- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
9. ágúst, 2005 at 00:40 #449540309673729Participant
Fyrstu breytingarnar sem sagt var frá hér í júlí eru komnar inn. Í þessum áfanga urðu eftirfarandi breytingar:
– Hægt er að skrá sig á vefinn án þess að ganga í Ísalp. Þannig er hægt að skrá sig í ferðir og námskeið, ásamt því að taka þátt í umræðunni án þess að vera félagi.
– Þegar félagar í Ísalp skrifa á umræðusíðurnar þá birtist Ísalpmerkið við þá (til að vera félagi í Ísalp þarf að borga árgjaldið)
– Hægt er að skrá sig á póstlistann án þess að skrá sig á vefinn eða ganga í Ísalp
– Það er hægt að leita á vefnum. Við notum Google leitarvélina til þessa.
– Skráningarsíður eru einfaldari, og þar með vonandi auðveldari í notkun.
– Forsíðunni hefur verið breytt til að auðveldara sé að skima hana eftir nýju efni.
– Greinar á forsíðu skiptast upp í ritstýrðar, kjarnmiklar greinar og greinar af mínum síðum sem oft á tíðum eru ekki síður kjarnmiklar.
– Dagskráin fær minna pláss á forsíðunni (en vonandi þeim mun meira vægi í starfi klúbbsins)
– Letrið er ekki lengur af fastri stærð heldur er hægt að breyta stærð þess í vafra. (Þeir sem nota Internet Explorer prófi að halda niður ctrl-hnappinum og skrolla með miðjutakkanum á músinni). Einnig eru vísanir nú víða undirstrikaðar til að auðvelda notkun vefsins.
– Útlitið á myndasíðunum er talsvert breytt til samræmis við heildarútlit vefsins. Ég er ekki frá því að margar myndanna séu nú betri en áður. Nú er líka hægt að smella á myndina til að skoða næstu mynd.
– Í hausinn er komin sletta af þjóðarrembing, aðallega mér til gamans.
– Á síðunum er búið að taka frá pláss fyrir auglýsingar til að kosta áframhaldandi betrumbætur á vefnum.
Það er alltaf hætta á hnökrum, sérílagi þegar maður hefur ekki ótakmarkaðann tíma til að prófana. Mig vantar fólk til að prófa nýju skráningarformin – það tekur ca. 30-45 mín. Góðhjartaðar sálir sendi skeyti á vefnefnd@isalp.is og bjóði sig fram. Ég sendi þeim línu um hvað og hvernig skuli prófa.
Það er sérdeilis mikilvægt að fólk sendi mér línu ef það rekst á einhverja hnökra! Neðst á hverri síðu er „senda ábendingu“ vísun sem tilvalið er að nota til þess.
Áfram heldur þróunin. Næsta stóra málið er að einfalda og stórbæta „mínar síður“ svo að mun fleiri skelli inn góðum fjallamyndum. Hraði framkvæmda fer að miklu leiti eftir því hvort hægt verður að selja einhverjar auglýsingar til að kosta vinnunna við þetta sem er umtalsverð.
bestu kveðjur
Helgi Borg9. ágúst, 2005 at 02:11 #49885SissiModeratorMjög töff!
Hils,
Sissi9. ágúst, 2005 at 08:36 #498860405614209ParticipantFín breyting til batnaðar. Óska Ísalp til hamingju með vefinn.
Kveðja
Halldór9. ágúst, 2005 at 08:46 #498870311783479MeðlimurFlott, ekki síst þjóðarrembingurinn í hausnum ;o)
-H
9. ágúst, 2005 at 18:45 #498880702892889Meðlimurlíst vel á þetta:P
10. ágúst, 2005 at 11:34 #49889AnonymousInactiveHvaða þjóðrembingur????
10. ágúst, 2005 at 11:52 #498900309673729ParticipantBætti við rauðu línunni í hausinn svo fánalitirnir væru þarna allir, blár, rauður og hvítur, líkt og er í merki hins Íslenska Alpaklúbbs. Eins og með flest annað þá er þjóðarrembingur góður í hófi.
kveðja
Helgi Borg10. ágúst, 2005 at 15:05 #49891HrappurMeðlimurSakkna línksins á Klifurhúsið. Er hlaupin einhver kergja í sambúðina?
kv Hrappur
10. ágúst, 2005 at 17:08 #498920309673729ParticipantVelkominn textinn fluttist á staðinn þar sem linkurinn var. Það er spurning hvar linkar á góða samstarfsaðila eiga að vera. Hvað með að vísa á Samstarfsaðila-undirsíðu úr valmyndinni þar sem lengri umfjöllun væri að finna með merki og myndum.
kveðja
Helgi Borg -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.