bindingar fyrir stígvél

Home Umræður Umræður Skíði og bretti bindingar fyrir stígvél

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46924
    0801667969
    Meðlimur

    Stebbi minntist á það hér neðar að nær væri að leita sér að vöðlum þessa dagana en plastskóm. Það er alveg rétt en það getur verið gott að vera á skíðum í vöðlunum engu síður.

    Ég man að í febrúar 1989 fórum við Kalli Ingólfs Laugaveginn við þriðja mann. Mögnuð ferð. Kalli var með bindingar sem ég man ekki hvað hétu en venjuleg stígvél virtust ganga í þær. Mér skilst að menn ættaðir að norðan hafi notast við þessar bindingar um nokkurra ára skeið. Hvar fær maður svona bindingar? Á þetta einhver ennþá? Væri hægt að fá þetta lánað?
    Vita menn um fleiri tegundir bindingar sem venjuleg stígvél ganga í?

    Kv. Árni Alf.

    #50206
    0704685149
    Meðlimur

    Ég gekk aldrei í svona.
    En ég man að nokkrir félagar mínir öpuðu þessa vitleysu upp eftir Kalla.
    Gallinn við þess skó, að þetta voru ,,stígvél“ úr gúmmí og önduðu ekki neitt. þannig að menn rennblotnuðu í eigin svita.

    Mig minnir að þeir hafi heitið, Masi, getur það verið?

    kv
    Bassi

    #50207
    Karl
    Participant

    Þetta voru Finnskar skógarhöggsmannabommsur sem hétu ábyggilega maasi. Bommsurnar voru úr vönduðu Nokia hjólbarðagúmmí upp fyrir rist en þaðan og upp á miðja kálfa var leiður. Það var ekkert sérstkt að skíða á þessu en þetta var ljómandi þægilegur búnaður til göngu hvort sem var með eða án skíða.
    Tvímælalaust réttu græjurnar fyrir nútíma veðurfar….

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.