Humarkló við Fláajökul

Home Umræður Umræður Klettaklifur Humarkló við Fláajökul

  • Höfundur
    Svör
  • #69599
    Siggi Richter
    Participant

    Á einangrunarflakkinu um veraldarvefinn rakst ég á þessa mynd af Humarkló við Fláajökul og klifrara á öðrum tindi hennar.

    https://www.flickr.com/photos/stefnisson/6305435619/in/photostream/
    Tekin af Sigurði Stefnissyni

    Samt hef ég ekki heyrt mikið minnst á þennan tind, heldur fann bara óljósa lýsingu á ferðum að honum frá Ara Trausta í ársritinu 2017 (tekur samt ekki fram hvort tindurinn hafi verið klifinn í þeim ferðum eða ekki).
    Er einhver sem kannast við klifur á þennan tind eða hverjir þetta eru á myndinni sem sitja á toppnum?
    Er eitthvað varið í bergið í tindinum? Á mynd virðist þetta alls ekki vera gefins og alveg örugglega eiga allavega skilið klifurgráðu og góða ferðasögu…

    #72337
    RichB
    Participant

    Just checking that you have seen this? https://www.isalp.is/en/problem/humarklo

    #72815
    Olli
    Participant

    Humarklóin var held ég klifin af Björgvin Richards og félögum úr Hjálparsveit Skáta Kópavogi fyrir all mörgum árum. Ég hélt að það ætti að vera lýsing til á því í eld gömlu ársriti.

    #72870
    Helgi Egilsson
    Keymaster

    Mér finnst eins og Björgvin Richards hafi skrifað um þetta í sína eigin bók. Man ekki hvort það var eitthvað af þessum útkallsbókum eða hvað. Ég hef allaveganna einhvers staðar lesið ítarlega lýsingu á uppferðinni þarna…

    #72887
    Jonni
    Keymaster

    Lýsingin er frá Björgvin er inni á leiðarskráningunni sem RichB póstaði, frábær lesning!

    • This reply was modified 3 years, 11 months síðan by Jonni.
5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.