hvað er næst ?

Home Umræður Umræður Almennt hvað er næst ?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45244
    0711872099
    Meðlimur

    ´´Eg og vinir mínir höfum farið nokkrum sinnum upp íu klifurhús og ætlum að halda áfram að gera það næstu mánuði líklega. En þá kom umpp spurningin hvað við mundum gera næst, þ.e. hvernig eigum við að fara að byrj í alvuru klettaklifri. Er einhver klúbbur sem fer reglulega í svona klettaklifurferðir og hversu mikill meistari/byrjandi þarf maður eða getur maður verið til að byrja. Óska eftir svörum sem fyrst.

    Kveðja Kári Brek.

    #48127
    2003793739
    Meðlimur

    Sæll Kári

    Það er ekki mikið í gangi hjá Klifurhúsinu á sumrin því þá fara flestir klifrarar út að klifra þegar veðrið er gott.

    1. september byrjar vetrar starfsemi Klifurhússins.
    Þá verða lengri opnunartímar, regluleg klifurnámskeið (bæði fyrir byrjendur og lengra komna), fyrirlestrar um allt sem tengist klifri, fastar æfingar fyrir ákveðna flokka og nokkrar klifurkeppnir.

    Ég mæli með því að þið haldið áfram að æfa niðurfrá í Klifurhúsinu til að fá góðan grunn í klifri, finna hvernig best er að hreyfa sig í veggjunum og styrkjast aðeins. Einnig ættuð þið að prófa að bouldera úti t.d. í Heiðmörk, Öskjuhlíð, Sundahöfn, Búhömrum, eða hvar sem er.
    Það er allt annað að klifra úti en inni.
    Skráið ykkur svo á námskeið í klettaklifri í afgreiðslunni í Klifurhúsinu, það verður haldið reglulega í vetur.
    Síðan eftir það þá eruð þið komin með grunnin í það að klifra úti.

    Það er ekki neinn ákveðin klúbbur sem fer reglulega í klettaklifurferðir nema, Ísalp, Klifurhúsið og kannski nokkrar Hjálparsveitir. Oftast eru þetta bara klifurfélagar sem hringja sig saman og fara af stað.
    Þið verðið bara að fylgjast vel með hvað er í gangi og dífa ykkur með. Allar upplýsingar um klifur á Íslandi og erlendis er best að nálgast í Klifurhúsinu og með því að spjalla við reyndari klifrara.

    Sjáumst í Klifurhúsinu!
    Halli

    #48128
    Siggi Tommi
    Participant

    Er eitthvað sniðugt boulder í Heiðmörk?
    Geturðu bent á einhvern góðan stað þar, Halli?

    #48129
    2003793739
    Meðlimur

    Flestir fara á einn góðan stað sem er fín traversa (hliðrun).
    Þú keyrir frá Vífilstaðarbyggingunni og inn í Heiðmörk, þetta er vinsælt útivistarsvæði og margir í göngutúrum og hjólaferðum þarna. Síðan keyrir þú fram hjá bílastæði og beygir þá fyrstu beygju til vinstri.
    Þá eru Maríuhellar (held ég að þeir heiti) á vinstri hönd. Þennan veg keyrir þú svo slatta inn í Heiðmörk. Þegar þú ert búinn að keyra slatta (4-5 mín) þá keyrir þú niður brekku og neðst í henni er tjaldstæði, með grænum klósettskúr á hægri hönd en klettarnir á vinsti hönd.
    Það er held ég jafn langt að keyra að þessu frá Rauðhólum.
    Þetta er fín hliðrun.
    Endilega hafið svo augun hjá ykkur fyrir fleiri probbum eða svæðum í kring.

    Kv.
    Halli

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.