #59673Halldór FannarParticipantÞetta er flott. Ég var ekki með eina leið í huga – var bara að vona að það væri hægt að komast þetta upp og mér sýnist svo vera, sérstaklega eftir hryggnum. Takk takk!
- This reply was modified 8 years, 11 months síðan by Halldór Fannar.
16. janúar, 2016 at 17:25 #59679Bjartur TýrKeymasterFór á Skessuhornið á fimmtudaginn. Lítill sem enginn ís í norðurveggnum. Fórum línu vinstra meginn á myndinni hér að neðan sem liggur upp á miðjan hrygginn (Líklega var þetta leiðin Skesskorn). Áttum í erfiðleikum með að finna tryggingar svo við enduðum á því að hliðra út á hrygginn í seinasta haftinu. Snjórinn í hryggnum var harður og mjög auðveldur til klifurs en illtryggjanlegur.
- This reply was modified 8 years, 11 months síðan by Bjartur Týr.
Attachments:
17. janúar, 2016 at 10:32 #59689Halldór FannarParticipantFrábært, takk fyrir þetta, Bjartur. Hvernig var aðkoman? Var línuvegurinn fær eða þurfti að paufast langa leið í snjó? (Það er að segja, eitthvað vit að taka með fjallaskíði fyrir þann part). Hvernig fóru þið niður í þessum aðstæðum?
17. janúar, 2016 at 12:17 #59691Bjartur TýrKeymasterÞað var ekki fært inn eftir línuveginum fyrir Land Roverinn sem við vorum á. Stoppuðum strax við hlið á afleggjaranum og gengum þaðan. Gangan var rúmir tveir tímar í frekar leiðinlegu færi, hörðum snjó sem brotnaði í sífellu undan okkur. Hef satt að segja ekki nægilegt vit á fjallaskíðum til að geta mælt með því eða á móti því að fara þetta á skíðum.
17. janúar, 2016 at 21:38 #59701OdinnParticipantKíktum fjórir í Granna hjá Háafossi í dag í skemmtilegum aðstæðum. Vegurinn var óvenju góður og ekkert vesen að keyra alla leið að gilinu. Þráin var í aðstæðum en svakaleg snjóhöft og hengjur sem myndu eflaust gera mönnum erfitt fyrir, Botngnýja var pökkuð af snjó og ekkert vit að spá í henni að sinni. Misstum gopro vél niður og værum þakklátir ef ekv sem á leið þarna um að hafa augu opin undir Granna. Sjá myndir
- This reply was modified 8 years, 11 months síðan by Odinn.
Attachments:
17. janúar, 2016 at 23:39 #59734Arnar HalldórssonModeratorÉg og Maggi Blö fórum í Múlafjall í dag ásamt tveimur félögum úr HSSR sem voru að prófa sína fyrstu leiðslu. Fyrir valinu var svæði sem kallast Gryfjan samkvæmt Múlafjalls-topo. Mikið er af góðum ís núna í Múlafjalli og lítill snjór.
Ég bætt inn hugmynd að nafni á þessum hluta Múlafjalls ásamt þremur leiðum, þ.e. þessar tvær sem við klifruðum í Gryfjunni í dag og Járntjaldið sem við klifruðum fyrir viku.
Við erum klárlega á leiðinni aftur í Múlafjall fljotlega og höfum þegar augastað á nokkrum verkefnum.
Kveðja,
Arnar18. janúar, 2016 at 11:19 #59738SkabbiParticipantHæ
Brynjudalur er í feikilega góðum málum, ég myndi segja að allt nema Snati og Nálaraugað sé í flottum aðstæðum. Ýringur virtist vera í spikfeitum aðstæðum, m.a sást auka spönn við hliðina á efsta haftinu sem ég man ekki eftir að hafa séð áður.
Skabbi
Attachments:
18. janúar, 2016 at 11:35 #59741KatrinMModeratorVið Heiða kíktum í Rísanda í gær. Rísandi og Múlafjall heilt yfir eru í topp aðstæðum, allt að drukkna í ís. Lítið af snjó, hann er þá mestmegnis harðpakkaður í toppinn. Göngin í Rísanda eru enn til staðar, skemmtilegur endir á leiðinni, þökk sé Skabba og Sissa 🙂
Katrín
18. janúar, 2016 at 12:42 #59746Otto IngiParticipantRakst á mynda albúm frá kunningja mínum þar sem hann fór í rómantíska gönguferð með kærustunni að skoða Glym, ætli það hafi ekki verið á sunnudeginum 17 Jan. Ef litið var framhjá rómantíkinni þá gat maður séð smá í þær annars ágætu ísklifurleiðir sem eru í Glymsgili.
Hvalur 1 – 3 virtust frekar þunnar en mögulega klifranlegar. Stuttu leiðirnar þar fyrir ofan (Þorri og kanski eitthvað fleira) virtust vel feitar.25. janúar, 2016 at 20:00 #59956Siggi RichterParticipantEr eitthvað að frétta af leiðum í Hvalfirði? Eða er allt búið í bili?
29. janúar, 2016 at 14:32 #60531Siggi RichterParticipantVið skutumst fjórir inn í Kjós núna á þriðjudaginn, nær allar leiðir í neðri hlutum Hvalfjarðar voru komnar á byrjunarreit eftir rigningarnar. Það var ekki nema innst í Kjósinni, í Spora og í leiðunum í hlíðinni á móti þar sem eitthvað hafði lifað af. Við enduðum á að rölta upp í Spora gilið, þar sem eina leiðin sem var í tiltöluluga heilu lagi var stutta leiðin innst í gilinu sem er ekki í leiðarvísinum. Leiðin var að vísu frosin og meiglak, en leiðirnar þarna gætu verið orðnar fínar eftir frostið núna næstu daga.
Annars virtust leiðir ofar í fínum málum, eins og Eilífsdalnum.- This reply was modified 8 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
- This reply was modified 8 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
31. janúar, 2016 at 17:59 #60645Arnar JónssonParticipantVið Gummi skelltum okkur í Glymsgil í dag. Ekki var mikill ís í gilinu líkt og við bjuggumst en allt að samt á góðri leið gæti verið gott eftir nokkra daga ef frost heldur. Við og klifruðum við Krók í kertuðum aðstæðum en hann tók vel við skrúfum og var þetta bara hið fínasta klifur. Múlafjall leit mjög vel út og var fullt af ís þar. Mikill ís er í Óríon og þó nokkur hengja yfir honum en hann var opinn í miðjunni, gæti verið fær fljótlega ef frost heldur. Fórum ekki inní Brynjudal en það leit út fyrir að vera ágætis ís þó úr fjarska.
Kv.
Arnar- This reply was modified 8 years, 10 months síðan by Arnar Jónsson.
1. febrúar, 2016 at 09:29 #60705Arnar JónssonParticipantFékk þessa spurningu veit eitthver hvort þetta sé FF hjá þeim?
—
Hello!
Few days ago Theo Turpin and I climbed a route in the NW face of frenrimenn wich starts in a Ice fall located 5 minutes away of the svinafellsjokull and exit to the left of a well recognizable monolith (we retourned by the right in the snow).
It’s a nice varied route of Ice, snow and rock I would give a 3 /M3 , around 550m ascent. The conditions of Ice and snow where poor for the 200 first meters.Could you tell me if the route (obvious) existed before?
Thanks!
—
Kv.
ArnarAttachments:
1. febrúar, 2016 at 11:59 #60708Bergur EinarssonParticipantTeitur var feitur en ekkert sértaklega heitur, ísinn þar af leiðandi harður af sér, dálítið uppstökkur og yfirspenntur fyrir klifri, a.m.k. yst.
Fórum semsagt þrír í hálfgerða ísklifurleiðslu æfingaferð í Teitsgil fyrir ofan Húsafell nú á sunnudaginn. Mikill ís í öllum leiðunum í gilinu en töluvert af snjó fyrir ofan þær. Enduðum á að klifra ekki í aðalskálinni heldur stöllótta leið í vestur hlið gilsins, neðan við skálina sem hinar leiðirnar eru í. C.a. 60m samtals af af II til III+ stöllum klifraðir í þremur spönnum.
Það er alltaf dálítið sérstakt en gaman að klifra í svona miklu frosti en það voru -17°C þegar við byrjuðum. Þetta er samt víst ekki gott samkvæmt fræðunum því ís verður stökkari og togspenna eykst í fossunum þegar kólnar. Fundum vel fyrir hvað allt var stökkt og hart, öxin skoppar miklu meira til baka eftir höggin auk þess sem allt ysta lagið sprakk oft af. Ísinn sem var eftir þegar ysta lagið var farið virtist síðan vera heitari, enda tekur það tíma fyrir frostið að smjúga inn í ísbunkana. Innri ísinn tók síðan mun betur á móti öxum.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.