Hraundrangi – drög að leiðarvísi tilbúin

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hraundrangi – drög að leiðarvísi tilbúin

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47211
    1908803629
    Participant

    Eins og kom fram í fyrri þræði um Hraundranga var ég hvattur til þess að gera uppkast að leiðarvísi um Hraundranga, enda nýbúinn að klífa hann.

    Orð Sigga T voru eins og lög og ég henti strax upp tillögu sem er nú aðgengileg hér: http://hyrnir.landspitali.is/agust/Hraundrangi_leidarvisir.pdf

    Þá er það bara spurning hvað mönnum finnst um plaggið og það sem í því er. Allar athugasemdir eru meira en vel þegnar en ég bið ykkur að gera það sem fyrst þar sem ég stefni á að senda endurbætt eintak á stjórn Ísalp í lok vikunnar, sem vonandi kemur því fyrir á vef Ísalp.

    Samfara þessu má velta því upp hvort þetta gæti verið upphafið að gerð leiðarvísa að topp tíu tindunum sem mikil umræða var um fyrir nokkrum vikum. Þ.e. að uppsetningin sem verður notuð fyrir Hraundranga yrði notuð fyrir alla hina.

    Ágúst Kr.

    #53059
    Skabbi
    Participant

    Ég get ekki annað en hrósað þér fyrir framtakssemina Ágúst. Þetta er verulega stílherint og flott plagg. Ég myndi samt vara menn við því að leggja allt sitt traust á „in situ“ fleyga í Hraundranganum. Grjót í Dranganum gengur mikið til í frosti og þýðu þannig að fleygar sem voru geirnegldir í fyrra geta verið hringlandi lausir að ári.

    Fóruði með Ísalp fleyginn upp?

    Allez!

    Skabbi

    #53060

    Flottur leiðarvísir. Vel gert.

    Kv. Ági

    #53061
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir svörin, var þó að vona að þau yrðu eitthvað fleiri. Ég mun bæta við viðvörunum um fleygana, góð ábending.

    En hvað með sambærilega leiðarvísa um hina topp tíu tindana? Og hver er til í að taka þátt í svoleiðis vinnu? Ég er til í að aðstoða ef þörf er á, við textagerð og uppsetningu… Hef því miður litla reynslu af þeim tindum og get því ekki unnið þetta allt sjálfur.

    #53062
    Jokull
    Meðlimur

    Gott framtak og vel útfært.
    Nokkrir punktar.
    Flestir eiga ekki 70m línur og það sem hefur reynst mér best bæði á eigin vegum og með kúnna er að klifra sjálfan dranginn í 2 spönnum og stoppa í millistansinum. Þegar þú síðan sígur niður að þá geturðu sigið alla leið frá milli stansinum yfir gilið góða á stíginn sem liggur uppað gilinu og labbað þaðan niður. Í þessari útfærslu er ekkert mál að nota 60m línur, það er skemmtilegra að klifra 2 styttri spannir en eina langa með tilheyrandi línutogi ef menn eru að setja inn tryggingar og þú sígur í tvígang eins og ef þú værir með 70m línur.
    Ég bætti við góðum fleyg í millistansinn í sumar þannig að hann er eins góður og hann getur orðið miðað við aðstæður……….

    Rétt að minna á að allar tryggingar sama hvort þær eru fixaðar eða innsettar af klifrara eru í besta falli tæpar eða lélegar…..

    Lang skemmtilegast er að klifra þessa ágætu malarhrúgu á veturna þegar allt er samanfrosið.

    Svo er nú önnur leið þarna sem kannski er vert að minnast á ??

    Ef þig vantar meiri uppls geturðu bjallað í mig 698 9870

    Annars mjög flott og spennandi að sjá næstu vísa..

    Jökull Bergmann
    UIAGM Fjallaleiðsögumaður

    #53063
    1908803629
    Participant

    Ekki amalegt að fá jákvæð viðbrögð frá Mr. Glacier Rockman. Góðar ábendingar, enda ekki við öðru að búast af reynsluboltanum.

    Takk fyrir þetta Jökull, þú mátt gera ráð fyrir símtali frá mér innan tíðar til að fá frekari upplýsingar. Er nefnilega að spá í að bæta við hinni leiðinni sem þú minnist á og hugsanlega bæta við umfjöllun um ísklifur þarna upp og veit að þú ert maðurinn með upplýsingarnar um það.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.