Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Böbbi cry your eyes out
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
12. janúar, 2005 at 08:53 #46285SissiModerator
Loksins almennilegur snjór sunnan heiða. Ekki nóg með það að við séum komin með klassa grunn á svæðin hérna (7-9-13) heldur var svona líka surprise púður í Skálafelli í gær, alveg góðir 20 cm að minnsta kosti. Dýpsta og léttasta púður sem hefur komið í mörg ár.
Snjóaði ekki korn í bænum, og maður var þarna í svona frekar stífu færi á sunnudaginn, þannig að þetta kom á óvart.
Sá Sigga Skarp krúsa á telemarkinu eins og vindurinn, fyrir þá sem taka ekki mark á hliðarrennslismönnum líkt og mér.
Það er svo mikill snjór að stóllinn rekst í jörðina neðst niðri og innan við 2 metrar í jörð á nokkrum stöðum.
Segi bara eins og Harðhaus: „Gvöð minn góður þvílíkur vetur!“
12. janúar, 2005 at 12:26 #492933008774949MeðlimurHey heyr
Alveg skuggalegt færi í gær…og ´þvílík heppni að vera þarna því ekki stóð staf um þetta inn á heimasíðu skíðasvæðanna. Greinilegt að þeir vilja ekki mikið af fólki á skíði….12. janúar, 2005 at 16:43 #492941306795609MeðlimurSem „óháður“ aðili staðfesti ég að s&s segja satt og ýkja ekki um eina tommu. Böbbi og co verða að lifa með því eins og KR að vera sá sem við hinir elskum að hata…
12. janúar, 2005 at 17:49 #492950704685149MeðlimurNjótið á meðan það er…því spáin fyrir SV-hornið er…
… slydda eða rigning um kvöldið og hiti 1 til 5 stig.Hér fyrir norðan snjóar, af og til, það er enn ekki búið að opna Strýtuna. Dalvík er víst á kafi skv. afdalabónakonu sem skíðar af krafti.
Hvernig væri að blása til telemarks-móts þarna fyrir sunnan?
Núna í lok jan eða í byrjun feb.Svo sjáumst við í mars á Telemarkhelginni á Akureyri…ef ekki fyrr.
kv
Bassi12. janúar, 2005 at 19:05 #49296GoliMeðlimurGóð hugmynd Bassi að þið heimsækjið okkur sunnarana…
Síðasta helgin í janúar?13. janúar, 2005 at 08:16 #49297SissiModeratorJamm – þá geta Góli og félagar sagt línuna sem maður hefur svo oft heyrt fyrir norðan: „You should have been here yesterday!“
Siz
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.