Bolta- og kamarsjóður

Home Forums Umræður Klettaklifur Bolta- og kamarsjóður

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46141
    gulli
    Participant

    Jæja, sumarið er komið og menn farnir að klípa í kletta um land allt. Nokkrar nýjar leiðir hafa verið settar upp nú þegar í Pöstunum, Valshamri og Hnappavöllum og er það vel.

    Bolta- og kamarsjóður hefur séð um að fjármagna kaup á augum og akkerum ásamt því að styðja við uppbyggingu og viðhald á klifursvæðunum okkar. Það er mikilvægt að þetta samfélag okkar sé duglegt við að greiða í sjóðinn svo hægara sé um vik að halda áfram að bolta leiðir og bæta aðstöðuna.

    Hvet alla til að greiða í sjóðinn, 1000 kall fyrir að klifra allt sumarið er gjöf en ekki gjald.

    1.000 kr. inná 111-26-100404 kt: 4103023810 og málið er dautt.

    Á ársfundir Klifurfélagsins var síðan sett á laggirnar boltasjóðsnefnd sem sér um að halda utan um sjóðinn. Meira um það hér:

    http://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/boltasjodsnefnd/

    Sjáumst í klettunum,
    Gulli

    #57805
    0909862369
    Member

    Býr einhver yfir upplýsingum yfir þær leiðir sem hafa verið boltaðar í sumar í Valshamri og á Hnappavöllum?

    #57806
    0503664729
    Participant

    Já hér kemur listi sem er birtur án ábyrgðar og með fyrirvara (leiðréttingar og fekari upplýsingar vel þegnar).

    HNAPPAVELLIR

    Gullæði 5.8+
    Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson 2012
    Hádegishamar

    Móðurland 5.10b
    Stefán Steinar Smárason og Arnar Þór Emilsson 2012
    Hádegishamar

    Hansson 5.10a/b
    Stefán Steinar Smárason 2012
    Hádegishamar

    Stigull 5.10b
    Jónas Grétar Sigurðsson 2012
    Vatnsból

    Baunagrasið 5.7
    Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason 2012
    Vatnsból

    Óráðsía 5.10a
    Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson 2012
    Salthöfði

    VALSHAMAR

    – “Krús” 5.6 – 8 m.
    – “Skuggi” 5.10a” 15 m.

    Þá er a.m.k. ein ný leið í vinnslu á Hnappavöllum og ýmsar lagfæringar og betrumbætur í gangi. Þannig er t.d. komið sjálfstætt akkeri fyrir leiðina Muy bien mujer.

    Kveðja
    JVS

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.