- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
30. nóvember, 2012 at 14:56 #462232802693959Meðlimur
Rakst á meðfylgjandi myndband.
Þar sem margir (undirritaður þar á meðal) virðast farnir að réttlæta pelastik hnút í klifurbeltið ef hann hefur yosemite frágang tel ég rétt að benda á meðfylgjandi.30. nóvember, 2012 at 18:16 #579781207862969MeðlimurJahá. Hvort sem þetta er dauðadómur yfir hnútnum eða ekki, þarf allaveganna að hafa varann á þegar hann er bundinn.
Hvaða hnút skyldi Bjöggi nota? (WWJD?)
1. desember, 2012 at 00:19 #57979Arni StefanKeymasterÉg gerði smá prófanir með þetta með prússik og línu.
Lykilatriði í þessu er að til þess að hnúturinn breytist í áttuhnút utan um línuna og að yosemite bragðið er gert innan við lykkjuna í pelastikinum. Ég átti í erfiðleikum með að fá þetta til að gerast öðruvísi en að þræða bragðið þannig viljandi eða með því að ýta því í gegn. Ef pelastikinn er bundinn með línu sem er a.m.k. örlítið mýkri en stálvír og gengið vel frá honum sýnist mér þetta ekki mjög líklegt. En getur engu að síður greinilega gerst. Mögulega er því betra að nota venjulegan öryggishnút með pelastik.
Ég hef notað tvöfaldan pelastik (þ.e. lykkjan eða kraginn á hnútnum hafður tvöfaldur) með yosemite frágangi sem minn klifurhnút í a.m.k. tvö ár. Ég prófaði þetta á honum líka og það besta sem ég fékk var rembihnútur, auk þess sem bragðið þarf að fara inn fyrir báðar lykkjur til þess að eitthvað gerist. Sé ekki betur en það sé þeim mun ólíklegra, en þó líklega ekki útilokað. Kosturinn við tvöfalda pelastikinn er samt sá að það er meira viðnám í hnútinum sjálfum og því er gott að ganga vel frá honum (að því gefnu að línan sé ekki eins og stálvír) og ég hef ekki lent í neinum vandræðum með þann hnút.
1. desember, 2012 at 10:58 #57980Arnar Þór EmilssonParticipantBowline og yosemite bowline er ekki hægt að crossloada. Helsta hættan að menn crossloadi hnútinn væri í stansi. Engu að síður er hægt að nota Bowline (pelastik) í klifri en það þarf bara að vita hvað menn eru með í höndunum og ganga rétt frá hnútnum. Ég hef haldið mig við áttuhnút.
1. desember, 2012 at 12:48 #57981Siggi TommiParticipantÉg hef notað pelastikkinn í all nokkur ár, bæði í ís og sportklifri.
Nota þetta yosemite bakþræðingardót og bæti við tvöföldum öryggishnút í viðbót eftir þræðinguna. Myndi ekki vilja nota yosemite eingöngu.
Pelastikkinn er snilld upp á að maður er snöggur að binda hann, sér vel á útlitinu á honum hvort hann er rétt gerður og það er mjög auðvelt að losa hann, jafnvel þó dottið hafi verið kyrfilega í hann (einkum í sporti).
Styð orð Arnars um að menn haldi sig við áttuna nema vita upp á hár hvað menn eru með í höndunum…1. desember, 2012 at 12:54 #57982SissiModeratorHef aldrei farið lengra í að spá í þessu en að manni fannst helstu rökin vera að pelastikk væri auðveldari að losa. Fannst það aldrei nógu góð rök til að skipta þar sem maður hefur á tilfinningunni að það sé erfiðara að klúðra áttu og það er náttúrulega mjög áberandi ef hún er rangt hnýtt.
1. desember, 2012 at 13:54 #57983Björgvin HilmarssonParticipantLíkt og Árni þá fór maður auðvitað beint í að prófa þetta eftir að hafa séð vídeóið sem Jón Gauti setti inn. Vissulega áhugaverður punktur. En maður þarf samt eiginlega að vanda sig við að klúðra þessu.
Augljóslega getur þetta klikkað, rétt eins og að óvanir gætu þrætt tryggingatól vitlaust og hafið leikinn án þess að uppgötva mistökin. Við erum þó ekki að hætta að nota þau þrátt fyrir þann klúðursmöguleika.
Venjulega gerir maður hnútinn, herðir aðeins að til að sannfærast um að allt liggi rétt og bakþræðir svo. Ég sé ekki hvers vegna menn ættu að vera að losa um bakþræðinguna og bakþræða svo aftur og hætta á að klúðra þá málum eins og hann sýnir í vídeóinu.
Það eru ýmsar útgáfur af þessm hnút og frágangi á honum, það væri gaman að bera það allt saman með svona álagsprófunum. Frágangur eins og sést í vídeóinu sem Arnar setti inn er ekki eitthvað sem ég hef séð notað.
Sammála Sigga T að öllum atriðum. Bakþræðing þannig að stutti endinn standi upp (frá manni) en ekki niður og svo tvöfaldur öryggishnútur er málið að mínu mati. Eina vitið að ganga þannig frá þessu. Hefði verið gaman að sjá crossload próf á því.
8. desember, 2012 at 23:30 #580021811843029MeðlimurÉg er kannski bara gamaldags, en mér finnst áttuhnúturinn bara frábær. Hann hefur vissulega þann galla að það getur verið erfitt að losa hann eftir mikið átak, en það er nú ekki svo oft sem það gerist nema í sportklifri. En hann hefur líka marga kosti eins og að það er auðvelt að hnýta hann og greinilegt ef hann er rangt hnýttur, hann losar sig sjaldan sjálfur ef hann er vel þéttur og svo framvegis. Svo kunna líka allir áttuhnút sem mér finnst ákveðið öryggi, ef eitthver hnýtir vitlausan áttuhnút er auðvelt fyrir félagann að spotta það.
Í mínum huga er áttuhnúturinn svona „if it ain´t broken, don´t fix it“, en umræðan er góð.
11. desember, 2012 at 15:56 #5802311. desember, 2012 at 16:53 #58024Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantGóðar pælingar.
Ég nota Yosemite pelastikk með stopphnút í sportklettaklifur. Það er bara svo miklu auðveldara að losa hnútinn ef maður er að vinna í einhverri leið að maður leggur það bara á sig að læra að hnýta hnútinn rétt. Hann er nú ekki það flókinn.
Í fjölspannaklifri, ísklifri og þar sem hnúturinn er bundinn til lengri tíma nota ég áttuhnút.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.