Fetlalausir fetlar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fetlalausir fetlar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47512
    Stefán Örn
    Participant

    Hefur e-r reynslu af fetlalausum fetlum eins og t.d. Grivel og Black Diamond með?

    Er vit í þessu?

    http://www.backcountry.com/grivel-spring-leash
    http://www.backcountry.com/black-diamond-spinner-leash

    kv,
    Steppo

    #55897
    0311783479
    Meðlimur

    Sæll Stefank minn

    Ég gamla útgáfu af Grivel naflastrengjunum (e. umbilicals) sem eru svona „Y“ hönnun, hef bara einu sinni notað þá (það var innanhúss). Reynslan var svona allt í lagi en það er samt smá viðnám í þegar maður teygir upp fyrir sig og heggur. Niðurstaðan hjá mér var að þetta væri sniðugt í stórum fjallaleiðum þar sem maður væri með allt niður sig ef eitt tól týndist, annars ekki.

    Á hugsanlegan löst naflastrengs kom ég auga á sl. vetur þegar brotnaði undan mér (ATH: sannast hið forn kveðna að ég er ekki léttur á mér) sem sporgöngumaður og féll, ein öxi var í greip mér en hin varð eftir í ísnum fyrir ofan vel innrekin, hvað hefði orðið um þá öxi ef naflastrengur hefði verið tengdur í hana er mér ráðgáta. Hugsanlega hefði naflastrengurinn gripið inn á svipuðum tíma og lína, en ef á undan hefði þá öxin hrökkið út úr ísnum og stefnt hraðbyr á höfuð mér?

    kveðja
    Halli

    #55898
    0703784699
    Meðlimur

    Virkar þetta ekki einsog FIFI krókur sem var notaður hér famundir lok síðustu aldar ef þú tekur fall? Þeas ef hún er vel innrekin og þú dettur að þá ætti hún að geta haldið þér uppi. Spurning um fallstuðul? Svona fall væri aldrei meira en 20-40cm myndi ég ætla ef exin væri inni?

    Varstu ekki að leiða? Var ekki smá fall í næstu skrúfu? Þá hefði naflastrengurinn átt að grípa fyrr en skrúfan sem var fyrir neðan.

    Það sem ég myndi hafa áhyggjur af væri flækjustigið sem myndi stigmagnast við svona græju. Og af hverju að vera með svona en ekki bara venjulega fetla?

    Himmi

    #55900
    Páll Sveinsson
    Participant

    Skemtileg umræða.

    Siggi Tommi er með BD græjuna.
    Viðar er með Grivel græjuna.
    Ég er með fetla af gamla skólanum frá síðust öld.

    Við erum allir voða glaðir með þetta dót hver á sinn hátt.

    kv
    palli

    #55901
    0311783479
    Meðlimur

    Gleðilegan fullveldisdaginn!

    Ég byrjaði svo seint að klifra í ís að ég kynntist aldrei fífí, menn hefðu verið bannfærðir og þar með út af sakramentinu strax ef fífí hefði sést í belti þegar ég hóf að ferðast um með axir tvær.

    Líklega er það rétt hjá þér Himmi að detta í naflastrengina væri áþekkt og að detta í fífí, þó yrði þetta dýnamískara fall (teygja í nafnlastreng) en fífí þar sem menn voru bara með sling eða prússík í því ekki satt? Ég var að elta spönn nokkuð bratta og ísinn brottnaði frá þar sem broddarnir stóðu í og því húrraði ég þar sem ég var bara með eina exi í ísnum, hin var reidd til höggs og fætur í lausu lofti. Ekki var nú fallið langt því fóstbróðir minn Andri Bjarnason hafði gott grip á línunni og var bundinn fastur við skoskt grettistak í hlíðum Ben Nevis.

    Flækjustigið er aukið tvímælalaust en þetta er samt öryggisnet sem gefur nánast sama frelsi og að vera fullkomlega laus í öxunum.

    kveðja úr snjónum í suður Englandi
    Halli

    #55902
    Stefán Örn
    Participant

    Pælingin er að geta klifrað (sem næst) fetlalaust án þess að eiga það á hættu að glata öxunum ef eitthvað óvænt gerist – ekki satt?

    Væri gaman að heyra frá þeim sem hafa notað svona græjur -utanhúss- hvort þetta sé mikið að flækjast, hvort fetiill taki mikið í þegar maður teygir vel úr sér eða hvort þetta sé fyrir löppunum….nú eða hreinlega bara að þetta svínvirki!

    kv,
    Steppo

    #55903
    1811843029
    Meðlimur

    Ég hef aldrei notað svona en hinsvegar fylgst með James nota sína naflastrengi sem eru black diamond. Þetta virðist rosa sniðugt til að byrja með, svo fara strengirnir að húkkast undir kerti, í dót á beltinu eða eitthvað þannig og þá er snilldin talsvert minni. Það er svo sem hægt að komast hjá því en þarf athygli. Var að hugsa um að fá mér svona en ákvað að nota athyglina frekar í að passa að missa ekki axirnar.

    Kv.

    Atli

    #55904
    Smári
    Participant

    Ég hef verið að hugsa um að fá mér svona en ekki enn talað við neinn sem hefur reynslu af klifri með strengjum, væri gaman að heyra álit…

    Smári

    #55905
    2006753399
    Meðlimur

    Þetta er klárlega alpa-græja og er algeng þar. Annars er ég hlynntur því að aðrir klifri með naflastrengina, þeir geta þá sjálfir fengið axirnar í hausinn á meðan aðrir nærstandandi eru óhultir!

    #55906
    0304724629
    Meðlimur

    Þessar teygjutaugar(!) eru ALLS EKKI hannaðar til að detta í. Það er ekki einu sinni mælt með að setjast í þær. Himmi líkir þessu við Fifi krókana gömlu sem ég kynntist nú. Þeir voru bara til að setjast í þegar maður var að troða inn skrúfum fyrir tíma stálskrúfa. Þá þurfti að negla inn fyrst og síðan nota exina og beita vogarafli til að koma draslinu inn…. Good old days!

    Allavega, ég myndi aldrei fá mér svona drasl nema kanski til að nota í löngum leiðum í Ölpunum. Skil ekki hvað menn ætla að gera við þetta hérna heima.

    #55908

    Ég á svona frá Grivel og hef notað þetta smávegis. Hef ekki lent í neinum vandræðum með þessa spotta og þeir eru alveg klárlega málið í löngum leiðum.

    Ági

    #55914
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég fjárfesti í svona í vor og bara notað þá einu sinni, í Þilinu um daginn. Ég er með BD spinner leash.

    Sá þetta fyrst og fremst sem afar aukið öryggi í aðkomu að leiðum, því maður er frekar berskjaldaður í snjóbrekkum ef maður hrasar og t.d. rekur olnbogann í (þarf ekki einu sinni það) og missir einu öxina sem maður er oftast með í slíku labbi/brölti. Með naflastreng á maður alla vega einhvern séns á að endurheimta tólið í lúkuna ef það dettur áður en ljóshraða er náð á skriðinu.
    Svo er þetta alveg borðleggjandi í alpaklifri og löngum ísleiðum, þar sem já tólmissir væri ávísun á leiðinlegan dag framundan (fáir með þriðja tólið síðustu 10 árin).

    Reynslan frá því um daginn var allt í lagi. Var ekki að trufla mig sérstaklega í klifrinu sjálfu, fannst núningur í fullri teygju vera lítill og eiginlega meira pirrandi hvað glamrar í karabínunum (fannst eins og blaðið í öxinni væri að hringla af).
    Lenti í því einu sinni eða tvisvar að strengurinn kræktist undir kerti og það var pínu pirrandi og svo var þetta eitthvað að þvælast kringum línuna þegar ég var að elta og þvælast með öxina kringum spottann og skipta höndum (minna fyrir í leiðslunni með línurnar fyrir neðan sig).
    Einu sinni klipptist bínan úr annarri öxinni, tók ekki eftir því hvað gerðist. BD dótið er með ólæstar bínur en Grivel með læstar svo þetta gerist ekki á þeim.
    Snúningsjúnitið á BD er sniðugt og kom í veg fyrir að þetta flæktist eitthvað að ráði.
    En svo er þetta út um allt og fyrir þegar maður er að síga og svona.

    Þetta er því svona upp og ofan. Ekki séns að maður nenni að vera með þetta í stuttum leiðum þar sem lítið mál er að síga niður ef tól dettur en á svæðum eins og t.d. í Ólafsfjarðarmúla myndi ég hiklaust vera með þetta því tól sem dettur þar fer í brimið að eilífu (Guðjón missti skrúfu í faðm Ægis í fyrravetur).

    Reikna með að taka þetta með samt í flesta túra, þó aðallega með aðkomuna sem öryggistól.

    Veit ekki hvernig menn fá það út að þetta dúndrist í hausinn á manni og drepur mann ef það kemur slinkur á þetta í falli. Þetta á að þola 2kN svo það ætti ekki að þurfa mikið sunk til það slitni (það er alla vega hannað þannig).
    En ég er svo sem enginn burðarþolsmeistari og veit ekki hvernigs solid (eða ekki) öxi bregst við þegar dýnamískur slingur rykkir í hana frá dinglandi baunasekk. Gæti eflaust hrokkið úr við einhverjar aðstæður.
    Það var varað við þessu „öxi í hausinn“ scenario í einhverju klifurforuminu, veit ekki hvort það er byggt á reynslu eða hvað.
    Hef bara mínar efasemdir en ef reynsla manna segir annað, þá beygi ég mig undir það… :)

    #55915
    Páll Sveinsson
    Participant

    Maður eða mús.
    Ég aða þú.
    Lifa lífínu eins og þú villt.

    palli

    #55916
    Siggi Tommi
    Participant

    Palli, er ekki búið að banna þér að skrifa á spjallið þegar þú kemur heim til þín blindfullur um miðja nótt?
    Voða verður hann annars líbó eitthvað svona í glasi, kallinn.
    Farðu að sofa, gamli fetill!! :)

    Var ekki Sófcore þekktur fyrir að skrifa harðorðar sleggjur um miðja nótt hérna í denn? Láta allt flakka í ölæðinu…

    #55926
    Ármann
    Participant

    Góðan daginn, er að pósta hérna í fyrsta skipti, en…

    Black Diamond segir ,,Ekki detta með spinner leash.“
    http://www.blackdiamondequipment.com/en-us/blog/index/view/slug/qc-lab-how-strong-is-the-spinner-leash

    Mynd: Black Diamond
    spinner%20warning.png

    #55927
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég efast um að nokkur plani eitthvað sérstaklega að detta í þessar ólar (frekar en almennt í ísklifri) en skítur getur alltaf skeð…
    Þessar græjur eru fyrst og fremst hugsaðar í alpaklifur eða langar íleiðir þar sem líkur á falli eru litlar og sennilega er vissara að skilja þær eftir í pokanum eða heima í leiðum þar sem líkur eru á falli.

    #55960
    0703784699
    Meðlimur

    „Improved equipment and bolt-protected routes have brought a lot of people into the sport that wouldn’t normally have an interest in winter climbing.“

    Er framþróun alltaf af hinu góða? Væri gaman ef Hardcore sæi sér fært að commenta á þetta.

    History of Ice Climbing
    http://backcountrybeacon.com/2010/12/a-history-of-ice-climbing/

    Fetlar, fetlalausir fetlar, fifi og annað skemmtilegt.

    Heimspekingurinn

    PS: svo er þetta smá skemmtilegt þar sem það er farið að frysta aftur

    http://gravsports.blogspot.com/

    #55961
    0311783479
    Meðlimur

    „More the merrier“ er það ekki Himmi?

    H

18 umræða - 1 til 18 (af 18)
  • You must be logged in to reply to this topic.