Gufunes turninn er í endurlífgun

Home Umræður Umræður Almennt Gufunes turninn er í endurlífgun

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44884
    1811843029
    Meðlimur

    Ágætu félagar!

    Nú eru áreiðanlega eitthverjir farnir að hugsa um að komast í ísklifur æfingar í turninum í Gufunesi. Eins og flestir vita hefur oft gleymst að skrúfa frá vatninu þegar það er frost,það hefur frosið í lögninni, vatnið runnið þegar það er ekki frost og eyðilegt ísinn og svo framvegis. Stundum hefur náðst upp góður ís en því miður ekki nógu oft.

    Þetta stendur allt til bóta. Ég er búinn að taka í burtu kranann sem var á lögninni, og er að græja á þetta sjálfvirka loka með hita stýringu. Það virkar einfaldlega þannig að þegar það er frost fer vatnið að renna en þegar það er ekki frost rennur ekki vatn. Það er líka á þessu sjálfvirk tæming, þannig að þegar ekki er rennsli á vatninu tæmist lögnin og þar af leiðandi frýs ekki í henni. Í leiðinni laga ég rörið sem dreifir vatninu á grindina.

    Þetta ætti að þýða að ís byggist upp oftar og betur, auk þess að ísinn verður ekki í sturtu þegar það er þíða. Þegar þetta er tilbúið verður rofi á apparatinu, það eina sem klifrarar þurfa að gera er að ýta á rofann, þá hættir rennslið í 2 klst svo fólk þurfi ekki að klifra í sturtu. Eftir 2klst fer vatnið svo sjálfkrafa af stað aftur, svo lengi sem hitastigið úti er fyrir neðan frostmark.

    Bottomlænið er að turninn er að fá endurnýjun lífdaga, það tekur smá tíma að græja þetta þannig að örvæntið ekki. Turninn verður kominn í lag, better than ever, innan skamms.

    F.h stjórnarinnar,
    Atli Páls.

    #58160
    3103833689
    Meðlimur

    Hvað er að frétta af þessum frábæru framkvæmdum? :)

    #58161
    1811843029
    Meðlimur

    Hæhæ

    Það er að frétta að framkvæmdinni er því sem næst lokið.

    Þetta er allt saman farið að virka, en við höfum verið að bíða eftir almennilegu frosti til að klára að stilla apparatið áður en við opnum aðstöðuna.

    Erum á tánum og látum vita um leið og allt er klárt!

    Kveðja,

    Atli Páls.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.