Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46220
    1410693309
    Meðlimur

    Það er ástæða til að vekja athygli ísalpara á grein Árna Alfreðssonar um snjóleysið í Bjáfjöllum í Mbl. sl. laugardag. Árni bendir á einfaldar leiðir til að halda snjó í brekkum og nýta betur fjárfestingar síðustu ára án þess að kostað sé til stórfé. Eins bendir hann á að þótt skíðasvæðið sé lokað almenningi geti samt verið nægur snjór í Kóngsgili og Suðurgili sem sé þá opið fyrir skíðaæfingar. Þetta er svo sem það sem marga hefur grunað sem hafa horft á ljósin í Bláfjöllum í norðanáttinni í vetur.

    Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og allt hafði snjóað í kaf í Bláfjöllum kom frétt úr Bláfjöllum í Mogganum (sl. laugardag)undir yfirskriftinni „Áhyggjur af snjóleysinu”. Þegar farið var á heimasíðu Bláfjalla kom svo í ljós að ein lyfta var opin fyrir almenning, þó þannig að eina alvöru skíðabrekkan var lokuð vegna skíðamóts (jafnvel þótt nýbúið væri að flauta Íslandsmót á skíðum af með miklum lúðrablæstri í fjölmiðlum – það vantaði snjóframleiðslukerfi). Snjór eða ekki snjór – það er tæplega hægt að segja að almenningur sé hvattur til að koma í Bláfjöll þessi síðustu misseri. Langar annars einhvern í Bláfjöll?

    Það er einhver undarleg deyfð sem svífur yfir Bláfjallasvæðinu. Var virkilega ekki hægt að opna einhverjar skíðaleiðir í febrúar, þó ekki væri e.t.v. nema nokkrar barnalyftur? Er skíðasvæðið e.t.v. frátekið fyrir æfingar og pöbullinn mætir afgangi? Hvar eru fréttirnar “Snjórinn kominn, allir á skíði!” eftir snjókomu síðustu daga? Hvernig væri einfaldlega að opna svæðið almennilega fyrir almenning og þá meina ég allar lyftur, líkt og hér áður fyrr? Vantar virkilega enn snjó eða er nú aðsóknin sem lætur á sér standa (það vill náttúrulega enginn fara á skíði á alvöru snjó eða hvað)?

    Ef Bláfjöll er eins sviðin jörð og stjórnendur Bláfjalla vilja vera af láta virðist eins gott að loka sjoppunni og hætta að selja okkur árskort á vafasömum forsendum. Sjálfur hef ég ákveðið að yfirgefa þennan táradal og er á leiðinni norður eins og aðrir telemarkarar.

    #51252
    0808794749
    Meðlimur

    Heyrheyr.
    Síðastliðinn föstudag fór ég í Bláfjöllin og renndi mér þar í litlu skyggni í góðu Bláfjallapúðri (blautu nýsvævi).
    Er heim var komið var rýnt í veðurspánna sem gerði ráð fyrir leiðindaveðri seinni part laugardags.
    Það voru því engin smá vonbrigði að uppgötva það að aðeins ein lyfta og ein skíðaleið, Öxlin, var opin almenningi. Gilið var undirlagt undir keppni, Eldborgarsvæðið var notað undir æfingar örfárra hræða sem og stólalyftan í Suðurgili. Tvíburarnir í Suðugili voru einnig nýttir undir æfingar en þar var líklegast einna helst hægt að réttlæta lokun þar sem mestur fjöldi æfingakrakka var.
    Og þó.
    Er hægt að réttlæta það yfirhöfuð að loka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins fyrir almenningi þegar færið er eins og best er á kosið og veðrið sömuleiðis.
    Það fór sem fór. Suðurgilið var opnað almenningi kl 1300 og stuttu síðar var öllu lokað vegna veðurs.

    Mér finnst stjórnendur svona batterís ekki geta kvartað yfir aðsókn þegar þetta er viðmótið sem maður fær.

    Eitt enn. Greinin hans Árna var virkilega góð og gefur manni smá von um að einhver vakning verði hjá Bláfjallanefnd. Út með pólitíkusa og inn með kunnáttufólk.
    Kannski þurfum við bara að fá Árna til að reka þetta batterí??

    #51253
    0801667969
    Meðlimur

    Fæst orð bera minnsta ábyrgð sagði einhver. Verð samt að þakka fólki góð viðbrögð við þessari löngu tímabæru grein. Hér eru reyndar engin ný sanndindi á ferðinni. Mig grunar samt að í aðsigi séu rangar ákvarðanir. Hef heyrt að tölur á bilinu 100-200 milljónir í start kostnað fyrir snjóframleiðslu í einni brekku. Tel skynsamlegra að eyða 20-30 milljónum í landmótun og snjógirðingar fyrir allt svæðið. Það gæti dugað til að opið væri a.m.k. 4-6 mán. á ári. Ég óttast að Björn Ingi og Borgarstjóri séu ekki vel upplýstir um málið. Hver fær að skíða í þessari einu brekku?

    Kv. Árni Alf.

    #51254
    0801667969
    Meðlimur

    Lýðurinn er einfaldur. Áróðurinn þarf því að vera einfaldur. Ef hann er endurtekinn nógu oft verður hann sannleikur !

    Þetta sagði Göbbells áróðursmála ráðherra Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Virkaði vel þá og virkar vel ennþá. A.m.k. trúir enginn á snjó í Bláfjöllum.

    (Tekið skal fram að ég er ekki vel að mér í mannkynssögu).

    Kv. Árni Alf.

    #51255
    3110665799
    Meðlimur

    Þetta voru reyndar orð Dolla sjálfs, en þetta er víst munurinn á kúk og skít. Svo förum ekki nánar út í það.

    Valli

    #51256
    Páll Sveinsson
    Participant

    Átti einusinni leið um skotland og gékk í gegnum skíðasvæði þar. All var marautt en samt var skíðað? Ástæðan var að skíðasvæðið var sundur grafið af nokkrum breiðum skurðum þar sem allan sjóinn hafði skafið í sem á annað borð hafði fallið á svæðinu.

    Þetta fannst mér stórsniðugt og virtist virka mjög vel.

    kv.
    palli.

    #51257
    0311783479
    Meðlimur

    Skotar reyndar láta fátt stoppa sig þegar kemur að skíðum, er það er áberandi hvít slikja í gegnum móann/rjóðrið þá er það nóg til að opna skíðasvæðin….

    En rétt hjá Palla að þeir nota öll möguleg trix til að fanga þann takmarkaða snjó sem fellur og vinna til að hægt sé að brúka hann til nokkurs.

    kv.
    Halli

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.