Bratti er farinn í frí-myndir og ferðasaga

Home Umræður Umræður Almennt Bratti er farinn í frí-myndir og ferðasaga

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45724
    1811843029
    Meðlimur

    Bratti er farinn í frí!

    Eins og margir vita hefur staðið til að flytja Bratta, skála Isalp í Botnsúlum, í bæinn til að gera hann upp. Nú í vetur hefur hópur góðra manna undirbúið málið, sótt öll leyfi sem þarf, planað og plottað.

    Síðan hafa menn legið yfir veðurspám, skoðað snjóalög og farið í könnunarferðir og um síðustu helgi var allt klárt, ágæt spá og nægur snjór. Fyrstu menn lögðu af stað á laugardagskvöldið og keyrðu á snjóbílum upp að Bratta með sleða í eftirdragi. Þennan sleða átti svo að koma Bratta uppá og draga hann í bæinn. á leiðinni uppeftir tróðu þeir líka braut til að draga sleðann á næsta dag.

    Eldsnemma á sunnudagsmorgun var svo lagt af stað úr bænum með þrjá snjóbíla til viðbótar og öll hugsanleg verkfæri. Fyrir klukkan átta hittust allir í Bratta og hófust handa. Fyrst þurfti að brjóta ís og grjót til að losa skálann af undirstöðunum. Því næst var að lyfta skálanum upp en það var töluvert basl, til dæmis brotnaði ein sleggja og tveir drullutjakkar í þeim tilfæringum. En þetta hafðist, skálinn losnaði og var svo dreginn með tveimur spilum uppá sleðann.

    Sleðinn var svo hengdur aftaní snjóbíl og dreginn af stað, fyrst niður Súlnadalinn og þaðan niður á þjóðveg á Mosfellsheiði. Skálinn var kominn á vörubílspall og lagður af stað í bæinn fyrir kvöldmat og nú stendur hann í Mosfellsbæ og bíður þess að fá þá aðhlynningu sem hann þarfnast.

    Þetta verkefni gekk þvílíkt vel og það er þeim að þakka sem tóku þátt í því. Mannskapurinn sem framkvæmdi flutninginn á hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu og Isalp þakkar HSSR, HSSK, Arsæl og Arborg fyrir að leggja til snjóbíla og verkfæri.

    Næst er svo að meta ástand skálans, ákveða hvað verður gert og hvernig. Bratta nefndin og stjórnin munu án efa leita til ykkar kæru félagar til að taka þátt í þessu skemmtilega verki.

    Hér eru svo nokkrar myndir frá helginni:

    http://www.facebook.com/media/set/?set=a.3394864192074.161315.1283765201&type=1&l=1ce8193ada

    #58249
    Sissi
    Moderator
2 umræða - 1 til 2 (af 2)
  • You must be logged in to reply to this topic.