Sæl öll
Nú er Gufunesturninn alveg við það að detta í aðstæður, svo að von bráðar verður hægt að spæna þarna upp á kvöldin.
Okkur vantar samt smá aðstoð frá félagsmönnum til að koma honum í aðstæður enn hraðar. Ef einhver á gamlar línur heima sem eru ekki í notkun lengur, þá vantar okkur að setja eitthvað á milli vírnetsins og veggjarins til að safna vatninu enn betur og festu við vegginn. Svo endilega ef þið lumið á slíku, hafið samband.
Eins og er þá er ísinn nánast bara í netinu og því ekki ráðlegt að klifra strax. Þegar nógu mikill ís safnast þá verður lykillinn í afgreiðslunni í Klifurhúsinu.