Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Fjallaskíðun á Akureyri/Norðurlandi
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
2. desember, 2008 at 15:33 #471031908803629Participant
Það er búið að kyngja ágætlega niður hér á Akureyri og líklega einhvers staðar komnar góðar aðstæður fyrir fjallaskíðun… eða hvað?
Ég er nýgræðingur í fjallaskíðunarsportinu og dauðlangar að fara í eitthvað mission áður en ég yfirgef Akureyri og flyt aftur til borgarinnar, en ég fer eftir 3 vikur. Ég hef í raun ekki hugmynd um hvar er best að fara og leita því hér eftir ábendingum um hvaða fjöll/svæði eru vinsælust.
Eins ef einhver er að fara að skíða á einhverju fjallinu á Norðurlandi næstu eða þarnæstu helgi og væri til í að bæta í hópinn þá myndi ég gjarnan vilja fá að fljóta með. Ég er ágætis skíðamaður og í fínu formi þannig að það ætti ekki að vera of mikill nýliðafnykur af mér.
Ágúst Kr.
agusts (hjá) internet.is
824-58462. desember, 2008 at 16:12 #53288Stefán ÖrnParticipantSæll,
Svarfaðadalur/Skíðadalur er sannkallað gósenland. Þar má nefna fjöll eins og Hestur, Rimar og Sýlingahnjúkur. Vífilsfjall innst/fremst í Svarfaðadal er stórskemmtilegt fjall. Helga Björt og Jökull Bergmann kunna vafalaust frá fleiri fjöllum að segja.
Svo er náttúrulega fullt hægt að gera í Hjaltadalnum. Hvammsfjall (?) er eitt slíkt. Gæti verið að ég fari með rangt nafn en mynd hér: http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=41484
Reyndar er barasta hægt að leika sér nánast hvar sem er þarna á Tröllaskaganum.
Hils,
Steppo2. desember, 2008 at 19:38 #532892411784719MeðlimurSæll,
komdu í Ólafsfjörð og farðu upp Skeggjabrekkudal fyrir ofan kaupstaðinn og yfir í Héðinsfjörð framm og til bara á 3 tímum
svo er Lágheiðin líka klassísk, uppá Kláfabrekkna dal, þar sem er hellingur af fjöllum að klambrast upp. Svo er toppurinn að fara frá skýlinu á lágheiði og labba á hreppsendasúlur. í góðu veðri er útsýnið þar SVAKALEGT2. desember, 2008 at 20:36 #532900902703629MeðlimurJamm…af nógu að taka hér á Norðurlandi…snævi þaktir tindarnir hreinlega kalla á mann…
Annars jú, jú nokkuð hart um daginn en mun mýkra þessa dagana. Hryggir annars tignarlegra fjalla standa enn upp úr og grjót og þúfur á stöku stað…en alltaf hægt að finna sér lænur til að skíða, – bara spurning um hversu mikið þú elskar skíðin þín!
Mæli með tveggja ára ferðalagi um Tröllaskaga…
…en fyrir utan það sem nefnt hefur verið hér að ofan þá er alltaf hægt að taka lyftu upp á skíðasvæðinu í Hlíðararfjalli, labba upp á Brúnina og skinna yfir Vindheimajökul upp á Strýtu eða Kistu og skíða niður. Auk þess er hægt að hafa ferðina styttri og skella sér upp á Bungu eða Blátind og skíða niður Hlíðarfjallsskálina.
Þá er ekki amalegt að skella sér niður snævi þaktar hlíðar Kerlingar, en mundi samt heldur mæla með því þegar sól fer að hækka á lofti, ferðalagið tekur töluverðan tíma.
Auk þess er bæjarfjallið Súlur auðveld bráð en í áttunum sem ríkt hafa undanfarið sýnist mér undirlagið fremur þunnt. En ég mæli sérstaklega með að fara niður austurhlíðina og enda í „skóg“-lendinu fyrir ofan Kristnes, þá fær maður það á tilfinninguna að maður sé í útlöndum
Að síðustu mæli ég með svæðinu í kringum Siglufjörð sem er stórkostlegt svæði. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæðið fyrir einhverju síðan og þar er sérstaklega skemmtilegt að renna sér utanbrautar og afmeyja óspjallaðar hlíðar.
Sving,
Kristín3. desember, 2008 at 00:35 #53291KarlParticipantEr þetta ekki bara eins og með feitu konuna….
„Just find a fold and f**k it“…3. desember, 2008 at 14:34 #532921908803629ParticipantTakk fyrir góð svör, greinilega úr nógu að velja…
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.