Ísklifrarar á sveppum?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifrarar á sveppum?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45096
    0203775509
    Meðlimur

    Nú þegar fyrstu fréttir berast af ísklifri vetrarins þá er freistandi að skjóta inn fyrirspurn sem varðar veðurfræði og ísklifur, en ég er sérlega áhugasamur um fyrirbæri sem tengja þetta tvennt saman.

    Bakgrunnurinn er sá að síðla sumars var ég á fagráðstefnu um veðurfræði og fjöll í Steamboat í Kólorado, en þar var flutt eitt slíkt ísklifur/veður erindi. Kollegi minn, Dave Whiteman við háskólann í Utah, var með óvenjulegt og áhugavert erindi um svokallaða „rime mushrooms“ (hrímdrjólar/íssveppir) sem myndast vegna ísingar frá skýjum á toppum fjalla Patagóníu. Fyrirbærin geta orðið ógnarstór í Patagóníu, m.a. vegna þess að þau lifa þar af sumarið sökum þess hve há fjöllin eru. Mynd með dæmi um fyrirbærin er hér „http://www.betravedur.is/halfdan/Ymislegt/rimemushroom.png“ og erindið sjálft liggur hér: „http://www.betravedur.is/halfdan/Ymislegt/Whiteman_15MMC_2012_RimeMush.pdf“ og sýnir ísklifrara á sveppum…

    Dave er með í smíðum vísindagrein í „léttari“ kantinum um efni erindisins og hefur áhuga á að fá upplýsingar um fleiri staði á jörðinni þar sem þessi fyrirbæri finnast, einkum þar sem þau hverfa ekki að sumrum. Ég man ekki eftir slíkum fyrirbærum á Íslandi, enda ólíklegt að þau finnist í okkar loftslagi. En t.d. á Þúfunum á Snæfellsjökli og tindum Eyjafjallajökuls myndast svipuð fyrirbæri að vetrum sem lifa ekki sumarið af og verða líklega aldrei mjög stór. En ef einhver Ísalpari man eftir stæðilegum og langlífum „hrímdrjólum“ á Íslandi, og hefur mögulega reynt sig við slíka þá væri fengur í að heyra af því og jafnvel fá myndir ef til eru, með tölvuskeyti á „halfdana hjá gmail com“. Sama á við ef einhverjir hafa barið slík fyrirbæri augum/öxum utan landsteinanna.

    Ef einhvern vantar svo myndir/lesefni til að skoða yfir kaffibollanum þá er hér svipuð grein sem tíundar hvar besti snjór á jarðríki finnst og styður með veðurfræðilegum rökum: http://www.inscc.utah.edu/~steenburgh/gsnow.pdf.

    es. Eitthvað er þetta allt brotið þegar að því kemur að birta hlekki rétt. Mér tekst þetta ekki öðruvísi en að líma inn í vafrann. Hlekkirnir eru:

    http://www.betravedur.is/halfdan/Ymislegt/rimemushroom.png

    http://www.betravedur.is/halfdan/Ymislegt/Whiteman_15MMC_2012_RimeMush.pdf

    http://www.inscc.utah.edu/~steenburgh/gsnow.pdf

    #57922
    Ólafur
    Participant

    Veit ekki með sveppina en það vantar alveg klárlega Blue Mountains þarna í seinni greinina. Er þetta ekki ritrýnt??

    #57923
    2806763069
    Meðlimur

    Bara sveppirnir sem myndast í leiðum eins og Þilinu sem eru ekki alveg svona en samt nógu helvít óhugnanlegir.

    Og svo hleðst svona hrím upp víða á veggi og dranga. Leiðir eins og Scottinn á S-Hrútsfjalls og A-veggurinn á Þverártinsegg enda t.d. í þannig klifri.

    Góðar stundir,
    Ívar

    #57924
    Karl
    Participant

    Það myndast margra metra hrímsveppir á Heklu þó svo að e-h af þeim séu myndaðir úr gufu úr fjallinu.

    #57925
    Páll Sveinsson
    Participant

    Mér dettur einna helst í hug Skarðsheiði.
    Ég hef klifrað í þeim nokkuð stórum þar.
    En þeir lifa ekki nema nokkra mánuði.

    https://picasaweb.google.com/104332610131448970886/Skessuhorn#5178858356023815762
    kv. P

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.