Heft aðgengi að Valshamri

Home Umræður Umræður Almennt Heft aðgengi að Valshamri

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46953
    2502614709
    Participant

    Við Viðar fórum í Valshamar í gær, frekar frek kona meinaði okkur aðgengi eftir normalleiðinni, en eins og glöggir klifrar hafa tekið eftir er verið að reisa sumarbústað á gönguslóðinni.
    Hvað segja lögfróðir menn erum við ekki komnir með hefðarrétt á þessu? Ég held það þurfi blíðlega sendinefnd til að fá botn í þetta mál, sem lætur nöldurtón ekki æsa sig upp!
    Annars hefur klúbburinn staðið undir nafni í sumar – m.a. alltaf ísklifurmyndir í 25 stiga hita. Mér finnst nýja stjórnin sem gerði nánast hallarbyltingu og hafði mikil áform ekki alveg vera að rokka. Það vantar eitthvert líf í vefinn og starfið.
    baráttukveðjur

    #51605
    1908803629
    Participant

    Já, ég rak mig einmitt á þetta á sunnudaginn. Voru einhverjir smiðir sem voru allt nema sáttir við það að við færum þarna í gegn… þó að þeir væru ennþá bara að vinna í sökklinum.

    Ég prófaði að ganga aðra leið þegar ég fór til baka, þ.e. fara fyrir ofan litla klettinn og það virkar ágætlega. Nema það þarf þá að skella upp nýjum tröppum aðeins ofar. En það er ljóst að við þurfum, eins og Ingvar bendir á, að blíðleg sendinefnd fari og ræði málin og reynt verði að komast að niðurstöðu og því fyrr því betra.

    Það er rétt að Ísalp hefur ekki verið nógu sýnileg í sumar og er ég, sem stjórnarmeðlimur Ísalp, alveg tilbúin að taka þá skuld á mig með hinum. En það er heilmikið að gerast bak við tjöldin. T.a.m. munu félagsskírteini vera send út á morgun, ársritið er í umbroti og kemur því væntanlega í lok mánaðar og unnið verður að nýrri og stórbættri heimasíðu í haust. Einnig ætlum við að hafa svokallaðan kynningarfund í haust til að vekja athygli á starfi félagsins o.m.fl.

    Félagsmenn bera líka hluta af ábyrgðinni þar sem það er ljóst að það skrifar nánast enginn í umræðusíðuna á sumrin þrátt fyrir heilmikið klifur og fjallabrölt. Það virðist sem ísklifurkapparnir séu duglegri við að láta heyra í sér en það breytist vonandi.

    Tek undir baráttukveðjurnar og hvet alla félaga að vera virkir félagar í starfi klúbbsins, þannig vex hann og dafnar.

    #51606

    Endirlega senda einhvern fyrir hönd klifrara í Valshamar og ræða málin. Var þarna um daginn og eins og staðan er í dag erum við að ganga í gegnum bústaðinn.

    #51607
    2005774349
    Meðlimur

    Ég er nokkuð sáttur við Ísalp þessa dagana og það góða fólk sem er í stjórn. Ársrit næstum í póstlúgunni og margir meðlimir að bauka við fjallamennsku hér og þar.
    Mér finnst að það eigi að henda ísklifurmyndunum í smá geymslu fram á haust og fá þess í stað myndir af stjórnar og nefndarlimum Ísalp léttklæddum í sumarblíðunni.

    Er ekki alveg sjálfsagt að gera lykkju á leið sína framhjá húsgrunninum á leið í Valshamar?

    Venga!
    HRG.

    #51608
    2502614709
    Participant

    Það var nú ekki boðið uppá miklar málamiðlanir hjá þessu fólki. Þau eru að byggja sumarhús og ætla ekki að samþykkja einhvern umgang. Bentu okkur á að fara fyrir neðan og meintu þá fyrir neðan hina bústaðina og yfir ána (á vaði). Best væri eins og Ágúst bendir á að fara þarna fyrir ofan.
    Þetta átti að vera létt krítík á stjórnina – einhverjir verða að draga vagninn, en ef hún kemur út ársriti er hún komin í sögubækurnar. Erótískar myndir af stjórnarmönnum er svo sem ágæt hugmynd hjá Hjalta – hver maður með sinn smekk.

    kk

    #51609

    Kíkti í Valshamar í morgun. Þegar ég kom sá ég einn sitja inní bíl en hann hreyfði sig ekki meðan við fikruðum okkur ofan við grunninn og svo niður með girðingunni og yfir gamla stigann. En þegar við komum til baka, þá var hann að vinna við bústaðinn. Sá strax á honum þegar við nálguðumst að hann var ekkert megasáttur en þó ekkert æstur. Við áttum ágætis spjall saman.

    Beisikklí, eins og fram hefur komið, þá eru þau ekki sátt við og munu ekki líða umgang um lóðina þeirra. Ég get skilið það að þau vilja ekki að klifrarar labbi yfir garðinn sinn, sem á örugglega eftir að vera afgirtur, með trjám og öllu tilheyrandi.

    Ég sagði honum sem er, að við klifrarar værum hið ágætasta fólk og kæmum fram af virðingu við bæði náttúru og menn. Hann hvað mjög mikla umferð hafa verið í sumar (ekki skrítið í blíðunni) og að konan sín væri að verða vitlaus á þessu. Ég benti einnig á að það væri eðlilegt að þar sem fólk hafi lengi farið þessa leið, þá tæki það eflaust smá tíma að venja það af því.

    Hann talaði einnig um þennan umrædda vegaslóða „sem er utan girðingar“ eins og hann sagði og því ættu sumarbústaðaeigendur ekki að geta verið ósáttir við að við færum hann. Að gamni mínu prófaði ég stíginn. Er á jeppa og komst hann því, en á fólksbíl, no way. Svo til að komast gangandi frá slóðanum og upp í klett, þá get ég ekki betur séð en að það þurfi að fara í gegnum sumarbústaðalóðir eftir sem áður.

    Kappinn á líka, eða leigir (?), lóðina fyrir ofan og vonast til að krakkarnir sínir muni byggja þar. Mér datt nefnilega í hug hvort ekki væri hægt að koma með þá hugmynd að gerður væri annar stígur og stigi, töluvert ofar og þannig væri farið fjarri hans lóð. Ef krakkarnir hans verða þar, þá gengur það líklega ekki.

    Svo var hann eitthvað að minnast á að fólk í nágrenninu heyrði í okkur og væri ekki að fíla það. Verð að segja að ef fólk er að setja fyrir sig óm af mannamáli í tuga metra fjarlægð frá bústað sínum (í þau fáu skipti sem mjög hljóðbært er úti) þá er er eitthvað mikið að og bara verið að grípa til hvaða ástæðna sem er til að amast út í klifrara.

    Bottom line. Réttast væri að skipa lítinn hóp nokkurra sem við treystum vel til verksins, til að ræða þetta formlega við landeiganda og sumarbústaðafólk og athuga hvort ekki sé hægt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Það er ljóst að ef verður á endanum reynt að koma í veg fyrir að almennir borgarar geti notið heilbrigðrar útiveru og stundað sport eins og klifur á þessu fína svæði þá er það eitthvað sem þarf að nefna við fólk á æðri stöðum og fá þar liðsinni.

    Ekkert fær mig til að trúa því að ekki sé hægt að sætta hér sjónarmið. Annað væri bara fáránlegt og hreint bjánalegt.

    En pælið í þessu með að senda okkar fólk í formlegar viðræður, gengur ekki að einhver ólga sé að grassera undir niðri sem svo brýst kannski út á þann hátt að við töpum á því til frambúðar.

    #51610
    Skabbi
    Participant

    Ágúst hefur talað við formann sumarhúsafélagsins í Eilífsdal. Því miður stendur til að hefta aðgengið að sumarbústaðalandinu enn frekar á næstunni, þannig að það lítur út fyrir að við hreinlega verðum að finna aðra leið að klettinum. Stjórnin ætlar að hitta hann og landeiganda (bóndan í Meðalfelli) í næstu viku.

    Er þessi slóð „utan girðinga“ það slæmur að það sé ekki hægt að gera hann fólksbílafæran? Og neyðumst við þá til að trampa yfir annara manna lóðir í staðin?

    Við munum að sjálfsögðu reyna til þrautar að finna lendingu á þessu máli sem allir geta sætt sig við. Við höfum fullan rétt á því að klifra í Valshamri, það er bara spurning um finna leið að klettinum í sátt við sumarbústaðaeigendur.

    Í framtíðinni er ljóst að við verðum að gera okkur grein fyrir því að aðgengi að klettinum er ekki sjálfgefið þannig að umgengi um klettinn og hegðun þar verður að vera góð.

    Allez!

    Skabbi – Byltingarvörður í Rokkhöllinni

    #51611

    Já þetta leysist, hef ekki trú á öðru. Það má vel gera stíginn fólksbílafærann. Væri örugglega nóg að fá tíu vaskar konur og menn í nokkra tíma til að týna frá mesta grjótið. Þá væri hæt að keyra nokkuð nálægt. Síðan þarf bara að finna leið í sveig norðan við ystu bústaðina. Bóndinn hefur sjálfur bent á þennan stíg svo þá hlýtur að vera í lagi að nota hann.

    Svo eins og Skabbi segir… algert grundvallaratriði að vel sé gengið um og ekki verið með óþarfa læti. Það er öllum fyrir bestu.

    Reddumessu.

    #51612
    2806763069
    Meðlimur

    Ef ég mann rétt er ekki hægt að hefta alðgengi almennings að náttúru landsins nema farið sé yfir ræktarland.

    Kannski réttast að virkja einhverja af þessum lögfræðingum sem eru á félagatalinu til þess að fara yfir þessi mál. Mikilvægt að kæfa svona í fæðingu, áður en úr verða illleysanlegar deilur.

    #51613
    0508693779
    Meðlimur

    Tek undir með Ívari.

    Eftir því sem ég best veit eru lögin okkar megin. Ekki er hægt að hefta aðgang að nátttúru landsins nema farið sé yfir ræktarland.
    Auðvitað viljum við leysa svona mál í sátt og samlyndi við alla. En við verðum að leysa þessi mál án þess að gefa upp rétt okkar. Annars verður úr þessu eitt allsherjar lotterí um hvar við megum ganga og hvar vð eigum von á því að mæta hótunum og leiðindum. Einn góðan veðurdag getum við svo ekki farið rassgat af því að einhverjir góðborgarar eru búnir að kaupa allt.
    Ég er sjálfur uppalinn í sveit og þar var aldrei litið hornauga á fólk sem vildi skoða sig um eða klifra. Þetta vandamál byrjaði þegar nýríkir Reykvíkingar byrjuðu að eigna sér lönd – spurningin er bara hvenær kaupa þeir Valshamar og girða hann af…. Það gæti gerst ef hagsmunasamtök (lesist: stjórn Ísalp) eru ekki á tánum og halda rétti okkar.

    Vandamálið er rétt að byrja núna – og lögfræðimenntaðir Ísalparar ættu að byrja að skoða það strax. Ef ekki þá verður þetta stærsta vandamál íslenskra útivistarunnenda eftir ca. 10 ár.

    #51614
    Skabbi
    Participant

    Stjórn Ísalp er ekki hagsmunasamtök sem berst fyrir réttindum allra útivistarmanna. Né hefur stjórnin á að skipa lögfræðiteymi sem við sigum á þá sem troða okkur um tær.

    „Denny Crane representing Ísalp, your honor!“ Neibb…

    Stjórn Ísalp er málsvari fólks sem fílar fjallamennsku. Félagsmenn Ísalp vilja halda áfram að klifra í Valshamri, stjórnin vill gjarnan koma málum svo fyrir að það sé hægt í sátt við nágranna klettsins.

    Málið snýst ekki um rétt okkar til að klifra í Valshamri, það snýst um að fá að nota vegi sem sumarbústaðfélagið í Eilífsdal á og að finna leið að klettinum sem ekki felur í sér að við þurfum að ganga í gegnum garðinn hjá fólki. Að ætla að skella e-i lögfræði framan í menn er síst til þess fallið að liðka um í samskiptum okkar við sumarbústaðaeigendur.

    Skabbi

    PS. Fyrst minnst var á félagatalið, þá er ekki og seint að ganga í klúbbinn og borga árgjaldið. Ha strákar…

    #51615
    2806763069
    Meðlimur

    Rólegur kallinn minn, gekk frá þessu um daginn til að lýsa ánægju minni með það að ársritið væri loks að koma út! Annars búinn að bíða ansi lengi eftir þessu skoti :)

    Hinsvegar spillir alveg örugglega ekki fyrir að benda mönnum á að klifrarar og aðrir landsmenn eiga rétt til notkunnar á landinu.

    Hvort sem eru girðinga-glaðir bændir eða Reykvíkingar með loðna lófa þá gera menn sér ekki alltaf grein fyrir að eignarréttur á landi kemur ekki 100% í veg fyrir notkunn almennings á landsins gæðum.

    Ég geri mér grein fyrir að Ísalp hefur eins og stendur ekki lögfræðideild. Ég er hinsvegar algerlega ósammála því að það falli ekki í verkahring stjórnar að koma að aðgengismálum.
    Sýnist oft að þetta sé eitt af stærstu verkefnum sambærilegra félagasamtaka erlendis (þar sem eignarréttur á landi er reyndar oftast mun meira afgerandi en hér og vandamálin því stærri).

    Það kæmi mér á óvart ef þyrfti að ganga lengi á eftir okkar ágætu lögfræði menntuðu félögum til að fá eins og hálfa blaðsíðu með tilvitninun í umrædd lög og fallegri undirskrift.

    Þetta mál er ekkert nýtt og ég hef áður lýst þeirri skoðun að taka eigi þetta föstum tökum og að það sé hlutverk stjórnar Ísalp. Ef menn hefðu klárað þetta þegar þetta byrjaði væri kannski ekki fullkomlega búið að umkringja svæðið með sumarbústöðum og/eða það kæmi hinum nýju landeigendum ekki á óvart að þeir væru stöku sinnum nágrannar nokkura klifrara.

    Það er hinsvegar rétt að best er að reyna að ná sáttum í bróðerni sé það hægt! Sé það ekki hægt þá verða einfaldlega lög landsisn að ráð!

    #51616
    1908803629
    Participant

    Ég og Viðar munum að öllum líkindum hitta formann sumarbústaðarsvæðisins og líklega landeigandann á morgun til að kíkja á aðstæður og ræða lausnir.

    Markmið þessara fundar er að finna endanlega lausn sem tryggir óheftan aðgang klifrara að klettinum og að fullkomin sátt sé um þá lausn af báðum aðilum. Nú hef ég ekki skoðað „nýju akstursleiðina“ en ef hún lítur vel út þá grunar mig að það sé hin endanlega lausn sem við erum að leita að þar sem hún fer, að mér skilst, í kringum sumarbústaðarsvæðið og því minni hætta á árekstrum í ókominni framtíð.

    Ég vona bara að útivistarmenn fari ekki að setja það fyrir sig að þurfa að labba aðeins lengri vegalengd til að komast að klettinum… eða hvað?

    #51617
    Anonymous
    Inactive

    Ég held að besta lendingin í málinu sé að við Ísalp félagar taki okkur saman um að gera nýju leiðina vel færa öllum bílum og gönguna upp að klettinum vel stikaða. Ég held út frá öllum eingnarréttarákvæðum þá þurfum við Ísalp félagar að vera þarna í sátt við sumarbústaðareigendur. Við þurfum að semja við þessa menn og gera þeim það ljóst að við ÆTLUM

    #51618
    Anonymous
    Inactive

    sorry smá tæknileg mistök…..

    að við ÆTLUM að nota þessa aðstöðu. Við félagar þurfum einnig að taka okkur saman um að tryggja það að umgengni okkar um svæðið sé til fyrirmyndar og það sé ekki óþarfa hávaði langt fram á nótt. Það þarf ekki nema eitt slíkt tilfelli til að fá alla sumarbústaðareigendur á móti okkur. Þetta er ekkert spurning um að lúffa fyrir þessum mönnum heldur að gera þetta í sátt og samlindi þannig að allir geti verið ánægðir. Það þýðir að sumarbústaðaeigendur þurfa að umbera okkur þarna og við þurfum að umbera sumar af þeim kröfum sem þeir gera.
    Kveðja Olli

    #51619
    2806763069
    Meðlimur

    Viðar notar handska númer XXL og Ágúst á ekki minna en 3 svarta spámenn (sem eru nú alvöru sleggjur) svo líklega er ekki ástæða til að hafa meiri áhyggjur af þessu!

    Ég labba ekki!
    Konur labba!
    Lúft exi!

    Veit annars ekki hvað ég er að Ibba gogg, hef ekki komið í Valshamar svo árum skiptir!

    kv.
    Sófacore

    #51620
    1908803629
    Participant

    Jæja… nú þarf túlk á svæðið…

    „Þrjá svarta spámenn sem eru engar smá sleggjur“. Ég hélt ég hefði allt helsta lingóið í klifurheiminum á hreinu en svo kemur eitthvað svona…

    úff

    #51621
    2806763069
    Meðlimur

    Blast from the past þar sem undirritaður stillir sér upp með tveimur góðum kunningjum sem einnig eru áhrifa ríkir spámenn!

    http://www.oraefi.is/mountaineering/austurveggurinn7.htm

    Ekki laust við að maður sakni þeirra félaga stundum, en maður kemur í manns stað!

    Skemmtilegt hvernig kjaftaglöðum ísklifrara tekst að afvegaleiða umræðu um sprotkifursvæði! Ekki satt?

    #51622

    Ég er víst eigandi gömlu axanna hans Ívars sem hann saknar svo sárt. Þessar græjur virka jafnt í vegagerð sem ísklifur.
    Slík er harkan.

    kv. Ági
    Tilbúinn í vegavinnu í Eilífsdal

    #51623
    2502614709
    Participant

    Takk fyrir skjót og þroskuð viðbrögð. Ég held að þetta sé hið besta mál, svo mætti stika ef ekki er greinilegur slóði upp að hamri. Mér finnst umgengnin yfirleitt vera til fyrirmyndar en við verðum bara að muna hversu hljóðbært er þarna og taka tillit, þá getum við klifrað þarna næstu 1000 árin.

    #51624
    Smári
    Participant

    ætlunin er að stika leiðina við tækifæri… Ég vona samt fyrir komandi kynslóðir klifrara að þú verðir ekki enn að klifra eftir 1000 ár Ingvar ;)

    kv. Smári

    #51625
    Sissi
    Moderator

    Ef þú ert með vegavinnutól væri nú ekki úr vegi að grafa aðeins út af helvítinu, það hlýtur að vera jafn mikill hamar þarna undir drullunni.

    Hei og Íbbi, ég var nú bara hálf feginn að hafa ekki kunnað að segja nei eftirá að hyggja.

    Siz

    #51626
    2806763069
    Meðlimur

    Já Sissi, ég efa ekki að þið hafið skemmt ykkur þarna fyrir austan. Ég veit líka alveg afhverju þið eruð í þessu yfir höfuð, og það er ekki af neinni sérstakri góðmennsku!
    Enda er fátt verra og leiðinlegra en björgunarsveitafólk með köllun!

23 umræða - 1 til 23 (af 23)
  • You must be logged in to reply to this topic.