Helgargrobbið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgargrobbið

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45868
    Skabbi
    Participant

    Til að friða danska óeirðaseggi (og innlenda sófaklifrara) kemur smá útlistun á klifri gærdagsins.

    Ég undirritaður, Freysi, Björk og Dísa Ljósálfur runndum inn í Hvalfjörð í gærmorgun. Úlfarsfellið í myljandi aðstæðum, Grafarfossinn hugsanlega í lagi. Búhamrar litu ekki vel út en margar fínar snjólínur í Vesturbrúnum. Eilífsdalur virtist í fantagóðum aðstæðum, gott ef Þilið náði ekki bara saman.
    Brynjudalur var þunnir og morkinn, Múlafjallið að stórum hluta farið.

    Stígandi leit þó út fyrir að vera enn heill, við settum stefnuna þangað. Aðstæður reyndust vera einkar spennandi, mjúkur ís, kertaður, bólstraður og mikið að flottum regnhlífum. Óhemju skemmtilegt klifur, góður dagur á fjöllum.

    Að endingu förum við fram á að fá Jafnréttisverðlaun femínistafélagsins fyrir jafnt kynjahlutfall í teyminu.

    Einnig viljum að að nafni Stíganda sé breytt í Hópsleik. Mun skemmtilegra að geta sagst hafa farið með Dísu, Freysa og Björk í Hópsleik í gær. Tala nú ekki um þegar Teamið skellir sér í …

    Allez!

    Skabbi

    #50792
    2806763069
    Meðlimur

    Maður fær nú bara viðar af svona lýsingum!

    #50793
    Gummi St
    Participant

    hehehehehe… þetta er nottla bara snillld !!

    ég heyrði það að Grafarfossinn væri einnig kallaður Mígandi… er ekki hægt að senda einhverja þangað til að toppa þetta alltsaman…

    gaman að heyra samt að múlinn skuli vera enn í aðstæðum, takk fyrir uppl., mun örugglega kíkja eitthvað um helgina… vona að það verði eitthvað eftir

    Gummi St.

    #50794
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór í bongóblíðunni í gær, þriðjudag, í smá ískönnunarleiðangur í Mosfellsdalinn og á Kjalarnesið. Eftirfarandi bar hæst.

    1) Grafarfossinn er sæmilega búttaður 2/3 upp en efsti 1/3 er óðum að hverfa og sennilega þræðingur og/eða mix til að ná að toppa leiðina (allt í lagi að þræða líka eftir 2/3).
    2) Kókostréð og hin töffaraleiðin (næsta gili austan við Tréð) í giljunum ofan við Grafarfossinn eru ekki í standi. Tréð náði ca. hálfa leið, þ.e. niður á efri sylluna en hin leiðin var nokkuð nálægt því að sleikja slabbið fyrir neðan (vantaði nokkra metra giska ég á).
    3) Í Búahömrunum er eflaust hægt að brölta eitthvað í 55° en það er þó eitthvað rýrt miðað við það sem mig minnir að þetta sé í góðum aðstæðum. Sá annað hvort ekki almennilega inn í Tvíburagilið eða þá var ekkert þar (reyndi frá nokkrum sjónarhornum).
    4) Anabasis og fleiri alpa/ís leiðir í Vesturbrúnunum lúkkuðu fínt. Sá ekki betur en Anabasis væri hvít nánast allan þann ca. 1/2 sem ég sá af henni. Mér skilst að Robbi, Freysi og Skabbi ætli að smella sér í sólarklifur í henni í dag.
    5) Klettaklifurleiðirnar voru í góðum aðstæðum, t.d. hefði verið tilvalið að klifra í Stardal í þreföldum ullarvettlingum og kafarabúning og Rauða Turninn í Himalayagalla og í loðlúffum.

    Annað sá ég ekki markvert svo ég muni.

    #50795
    Skabbi
    Participant

    Já…

    Anabasis þolir vel að fá meiri ís, var svo að segja íslaus með öllu. Snjór þar sem bratti var ekki of mikill en bert grjót í höftunum. Áhugavert klifur svo ekki sé meira sagt, myndir síðar.

    Allez!

    Skabbi, Freysi og Robertino

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.