Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Bolta- og kamarsjóður
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
20. June, 2012 at 22:57 #46141gulliParticipant
Jæja, sumarið er komið og menn farnir að klípa í kletta um land allt. Nokkrar nýjar leiðir hafa verið settar upp nú þegar í Pöstunum, Valshamri og Hnappavöllum og er það vel.
Bolta- og kamarsjóður hefur séð um að fjármagna kaup á augum og akkerum ásamt því að styðja við uppbyggingu og viðhald á klifursvæðunum okkar. Það er mikilvægt að þetta samfélag okkar sé duglegt við að greiða í sjóðinn svo hægara sé um vik að halda áfram að bolta leiðir og bæta aðstöðuna.
Hvet alla til að greiða í sjóðinn, 1000 kall fyrir að klifra allt sumarið er gjöf en ekki gjald.
1.000 kr. inná 111-26-100404 kt: 4103023810 og málið er dautt.
Á ársfundir Klifurfélagsins var síðan sett á laggirnar boltasjóðsnefnd sem sér um að halda utan um sjóðinn. Meira um það hér:
http://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/boltasjodsnefnd/
Sjáumst í klettunum,
Gulli18. July, 2012 at 17:07 #578050909862369MemberBýr einhver yfir upplýsingum yfir þær leiðir sem hafa verið boltaðar í sumar í Valshamri og á Hnappavöllum?
18. July, 2012 at 17:56 #578060503664729ParticipantJá hér kemur listi sem er birtur án ábyrgðar og með fyrirvara (leiðréttingar og fekari upplýsingar vel þegnar).
HNAPPAVELLIR
Gullæði 5.8+
Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson 2012
HádegishamarMóðurland 5.10b
Stefán Steinar Smárason og Arnar Þór Emilsson 2012
HádegishamarHansson 5.10a/b
Stefán Steinar Smárason 2012
HádegishamarStigull 5.10b
Jónas Grétar Sigurðsson 2012
VatnsbólBaunagrasið 5.7
Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason 2012
VatnsbólÓráðsía 5.10a
Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson 2012
SalthöfðiVALSHAMAR
– “Krús” 5.6 – 8 m.
– “Skuggi” 5.10a” 15 m.Þá er a.m.k. ein ný leið í vinnslu á Hnappavöllum og ýmsar lagfæringar og betrumbætur í gangi. Þannig er t.d. komið sjálfstætt akkeri fyrir leiðina Muy bien mujer.
Kveðja
JVS -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.