Frá uppstillingarnefnd:
Senn líður að aðalfundi og að þessu sinni þurfum við að velja okkur nýjan formann og nokkra nýja almenna stjórnarmeðlimi, bæði til 1 árs og 2 ára.
Það að vera í stjórn ísalp er smá vinna og góður vettvangur til að leggja sitt fram fyrir fjallamennsku á íslandi þar sem stjórnin stendur fyrir flestöllu sem gerist hjá klúbbnum. Nóg er af verkefnum og tækifærum á næstunni, þar ber helst að nefna endurbyggingu Bratta, tryggingamál ofl.
með kveðju frá uppstillinganefnd,
Guðmundur F. Jónsson
Halldór Albertsson