Hæ öllsömul,
Nú fer að nálgasta í stærsta viðburð sófklifrarans á árinu en það er hin árlega fjalla kvikmyndahátíð BANFF 
Dagskráin er kominn á netið og hægt er að horfa á trailer hátíðarinnar á undirsíðu hátíðarinnar hér. (Ekki eru þó sýndar allar myndirnar sem eru í trailerinum.)
Þess má geta að miðar verða seldir á miði.is í forsölu og svo á hátíðinni sjálfri. Forsala hefst þó ekki fyrr en eftir helgi svo að „kaupa miða“ takkinn verður ekki virkur fyrr en þá og mun það vera tilkynnt hér á vefnum þegar það verður hægt.
Stjórnin mun svo koma með ýtarlega grein á næstu dögum um hátíðina og miðakaup.