Hrútfjallstindar

Home Umræður Umræður Almennt Hrútfjallstindar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46534
    Anonymous
    Inactive

    Við Haukur fórum á Hrútfjallstinda í gær og fórum á alla toppana ásamt því að skreppa inn á Jökulbak. Alveg þrusu skemmtileg ferð og veðrið var eins gott og hægt var að hugsa sér.
    fjallakveðja. Olli

    #51422
    1704704009
    Meðlimur

    Flottir. Fóruð þið upp með Hafrafellinu, tókuð toppalykkjuna og síðan sömu leið til baka?

    Myndir?

    #51423
    Anonymous
    Inactive

    Já við gerðum það. Ég skal reyna að koma með myndir. Ég tók um 150 myndir á leiðinni enda frábært veður. Nú fer toppunum sem eftir eru í Skaftafelli að fækka verulega. Klára dæmið um næstu helgi ef veður leyfir.
    Olli

    #51424
    2506663659
    Participant

    Glæsilegt Olli.
    Hvaða tinda áttu eftir í Skaftafelli og nágreni?

    kv,
    Guðjón

    #51425
    Sissi
    Moderator

    Olli – þú ert magnaður (og pínu klikk ;)

    Sissi

    #51426
    Anonymous
    Inactive

    Ég á Efri Dyrhamar og Svínahrygg. Síðan á ég eftir að fara upp hjá Breiðarmerkurfjalli og taka 5 tinda þar, þeir eru:Antafjallstindur, Káratindur, Þuríðartindur, Mikill og Heljargnípa. Þá er bara að færa út kvíarnar og fara á aðra staði. Jú Sissi að sjálfsögðu er ég alveg kolklikk en hvað er gamann í dag að vera bara eðlilegur???? :)

    #51427
    1508563459
    Meðlimur

    Já strákar þetta er rétti andinn. Það er ekki hægt að vera bara normal, þeir sem eru bara normal gera ekki þessa flottu hluti. Gangi ykkur vel, einn gamall og …

    Kveðja Hermann Valsson

    #51428
    Sissi
    Moderator

    Þú athugar að það má ekki fara hrygginn á Heljargnípu fyrr en 2015

    (3 uppferðir: 1985/1995/2005)

    SF

    #51429
    Anonymous
    Inactive

    Ég skal bíða til 15 júní 2007 í seinasta falli.
    Olli

    #51430
    Sissi
    Moderator

    Aðrar leiðir eru leyfilegar sko, og Jón Geirs bendir á að suðurbrekkan er „ákjósanleg skíðabrekka“ í upphaflegu lýsingunni ;)

    #51431
    Anonymous
    Inactive

    Annars er ekkert víst að ég fari hrygginn. Það er ekki markmiðið í þessu máli að vera með einhverja hetjustæla á einstöku fjalli heldur einbeita sér að því að klára allan pakkann hratt og vel þess í stað.
    Olli

    #51432
    Sissi
    Moderator

    Jamm – en þetta er gríðarlega fallegt svæði. Teiknaði okkar leið á kort og gerði smá leiðarlýsingu ef það hjálpar þér: http://gallery.askur.org/sissi_heljargnipa05/kort

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
  • You must be logged in to reply to this topic.