Í dag var fjórmennt í Nálaraugað. Þetta var eins konar eftirhádegisklifur enda er vinna stórlega ofmetin.
Þar voru á ferð, auk undirritaðs, Freysi, Helgi og Steppo.
Leiðin var í fínum aðstæðum. Hrikalega skemmtileg leið.
Við vorum rétt á undan lægðinni; þegar síðasti maður kom upp á brún var skollin á slagveðursrigning. Heyrðist þá hin fleyga setning: ,,Hmmm, softshell er kannski ekki málið.“
Nú er bara að óska þess að hitinn fari ekki yfir tveggja stafa tölu á morgun. Reyndar mun svo frysta á ný og allt verður í príma-aðstæðum næstu helgi.
AB