Sælir,
Ég er á leiðinni til Kyrgyzstan í tvo mánuði í sumar(júní til ágúst) til að vinna. Langar mér þá að nýta mér tækifærið og skreppa á einhvern tind, svona um 5000 metrana, og klettaklifra eitthvað.
Hefur einhver farið þarna út og/eða kannast við aðstæður þ.e. hvort mikið vesein er að ferðast þarna um.
Ég stefni ekki á hæstu tindana þar sem ég verð við vinnu þarna ytra. Ég verð þ.l. mikið í kringum innfædda enn gott væri ef einhver vissi um aðstæður þarna ytra áður enn maður fer út.