Enn um gráður, nú um gráður grjótglíma

Home Umræður Umræður Klettaklifur Enn um gráður, nú um gráður grjótglíma

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45525
    0309673729
    Participant

    Ég fór niðrí Klifurhús um daginn og tók eftir að búið er að setja gráður við nokkrar leiðanna þar. Það er hið besta mál. Það er nefnilega löngu tímabært að menn gráði grjótglímur hérlendis, líkt og hefur tíðkast í útlandinu í ótal ár. Gráður virka hvetjandi á flesta klifrara, sem er gott. Menn skildu þó auðvitað varast að elta einungis gráðurnar í stað þess að njóta góðs klifurs.

    Auk þess að virka hvetjandi, þá er ég nokkuð sannfærður um að gráðun glíma verður til þess að grjótglíman njóti sannmælis sem sérstök klifurgrein, í stað þess að vera bara álitin upphitun fyrir alvöru klettaklifur.

    Gráðurnar í Klifurhúsinu eru hinar Bandarísku V-grjótglímugráður. Klifrarar þurfa að hugleiða hvort nota eigi þessar gráður, eða Frönsku grjótglímugráðurnar sem ku notaðar víða í Evrópu. Íslenskir klifrarar ferðast oftar til Evrópu og því er kannski eðlilegra að nota þær gráður. Bilið á milli mismunandi gráða er minna í Evrópska kerfinu og því er svolítið erfiðari að hitta á rétta gráðun með þeim. Á Íslandi er Bandaríska kerfið notað fyrir hefðbundið klifur og því kann einhverjum að þykja eðlilegra að nota V-gráðurnar.

    Um leið byrjað er gráða glímur í Klifurhúsinu, þá munu glímurnar okkar utandyra fljótlega verða gráðaðar. Fyrr en varir verður svo orðið torvelt að skipta um gráðukerfi. Það er því vissari að hugsa málið vel í byrjun.

    Það er svo allt annar handleggur að mig grunar, án þess að vita það, að leiðirnar í Klifurhúsinu séu yfirgráðaðar.

    #48106
    2003793739
    Meðlimur

    Hvernig væri að birta hér á netinu smá pistil um boulder gráðukerfi svo menn geti myndað sér skoðun um málið.

    #48107
    0703784699
    Meðlimur

    Hvað er t.d. klassíska hliðrunin í Öskjuhlíð gráðuð?

    #48108
    2510815149
    Meðlimur

    Fyrir mér þá er þetta gráðunarmál aðeins flóknara en að setjast niður, ákveða gráðunarkerfi og byrja gráða.

    Ef við viljum ekki enda með e-d gjörsamlega spastískt ALíslenskt kerfi þá þarf að gefa þessu talsverðan tíma. Þeir sem hafa verið að bouldera hvað mest erlendis af meðlimum klúbbsins hafa nú verið að þreyfa fyrir sér með gráðanir á því sem þeir hafa verið að gera hér heima. Eðlilegast þætti mér að þetta myndi gerast svona, smátt og smátt, upp kæmi einn og einn probbi sem væri gráðaður og með tímanum væru menn farnir að átta sig á þessu.
    Hvort á að nota franska kerfið eða USA þá þætti mér eðlilegra að nota franska þar sem mun algengara er að menn fari til evrópu að príla og eru því meiri líkur á að kerfið yrði nokkuð samhliða á milli landa.

    Þetta með að þurfa að gráða til að menn nenni að klifra og að boulder verði e-d viðurkennt þinglýst klettaklifur finnst mér vera ALGER krapi og ekki skipta nokkru máli. Fyrir mér er þetta allt sama dótið og það þarf engar gráður til að hafa gaman af þessu.

    #48109
    Hrappur
    Meðlimur

    Hvað mig varðar þá eru bara tvær bólder gráður, þær sem ég get og þær sem ég get ekki. En ef menn vilja fara að gráða á annað borð myndi ég nota franska kerfið og jafnframt þvi myndi ég vilja sjá franska kerfið í klifur leiðum líka það eru nú ekki margir sem komast í tæri við þessar amerísku gráður (allavegana ekki miða við þær frösku) og ef herinn fer getur hann tekið gráðurnar sínar með sér :)

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.