Kæru Isalp félagar
Hér kemur dagskrá Isalp fram að jólum. Það gætu auðvitað fleiri viðburðir bæst við. Við hvetjum ísalp félaga til að hafa samband við eitthvern í stjórninni ef þið viljið bæta inn viðburðum!
12 Október: Síson start, Búnaðarbazar,Denali myndasýning og mögulega glóðvolgt ársrit…
26 og 29 október: Isklifur 1 í samstarfi við íslenska fjallaleiðsögumenn
2 nóvember: Myndasýning og hetjusögur
7 desember: Ljósmynda og myndbandakeppni. Nánari upplýsingar á leiðinni en skilafrestur á efni verður 1 nóvember!
17 desember: Jólaklifur/jólaskíðun/jólaglögg
Við stefnum svo auðvitað á ísfestival í byrjun febrúar og telemark festival í mars. Nánar auglýst þegar nær dregur. Stjórnin fundar alltaf þriðja þriðjudag í hverjum mánuði og ísalparar eru auðvitað velkomnir að hitta okkur með ferskar hugmyndir eða brakandi kvartanir.
Einnig hvetjum við félaga klúbbsins til að muna eftir flottasta fjallaskála landsins sem er í eigu Isalp. Hann mætti nýta meira þegar veturinn kemur í Tindfjöllin!
Hlökkum til að sjá sem flesta í starfi Isalp í vetur,
Stjórnin