Hvar er Cameron Smith

Home Umræður Umræður Almennt Hvar er Cameron Smith

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45479
    1705655689
    Meðlimur

    Hvar er kallinn? Halldór K veist þú ekki eitthvað um það.

    #48494
    Sissi
    Moderator

    Hið þéttriðna fréttanet mitt hermir að Cameron kallinn hafi mætt labbandi aftur niður í Jökulheima, á laugardaginn síðasta að ég held. Þá var hann búinn að reyna eitthvað en sleðinn víst kominn í eitthvað mauk, virtist ekki lokast almennilega og kjálkarnir sem hann notaði til að festa hann við sig bilaðir/brotnir. Menn reyndu eitthvað að lappa upp á þetta með honum og síðan var víst planið að hinkra þarna, gera við og bíða eftir sæmilegri spá.

    Færið á svæðinu var þokkalegt, krapi inn á milli en hægt að þræða á milli. Fínt að komast að jöklinum, einhverjar smá sprungur og einhver krapi líka uppi á jökli.

    Sizmeister

    #48495
    0405614209
    Participant

    Ég veit allt um Cameron. Það slitnaði mótorpúði sem harnessið er fest við. Ekkert mál. Ég rúllaði uppeftir og setti nýjan mótorpúða.
    Færið er rosalega fínt og ég skutlaðist upp í Grímsvötn á bílnum frá Jökulheimum. Var 4 tíma fram og til baka með því að chilla á leiðinni og pósa fyrir myndatökur. Allt grjóthart og ég er að hugsa um að verða fyrstur til að komast í Grímsvötn á Camaro eða Mustang. Gllimrandi harðfenni.
    Sleðinn er í toppstandi og hann á eftir að komast alla leið ef spáin heldur áfram að vera svona góð.

    Halldór fréttahaukur

    #48496
    0405614209
    Participant

    Þið getið fylgst með framvindu mála á http://www.soloice.com

    Halldór formaður

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.