- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
6. maí, 2005 at 13:22 #45306HrappurMeðlimur
flestar leiðir í styftant verða í léttari kanntinum hægt er að keyra langleiðina upp að klettunum að gammla eyðibýlinu (Stiftömt?) maður keyrir bara áfram Stardalsveginn þartil maður kemmst ekki lengra(á fólksbíl).
En Helgi það má alls ekki bolta keðjur uppá sem lafa svo framaf! Þetta veldur vitlausu átaki á keðjurnar sem geta með tímanum brotið keðjuna!
Ég styng uppá því að farinn verði vinnu ferð þangað fljótlega og þar gæfist ungliðunum kostur á að velja sína línu (öðlast ódauðleika aka Halli) og svo yrði þeim sýnd tökin við það hvernig á að bolta í sportklifri. Við myndum þá skaffa þeim vélar og boltasjóður bolta og væru þá ekki bara allir ánægðir?6. maí, 2005 at 13:37 #497250309673729ParticipantÞetta með keðjurnar vissi ég ekki frekar en svo margt annað.
Hvernig er besta að græja öruggt, boltað toprobe? Einfaldasta leiðin er væntanlega að boltar séu upp á brún og nýliðar komi sjálfir með tape til að setja fram yfir brúnina. Leiðbeiningar um það fara hér á vefinn.
Er ekki vissara að reynsluboltarnir bolti í vinnuferðinni? Nýliðarnir geta hreinsað leiðirnar og aðstoðað á annan hátt.
kveðja
Helgi Borg6. maí, 2005 at 13:57 #497260309673729ParticipantAnnað sem er ekki síður mikilvægt er að senda sérstakan erindreka okkar – einhvern háttvísan reynslubolta – til að rabba við ábúendur á Stardals. Það þarf að segja þeim frá áformum okkar og fá samþykki. Meðal annars þarf að heyra hvort okkur sé ekki óhætt að aka að gamla eyðibýlinu. Við ættum einnig að reka niður stikur til að merkja gönguleið upp að Stiftamt líkt og var í upphafi gert á gönguleiðinni upp að Stardalklettunum.
kveðja
Helgi Borg6. maí, 2005 at 17:27 #49727HrappurMeðlimurmér sýnist að Stiftömtin lyggji utan við landamörk Stardalsbæjar og sé í raun í eign Reykjavíkurborgar http://www.obyggd.stjr.is/sv5.pdf
Þetta gæti verið miskilningur minn en mér sýnist að mörkin liggji eftir gilinu sem skilur Hnjúkinn frá Stiftömt.
6. maí, 2005 at 20:09 #49728Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantVið fórum uppeftir í dag og kíktum á Stiftamt. Sigum niður og klifruðum smá austast í þilinu en þetta er sona frekar laust en vel brúklegt. Spottuðum þrjár til fjórar línur og það yrðu ca. 6-7 boltar í leið. Við rétt kíktum við og skoðuðum vestustu þilin að neðan en leist ekkert rosa vel á. Skoða betur í næstu ferð.
6. maí, 2005 at 20:34 #49729RobbiParticipantÞað er um 15 mín ganga upp þægilega brekku upp frá bílastæðinu. Var einmitt með Ágústi í för núna á föstudagseftirmiðdag. Svæðið býður upp á nóg af leiðum og þá sérstaklega leiðum í léttari kantinum. Tók samt eftir einhverjum línum sem væru hugsanlegir kandidatar í 10-ur. Eftir að hafa hreinsað slatta af lausu grjóti að ofan og mulið eitthvað úr leiðunum leit allt út fyrir að vera nokkuð þétt og bara helvíti gott í grjótinu. Ekki er gott að koma fyrir ofanvaði því það er ekki auðtryggjanlegt með dóti fyrir ofan leiðirnar, og það er svolítið brölt niður að leiðunum frá toppnum. Ég er til með vírbustann og bara nokkuð heitur.
Ps.
Hrappur.
Reykir þú nokkuð Marlboro sígarettur ?
Góðar stundir
Robertino6. maí, 2005 at 20:43 #49730HrappurMeðlimurÆj hef ég mist stubb úr vasanum? Reyni nú að stynga þeim á mig. Segi bara sá á fund sem finnur
6. maí, 2005 at 22:23 #497310309673729ParticipantÞótt þetta sé rétt fyrir utan landamörk Stardsalsbæjar á að sjálfsögðu að rabba við bóndann. Við keyrum jú alltaf afleggjarann hans. Hann er viss með að taka þessu vel ef hann veit af framkvæmdunum. Hver rabbar við bóndann?
kveðja
Helgi Borg6. maí, 2005 at 22:59 #49732HrappurMeðlimurMæli Með Stebba hann er svoldan bóndi. En eru menn ekki að hlaup undansér ætlum við ekki allir að samþykja að verði boltað þarna? Þarf ekki umræður um þetta? Eru menn yfirleit samþykir að þetta verði boltasvæði þó það sé nálægt Stardal? Ég vil heyra frá fleirum svo það verði ekki einhver leiðindi útafþessari staðsettningu.
p.s aflegjarin frá bóndanum er þjóðleið og merktur reiðvegur þetta er gamla þjóðleiðin til þingvalla og því ekki einkavegur nema rétt upp að húsi hjá honum.
6. maí, 2005 at 23:24 #49733HrappurMeðlimurP.p.s ef við boltum krefst ég ,,príma noche“ í fundarlaun, að gömmlum sið.
7. maí, 2005 at 12:30 #49734RobbiParticipantÍ mínum augum er þetta ekki dótaklifursvæði, þótt þetta sé í nánd við Stardal. Sprungurnar þarna eru ekki upp á marga fiska og algert drasl. Kemst ekki nálægt því að vera eins og í Stardal.
robbi8. maí, 2005 at 14:56 #49735ÓlafurParticipantFékk mér labbitúr þarna uppeftir í vikunni að skoða og hitti reyndar fyrir Robertino og félaga. Kíkti reyndar á þetta svæði fyrir mörgum mörgum árum og klifraði eina leið og tvær eða þrjár línur í toprope. Ég held að það hafi líka verið klifraðar þarna nokkrar leiðir fyrir löngu síðan en veit ekki til að það hafi verið skráð. Þ.a. svæðið er ekki alveg nýtt.
Svæðið stenst ekki samanburð við „gamla“ Stardal en vissulega má klifra þarna nokkrar leiðir … og bolta. Ég sá ekki betur en að það sé vel hægt að klifra þarna með dóti en etv eru sprungurnar ekki eins góðar til trygginga og í Stardalnum. Sprungurnar í vestara þilinu sýndist mér samt vera einfalt að tryggja náttúrulega.
Ef menn vilja endilega setja upp boltað svæði þarna þá er mér sama. Þetta svæði á sér ekki hefðir og sögu eins og Stardalurinn. Það breytir samt ekki því að það er vel hægt að klifra þarna flestar augljósustu línurnar og tryggja með dóti.
ÓliRaggi
ps. Setti inn nokkrar myndir af „nýja“ svæðinu á http://netlab.ru.is/gallery/stiftamt
8. maí, 2005 at 21:16 #49736HrappurMeðlimurÞað væri líka vel hægt að klifra Alsodd með dóti en það nennir því enginn. Það er enginn að leyta að leiðinlegum dótaleiðum þegar Stardalur blasir við.
8. maí, 2005 at 21:17 #49737HrappurMeðlimurDjöfl er ég orðblindur
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.