Á einangrunarflakkinu um veraldarvefinn rakst ég á þessa mynd af Humarkló við Fláajökul og klifrara á öðrum tindi hennar.
https://www.flickr.com/photos/stefnisson/6305435619/in/photostream/

Samt hef ég ekki heyrt mikið minnst á þennan tind, heldur fann bara óljósa lýsingu á ferðum að honum frá Ara Trausta í ársritinu 2017 (tekur samt ekki fram hvort tindurinn hafi verið klifinn í þeim ferðum eða ekki).
Er einhver sem kannast við klifur á þennan tind eða hverjir þetta eru á myndinni sem sitja á toppnum?
Er eitthvað varið í bergið í tindinum? Á mynd virðist þetta alls ekki vera gefins og alveg örugglega eiga allavega skilið klifurgráðu og góða ferðasögu…