Hrútfellstindar

Home Umræður Umræður Almennt Hrútfellstindar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46787
    2806763069
    Meðlimur

    Fór ásamt Hauki hinum unga (áður þekktur sem Kiddi the Kid) á Hrútfellstinda á laugardaginn. Markmiðið var að fara Postulínið á einum degi. Við klifruðum fyrstu spönnina í þeirri leið, svo klifruðum við nýtt og auðveldara afbrigði af erfiðistu spönninni sem Örvar leiddi á sínum tíma (sjá ársrit Ísalp 2000). Þetta afbrigði var inni í einskonar rás vinstra megin við spönnina hans Örvars og nær varla 4. gr. Þegar svo kom að því að fara ofan af hrygg og niður til að klifra síðstu þrjár spannirnar var nennan búinn og við yfirgáfum leiðina til að klífa norður- og vestur- tindana. Aðstæður á fjallinu voru nokkuð góðar, mikill snjór neðst sem hefði mátt vera stöðugri en við léttum okkur hafa það þar sem viss einstaklingur var ekki með í för og því engin hætta á vandræðum. Fyrsta spönnin var dáldið rotin en þó nokkuð gerlegt. Annað var flott og það sem við nenntum ekki að klifra var mjög fallega blátt.
    Uppi voru snjóalög fullkomlega fallinn til skíðaiðkunar og var brekkan niður af Hnjúk á Svínafellsjökul vægast sagt meira lokandi en frambrodda plampið sem við vorum í. Eins og staðan er í dag er hægt að fara af Hnjúknum og skíða lang leiðina niður Svínafellsjökul. Í ferð ÍFLM fyrir helgi var einnig farið á Hnjúkinn og þá var hægt að renna sér niður af toppinum og eftir því sem mér best skilst óslitið niður hálfan Virkisjökulinn (svona eins og í gamla daga).

    Skarðatindar eru frekar sumarlegir og myndi ég ekki veðja á að þar sé mikið af ís. Möguleikar eru fyrir nokkrar nýjar línur í Hrútfellstindum. Þeir sem vilja vita meira um þær geta haft samband við mig.

    Við Haukur röltum svo niður Hafrafellið í sólsetrinu, og síðar svarta myrkri. Alls tók ferðin 17 tíma sýnir að vel er hægt að klifra Postulínið bíl úr bíl í einni ferð og þá örugglega á minni tíma en þetta (ef menn eru ekki eins latir og við).

    Annars tókum við 6 ískrúfur og tvista, eina línu, eina spectur og einn fleig. Sökum þess hvað klifurspannirnar eru stuttar er ekki ástæða til að taka meira af dótti en þetta og reyndar er kletta spönnin á kafi í snjó þannig að fleigurinn má vera eftir.

    Svona upplýsingar vill ég fá frá öðrum til að byggja ferðaplön mín á. Takk fyrir!

    kv. Ívar

    #48611
    Anonymous
    Inactive

    Takk fyrir Ívar.
    Eins og þér er kunnugt um verður Alpaklúbburinn með ferð á Hrútfellstinda helgina 17-18 apríl og verður að sjálfsögðu farið úr bíl í bíl í einu gói (ekkert slór) Þetta eru góðar upplýsingar og nýtast vel. Áætlunin er að fara einhverja góða leið upp eystra Hrútfjallið og síðan niður Hafrafellið.
    Klifurkveðjur Olli

    #48612
    Ólafur
    Participant

    Frétti að Batman og Robin hefðu verið þarna á sveimi um helgina. Varstu úti að leika með skikkjuna þína Ívar?

    –ÓliRaggi

    #48613
    Anonymous
    Inactive

    Jú ég sá spaugstofuna og þeir tóku þetta bara nokkuð vel. Þeir taka greinilega vel eftir öllu sem gerist .
    Olli

    #48614
    0910754319
    Participant

    Smá leiðrétting: líklega hefur þetta afbrigði af miðkafla postulínsleiðarinnar verið klifrað áður. Ef þessi spönn, sem þú lýsir hér fyrir ofan, er c.a. 30m til vinstri við postulínsleiðina í sömu hvilft þá klifruðum ég og Árni Eðvaldsson hana um páskana ´98 í tilraun okkar að klifra Doug Scott leiðina.

    Mvh.
    Örvar

    #48615
    2806763069
    Meðlimur

    Ok. Hún er einmitt í sama gili og spönnin sem þú klifraðir um árið. Eftir því sem ég kemst næst hafið þið félagarnir verið komnir vel út úr Scottinum þegar þið voruð komnir þarna.

    Amk klifruðum við Spánverjin beinna upp í öðru gili þegar við stefndum á að endurtaka sömu leið.

    Hvað er annars að frétta? Á ekki að skella sér í alpa tvist um páskana?

    Ef einhverjir af gömlu refunum fylgjast með þessu væri ekki ónýtt að fá upplýsingar um hvar Scottin liggur. Af ársritunum finnst mér það ekki fullkomlega ljóst.

    #48616
    1410693309
    Meðlimur

    Gott að fá fréttir úr Öræfajökli núna fyrir páskana. Heitir hóllinn ekki örugglega Hrútsfjall?
    Kv. SM

    #48617
    1704704009
    Meðlimur

    Hrútsfjallstindar í Öræfajökli. Hrútfell á Kili. Hrútaborg í Hnappadal. Hrúturinn 21. mars – 19. apríl.

    Tími Hrútsins er runninn upp.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.