Hraundranga video

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hraundranga video

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47011
    Jokull
    Meðlimur

    Fyrir þá sem ekki hafa farið á Hraundranga og ætla sér ekki, að þá er hér 4.27min uppferð í boði. Fyrir hina sem nú þegar hafa kíkkt á Drangana að þá er þetta eflaust góð upprifjun á fínum degi. Þetta var skotið á hlaupum síðasta laugardag á pínu lítið point and shoot kvikindi, í gríðar góðu veðri. Klassísk leið á flottasta tind landsins.

    Annars er það að frétta af toppnum að þörf er á nýjum veigum, þar sem að glundrið í núverandi plastpela er orðið annsi gruggugt þótt ekki sé meira sagt og ólystugt. Líklega fellur það á mig að gera úrbætur á því máli sökum tíðra uppferða, en var ekki búið að græja einhvern áletraðan og fínan stál pela hérna um árið ????

    Skipti einnig út böndum og bætti við lás til að síga af í milli stansinum. Gult 7mm prussik, gott að vita fyrir þá sem hyggja á uppgöngu á næstunni að þetta er nýtt.

    JB

    Harundrangi klifinn 31 janúar 2010 – Video

    #55126
    0808794749
    Meðlimur

    Sweet vidjó!

    Á eftir að kíkja á Drangann í vetraraðstæðum.

    Varðandi jukkið og flöskuna…
    Maður að nafni Olli lofaði að redda nýjum tappa á hinn ægifagra og áletraða pela sem ég og formaður skildm eftir á toppinum fyrir að verða tveimur árum.
    Nú býst ég ekki við öðru en að Olli efni loforðið og skili pelanum á sinn stað þó langt sé liðið.

    #55144
    2808714359
    Meðlimur

    Ég hef nú sjaldan heyrt annað eins og að kalla þessar guðaveigar gruggugt sull. Ég hef nú bara aldrey smakkað annan eins eðaldrykk og þennann sem ég fann upp á Hraundranga í gær.

    Kannski spilaði það eitthvað inní að ég var búinn að hafa fyrir því að dröslast þarna upp og fannst ég sko hafa fyllilega unnið fyrir sopanum.

    kv
    Jón H

    #55146
    1108755689
    Meðlimur

    Mér sýnist þú líka njóta sopans af hjartans innlifun.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.