Framhald af þræðinum Ópið…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Framhald af þræðinum Ópið…

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46838
    Robbi
    Participant

    Sko. Það vita það allir að Íslendingar er með mikilmennskubrjálæði hvort sem það snýr að peningum eða klifri. Þetta er eins í bæði ís og klettaklifri. Íslenska klettaklifurgráðukerfið er ekki þa’ð bandaríska…heldur eru það íslenskar gráður. Þetta þekkja menn sem skitið hafa upp á bak í 5.8 á hnappavöllum og klifrað svo 5.10 með bundið fyrir augun útá Spáni. Það er bara þannig að það er og seint að breyta þessu og alveg út úr korti að ætla að gráða einhverjar leiðir núna í samræmi við eitthvað sem er á spáni.

    Sama finnst mér gilda í ísnum. Það skiptir miklu meira máli að það sé samræmi í gráðum á milli leiða frekar en að hringla eitthvað með þetta. Gráðukerfið hér heima er eiginlega með íslenskar gráður og það er mjög villandi að það fari að muna kanski heilli gráðu á milli leiða bara af því að menn vilja vera eins og í útlöndum…eða hvað. Þetta eru bara afleiðingar þess að við erum einangruð eyja útí rassgati og enginn kemur hingað til að klifra og segja okkur hvernig á að gera þetta.

    Hvað finnst ykkur ?
    Robbi

    Robbi

    Asnalegur korkur, það sem er nýjast kemur ekki efst. Orð síðustu ræðumanna voru:



    svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið 13. mar. 2009 09:30
    Skarphéðinn Halldórsson skrifar :: ísklifur

    Þetta er athyglisvert, ég hef lengi brotið heilann um það hvar þessi svokallaði „Tvífari“ væri niður kominn. Nú veit ég að það sem ég hélt að væri Einfarinn er í raun og veru Tvífarinn, magnað!

    Jólaklifur Ísalp 2007 hefur þá verið í tvær útgáfur af Tvífaranum, enda skiptist þessi efsta ísspönn í tvö algerlega aðskilin þil þann daginn. Þau voru svosem engar 3. gráður heldur. Reyndar hefði heitið „Eplatréð“ verið nær lagi þennan hrollkalda desemberdag, enda dingluðu menn af hverri grein eins og ofþroskaðir ávextir.

    Merkilegt þykir mér líka að Ívar telur Þilið vangráðað. Ég stóð í þeirri meiningu að Þilið væri benchmark fimma, sem allar aðrar fimmur á Íslandi ættu að miðast við.

    Skalinn í hausnum á mér var orðinn e-nvegin svona:

    Skítlétt: 3. gráða
    Strembið: 4. gráða
    Drullustíft eins og Þilið: 5. gráða
    Erfiðara en Þilið: líka 5. gráða

    Ekki furða að maður skíti í brækurnar þegar maður heyrir minnst á 5+, hvað þá 6!

    Allez!

    Ska



    svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið 13. mar. 2009 09:48
    Haraldur Guðmundsson skrifar :: ísklifur
    Var ekki Orion talinn benchmark fimman?

    svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið 13. mar. 2009 10:15
    Þorvaldur V. Þórsson skrifar :: ísklifur
    Menn eru alltaf að rugla Tvífaranum við Einfarann. Hugsaðu þér að þú sért að fara Einfarann og þú er kominn upp fyrir sylluna þar sem Tjaldsúlurnar enda. Þá blasir við lóðrétt bergstálið á hægri hönd þegar þú lítur upp Einfarann. Tvífarinn er sem sagt farið upp bergstálið hægra megin í gilinu þar sem Einfarinn er. Um leið og þið komið þarna þá er þetta augljóst. Tvífarinn sést ekki á umræddri mynd því það sést ekki almennilega bergstálið hægra megin í gilinu þar sem Einfarinn er. Tvífarinn endar uppi á brún talsvert hægra megin við Einfarann(nær þeim stað þar sem Tjaldið endar.
    Ég hef alltaf talið Þilið vera 5+ þó svo að það sé stundum í 5 aðstæðum eins og mér sýnist það vera nákvæmlega núna. Þegar klifrarar koma frá Evrópu og Bandaríkjunum hingað til lands þá komumst við að því að við höfum svona frekar verið að gráða leiðirnar niður frekar en upp. Nú veit ég að Robbi og co eru orðnir það góðir að þeir hafa frekar tendensa til að gráða varlega frekar en hitt. Það er rétt Orion var talinn vera týpísk 5. gráða en hann er talsvert auðveldari en Þilið.

    #53956
    Skabbi
    Participant

    Olli og Ívar eru klárlega ekki að tala um sömu leiðina sem Tvífarann. Directinn sem Ívar talar um er vinstra megin við hið eiginlega lokahaft á Einfaranum, rökrétt framhald af fyrstu spönninni í staðin fyrir að troðast upp kverkina. Á meðan talar Olli um e-ð bergstál hægra megin við Einfarann sem endar nálægt Tjaldinu. Sem ég efast um að nokkur hafi áhuga á að endurtaka…

    Svo hvort er það, 4. gráðu direct á Einfaranum eða gráðulaust grjótskak hægra megin við hann?

    Skabbi

    #53957
    Anonymous
    Inactive

    Þetta er ekki grjótskak heldur kemur ís þarna niður. Ef þið færuð Einfarann í dag þá munduð þið sjá þetta. Leiðin kemur ekki vel í ljós fyrr en maður kemur aðeins upp fyrir sylluna þar sem Tjaldsúlurnar enda. Á myndum sem voru af þér Skabbi(held ég) og fleirum að fara Einfarann fyrir nokkrum árum kom þessi leið mjög vel í ljós. Þetta er svona c.a. gráða 4 eða 4+ fer eftir aðstæðum hverju sinni.

    #53958
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég legg til nafnið „Þrífarinn“ eða „Beinfarinn“ á „direktinum“ af Einfaranum (vinstra afbrigðið) og það verði gráðað WI4+/5- eða svo eins og mér heyrist þetta vera á þeim sem þarna hafa riðið um héruð.

    Sammála Robba með þessar gráður annars.

    Þilið er örugglega sjaldnast í einhverjum meira en WI5 aðstæðum.
    Hef farið þarna tvo síðustu vetur og það hefur alls ekki verið eitthvað „erfitt WI5“, meira svona „spooky WI5“ vegna furðuleika íssins og snjóbrekkunnar í lokin. Leiðin var klárlega ekki í neinum WI5+ aðstæðum núna um helgina heldur – allt spikfeitt.
    Benchmark WI5 myndi ég segja en auðvitað eru leiðir hérlendis alltaf mismunandi eftir ísafari og snjóalögum.

    #53959
    2806763069
    Meðlimur

    Þið eruð bara klikkaðir!!!!

    Scheisse in meinen Lederhosen!

    #53960
    Skabbi
    Participant

    Ég legg til nafnið „Q-Barinn“, eftir Ívari í leðurbuxunum.

    Skabbi

    #53961
    Anonymous
    Inactive

    Vinstra afbrigðið af Einfaranum fer tæpleg nema í 4+ því einfarinn sjálfur er vara gráða 4.

    #53962
    AB
    Participant

    Margir þeir sem klifra nýjar leiðir á Íslandi í dag gráða þær eftir WI-kerfinu, ekki P-kerfinu. Hins vegar eru flestar „benchmark“ leiðirnar gráðaðar eftir P-kerfinu. Þetta orsakar misræmi.

    Ívar er í raun sá sem byrjaði að nota hið eiginlega WI-kerfi og allir gömlu kallarnir urðu voða skeptískir þegar hann klifraði 40 metra leið sem samanstóð af tveimur fríhangandi kertum og veseni og kallaði hana WI6 (leiðin Sexí).

    Margir yngri klifrarar hafa tekið þetta til fyrirmyndar.

    Pæling:

    1. Flestir sem nálgast gráðun út frá WI-kerfinu myndu samþykkja að efsta haftið í Ýringi í Brynjudal sé solid WI5. Yfirleitt mjög nærri lóðréttu (neðri hlutinn yfirhangandi í vissum aðstæðum), nærri 30 metrar af samfelldu klifri og takmarkaða hvíld að fá.

    2. Þessi leið er P4+ í P-kerfinu. Ég veit það því mér var tjáð skilmerkilega af reyndum köppum að þetta næði nú ekki 5 gráðu, rétt eftir að ég komst upp á brún, pumpaður í drasl, 19 ára gamall og holdvotur á bak við eyrun:)


    Þegar ég fer og klifra leið X og mér finnst hún vera svipuð og Ýringur þá segi ég WI5 af því ég er vanur að hugsa þetta þannig. Þegar Palli endurtekur leið X og finnst hún líkjast Ýringi þá segir hann 4+.

    Niðurstaða:

    Ívar fokkaði þessu öllu upp!

    En spauglaust:

    Það er nákvæmlega ekkert sem við getum gert. Það er ekki hægt að stjórna því hvort fólk metur ísleiðir útfrá WI eða P. Vaninn er sterkur. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir þetta ekki öllu máli. Reynum að halda eins miklu samræmi og við getum þótt það verði aldrei fullkomið.

    Það er líka mikilvægt að þeir sem eru leiðandi í sportinu hverju sinni láti ekki misskilda hógværð stjórna gráðun á leiðum. Það er ekkert hættulegt við töluna WI6. Þetta er bara tala á blaði. Ég ætla til dæmis að leyfa mér að segja að WI5+ leiðin þeirra RobboSigg fyrir westan yrði kölluð WI6 af nánast öllum klifrurum sem voru svo óheppnir að fæðast ekki á Íslandi.

    Að lokum:

    Ég held að Þilið sé alls ekki góð sem benchmark WI5 vegna þess að hún myndast í alls kyns aðstæðum. Ég heyrði einhvern segja að eitt sinn hafi efsta spönnin verið furðulega létt, sennilega bara WI4. Í eina skiptið sem ég hef klifið þessa leið þá var efsta spönnin að lágmarki WI5+ (upp frístandandi kerti yfir á fríhangandi kerti og eitt minna ísþak í viðbót).

    Kveðja,

    AB

    #53963
    Sissi
    Moderator

    Olli þú gætir verið að hugsa um myndirnar af mér, Tryggva og Halla þegar það var haldið eitthvað mini-festival Ísalp í Eilífsdal fyrir nokkrum árum. Mig minnir að þú hafir verið memm þá og við höfum eitthvað verið að spjalla um Tvífarann.

    Þá var þessi lína sjáanleg þegar maður kom upp í gilið (kallar maður þetta gil? Rennu?) en vænti þess að hún hafi verið eitthvað feitari þegar þið fóruð þetta. Og síðan endaði þetta náttúrulega hjá okkur í þessari klassísku hressness lóðréttu hengju.

    Þetta er sjálfsagt Tvífarinn: http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=158068

    Sissi

    #53964
    Sissi
    Moderator

    Heyrðu var að skoða þetta hressness betur og það er smá vidjó þarna í endann hvar glittir sjálfsagt í Tvífarann: http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=158165

    Siz

    #53965
    Anonymous
    Inactive

    Sissi: Hárrétt hjá þér.
    Olli

    #53966
    Siggi Tommi
    Participant

    Rétt er að geta þess að erfiðasta leiðin sem við fórum fyrir vestan fékk nafnið Vatnsberinn (í Svarhömrum ofan við sjóinn) og var gott samþykki um WI6 gráðuna eftir smá vangaveltur meðal leiðangursmanna.
    Settum WI5+ á aðra leiðina í Hvestudal og stöndum við hana. Gæti verið WI5 í feitari ís þegar daggerinn nær niður á sylluna og efsta stóra haftið minna kertað.

    Tel okkur því ekki vera að sandbagga okkar leiðir neitt markvisst.

    #53967
    0311783479
    Meðlimur

    Adalmalid er ad vera samkvaemir i gradun, ef menn nota WI tha verdur leidin ad falla inn i tha skilgreiningu sem thad kerfi notar og er aettad ur vesturheimi. Hins vegar ef menn aetla ad bastarda graduna tha er thad ok, en bara ad muna ad skella ekki WI fyrir framan.

    Annars finnst mer P-kerfid ekki slaemt, thvi leidirnar i nagrenni Rvk eru nu flest allar gradadar skv. thvi kann eg agaetlega vid ad nota thad. Aftur a moti myndi eg liklega grada nyjar leidir sem eg klifra a nyjum svaedum t.d. Berufirdi thar sem vid vorum um daginn skv. WI fremur en P.

    Thad er magnad hvad thad er alltaf haegt ad detta i djupar paelingar vardandi gradur.

    kv.
    H

    ps. Bresku trad klettagradurnar eru nu thaer allra bestu og bjoda upp a 5000 umraedu thraedi til ad velkjast i vafa um hvad a ad nota ;o)

    #53968
    0309673729
    Participant

    Nýjar ísklifurleiðir eru í auknum mæli farnar á slóðum sem klifrararnir sem fara leiðirnar þekkja lítið til. Þeir vita því ekki hvort aðstæðurnar eru dæmigerðar eða ekki, sem aftur eykur vandann þegar kemur að gráðun leiðanna.

    Það mætti hugsa sér kerfi keimlíkt því sem notað er í Klifurhúsinu. Þeir sem fyrstir fara leiðir stinga upp á gráðu. Þeir sem síðar fara leiðirnar staðfesta gráðuna, hækka hana eða lækka. Eftir ákveðinn tíma og fjölda endurtekninga er gráðunni „lokað“.

    Skráningarkerfi á klifurleiðum á nýjum Ísalp-vef sem ku vera von á hvað úr hverju, gæti sem best stutt slíkt fyrirkomulag.

    kveðja
    Helgi Borg

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.