Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Grafarfoss
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
24. nóvember, 2006 at 16:57 #461242502614709Participant
Við Gísli brugðum okkur í Grafarfoss í morgun, allgjör snilld náttúrulega. Prímaaðstæður hann var opinn á kafla en það kom ekki að sök enda við vel gallaðir. Tókum hann í 2 spönnum (undir stóra steininum) ég saumaði dálítið og skrúfurnar voru búnar þar!
Hann er í góðum aðstæðum – auðveldari en þegar ég fór hann síðast fyrir tveim árum. Gísli er með myndir sem birtast vonandi bráðum. Er þetta ekki -4 gráða eða hvað? Reyniði nú að fara að klifra druslurnar ykkar svona vetur eru orðnir alltof sjaldgæfir.24. nóvember, 2006 at 19:42 #50764Gummi StParticipantHvar kemur maður að Grafarfossi? og hvernig er færðin þangað? hvernig bíl þarf maður til að komast þangað..
kv. Gummi St.
24. nóvember, 2006 at 20:32 #507652911596219MeðlimurGummi minn …
… maður þarf ekkert nema góðan vilja og markvissa stefnu í norður!
Grínlaust, þá er þetta afleggjari sem þú tekur til vinstri við fornbílaklúbbin á hæðinni þarna fyrir utan Mosfellsbæ sem er leiðin. Þú heldur svo bara áfram þann vegspotta alveg að húsinu sem er uppundir fossinum, ca. 10 mín keyrsla þangað frá afleggjaranum.
… og drífa sig svo
Hvernær ertu að spá í að fara? Mig dauðlangar aftur í þessar aðstæður – eru alveg meiriháttar …
kv. GHH
24. nóvember, 2006 at 20:39 #50766Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantHefur einhver séð inní Hvalfjörð í vikunni? Ætli múlafjall hafi sloppið við þessa léttu hláku? Stefni á klifur á sunnudag.
ági
24. nóvember, 2006 at 21:24 #507672502614709ParticipantÞetta er örugglega allt í aðstæðum ennþá… Oríon og félagar…
Fyrirgefðu að ég skyldi kalla þig druslu.25. nóvember, 2006 at 15:06 #50768Gummi StParticipantvið förum á morgun eitthvað… múli, flugugil, eða grafarfoss..?? kemur bara í ljós láttu heyra í þér ef þú vilt kíkja
28. nóvember, 2006 at 13:39 #507691704704009MeðlimurIngvar eyðslukló. Varstu þrotinn að skrúfum þegar í stansinn kom? Hvaða ráðstafanir gerðirðu? Notaðirðu lykkjuna?
Maður hefur áhyggjur af þessu unga fólki nú til dags.
28. nóvember, 2006 at 15:30 #507702502614709Participant‘Atti 2 ‘i stansinn – h’ekk bara ‘i annarri sem var ‘i s’olinni. Otrulegt hvad bradnar fra tessu turfti tvisvar ad herda nokkra hringi, russi og exi sem bakkup. endilega deila ferdasogum og myndum, tad eru margir s’ofaklifrar ‘a sveimi… Er frost ‘a Fr’oni?
28. nóvember, 2006 at 15:47 #507712401754289MeðlimurÞað var frost á Fróni…rigning núna. Kannski betra að vera með þér, Ingvar, að éta „special Brownies“ í Hollandi!!!
Annars fór ég ásamt öðrum í Ýring á laugardaginn og bara fínn ís og svo í léttari leið á sunnudeginum utar í Hvalfirðinum…veit ekkert hvað þessi leið heitir. Kannski þeir tveir sem voru neðst í leiðinni þegar við komum niður viti hvað hún heitir???Fullt af ís og vonandi kemur frostið aftur fyrir helgi…hvað segir belgingur um það?
Freon28. nóvember, 2006 at 18:46 #507722911596219MeðlimurJá … það hlýtur að vera gaman í útlandinu Ingvar.
Nei það er ekki frost á fróni – allt farið!… en það spáir vel yfir helgina, og við verðum bara að treysta því að það komi, það er að segja frostið okkar kæra –
Hvernær kemur kappinn aftur heim á frón?
kv. GHH
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.