Flennifæri og snjóflóðahætta

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Flennifæri og snjóflóðahætta

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46176
    0801667969
    Meðlimur

    Skíðamenn þurfa nú varla að væla þessa dagana. Undanfarna viku og rúmlega það hefur verið eitt besta skíðafæri utanbrauta í Bláfjöllum sem af er vetri. Mjöllin upp í hné en talsverð snjóflóðahætta.
    Sömu sögu er að segja af merklilegum fjöllum eins og Heklu og víðar. Mikil ákoma, gott færi og snjóflóðahætta. Ef tíðarfar verður með „eðlilegu móti“, en eins og allir vita þá er ekkert eðlilegt, þá verður vel hægt að skíða langt inn í sumarið á lægstu hjöllum. Mæli t.d. með Þórmerkusvæðinu í júní.
    Í guðanna bænum ekki leggja skíðin á hilluna þó menn séu farnir að flatmaga og sötra bjór í blíðunni á Austurvelli um hádegi.

    Kv. Árni Alf.

    #50486
    2806763069
    Meðlimur

    Takk fyrir að láta okkur vita núna.

    #50487
    0801667969
    Meðlimur

    Ekkert að þakka Ívar.

    Árni Alf.

    #50488
    2806763069
    Meðlimur

    Ekki illa meint Árni, hefði hvort eð er ekki komist á skíði.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.