Banff kvikmyndahátíð – ykkar er valið!

Home Umræður Umræður Almennt Banff kvikmyndahátíð – ykkar er valið!

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45719
    0309673729
    Participant

    Eins og fram kemur í síðasta erindi heldur Ísalp Banff Fjallakvikmyndahátíðina seinni part vetrar. Næsta verk er að velja myndirnar. Það er hinsvegar erfiður gjörningur þar eð upplýsingar um myndirnar eru af afar skornum skammti. Til að forðast skít og skammir hefur stjórn Ísalp ákveðið að leyfa Ísölpurum og öðrum áhugamönnum um góðar fjallakvikmyndir að eiga þátt í ákvörðuninni. Endanleg ákvörðun verður í höndum framkvæmdanefndar um Banff hátíðina.

    Að öllum líkindum stendur hátíðin tvö kvöld líkt og í fyrra. Það þarf því að velja tæpar 4 klst. af myndefni.

    Ef þið viljið hafa eitthvað um valið að segja, þá út með það hér og nú á þessum umræðuþræði. Myndirnar sem um ræðir er að finna í síðasta umræðuþræði.

    fh. stjórnar Ísalp
    Helgi Borg

    #48198
    0310783509
    Meðlimur

    Hérna er það sem mig langar að sjá og sem fastagestur á Banff film festival frá fyrsta degi verð ég að segja að það er snilld að ég get komið minni skoðun á framfæri, hvort það verður svo nokkuð tekið mark á henni er svo annað mál.

    Skíði
    • Focused: Shane McConkey:
    Hef séð nokkrar myndir með kauða og hann er frekar klikk væri gaman að sjá þessa

    • High Life:
    “Over the head powder in Utah” þarf að segja meira ? Ekki verra að þeir sýna frá Dolomitunum í leiðinni.

    Klettaklifur
    • Front Range Freaks: Biscuit:
    Sá þessa mynd í Yosemite á myndasýningu með Tim O´neill og hún var soldið fyndin en ég var mjög ánægður að hún var ekki nema 3 mínútur langar ekkert sérlega að sjá hana aftur en annars er allt sem hefur með klifur að gera er betra en að sjá gaura leika sér á hjólum meira að segja hundaklifur.

    • Front Range Freaks – Dirty Bird:
    Klifur er automatískt inni að minni hálfu

    • Sister Extreme 2003 það væri gaman að sjá hvað er að gera í Canada bara víst Freon og Jökull senda svona fáar myndir §:o)

    Ísklifur
    • Ice Up:
    Eins og með klettaklifrið þá er það allt inni sem heitir Ísklifur
    • Part Animal, Part Machine:
    þetta er Will Gadd og hann klikkar aldrei

    Kayak
    • Wehyakin:
    Bara af því hún sýnir frá Íslandi
    • Falling:
    Gæti verið cool mynd

    Takk fyrir og góða helgi
    Atvinnuleysinginn

    P.s er ekki annars helgi ?? jæja, hverjum er svo sem ekki sama!!

    #48199
    0310783509
    Meðlimur

    Er að fara á Banff festival best off á morgun. Læt ykkur vita ef eitthvað bitastætt verður reitt fram.

    Beztu kveðjur frá Kanada

    Snatan

    #48200
    0310783509
    Meðlimur

    Þú verður að fara að skipta um notanda á tölvunni hjá þér Skelitor minn það er eins og ég sé að tala við sjálfan mig hérna.

    Ég er kannski klikk en svo klikk er ég ekki !!
    Ísfeld

    #48201
    2806763069
    Meðlimur

    Menn hafa nú áður verið staðnir að því að tala við sjálfan sig á þessari heimasíðu, eins og t.d. Hardcore og Sigurlín Eydal sællar minningar. Og EKKI ER HARDCORE KLIKK!

    #48202
    0311783479
    Meðlimur

    Menn er nú farið að lengja eftir fleiri fréttum frá Sigurlín Eydal, enda sagði hún svo skemmtilega frá fundum þeirra HRG á fögru marskveldi norðan heiða hér um árið.

    #48203
    2806763069
    Meðlimur

    Sigurlin Eydal er að pakka, hún ætlar að flytja til Englands og reyna að fá vinnu í eldhúsinu á fiskveitingastað þar.
    Hún er víst ekki sátt við það að einhver önnur gella sé að fikta í stóru ástinni sinni og vill ná honum aftur hið fyrsta. Hún er einnig að hugsa um að fara að stunda klifrið stíft, því það virðist virka á strákinn.
    Kannski að hún skrái sig í doctorsnám líka, svona fyrst að hún er kominn í keppni. En fyrst verður hún að klára stúdentin.

    Ég hitti hana í bænum um daginn og frétti þetta allt frá fyrstu hendi. Annars hefur stúlkan það bara gott. Hún hefur virkilega verið að taka sig á í mataræðinu og hefur náð að léttast alveg helling. Fituprósentan er t.d. komin úr 48% og niður í 32%. Þetta hefur líka haft góð áhrif á húðina og svo á að fara að taka spangirnar. Teinarnir verða samt í tvö ár í viðbót.
    Allt í öllu held ég að það leynist gull falleg stúlka einhverstaðar undir þessu öllu. Ég vona bara að henni farnist vel í lífinu, með eða án HRG!

    #48204
    0309673729
    Participant

    Halli og Ívar missa sig í umræður um ást og rómantík á þessum þræði. Augljóst að þeir vilja Banff-myndir á ljúfu nótunum.

    Hvað með ykkur hina?

    #48205
    Ólafur
    Participant

    Allt sem heitir klifur og fjallamennska á að fara sjálfkrafa inn. Líka alltaf gaman að horfa á skíðamyndir.

    Í fyrra var einhver endalaust löng kayak mynd sem ég sofnaði yfir. Mannlegu myndirnar hafa verið upp og ofan á þessum sýningum. Sumar mjög góðar og aðrar arfaslakar.

    Mitt val:

    Sister Extreme
    Focused: Shane McConkey
    Front Range Freaks – Dirty Bird (Derek Hersey)
    Front Range Freaks: Biscuit
    High Life
    Ice Up
    Janica Kostelic
    Le Cervin fait son cinéma
    Part Animal, Part Machine
    Stefania Belmondo
    Unlimited Winter
    Wehyakin (Kayakmynd sem fær séns afþví hún gerist á íslandi)
    Xtreme Tramping

    -órh

    #48206
    0310783509
    Meðlimur

    Sællt veri fólkið.

    Fór á Banff í gær og sá nokkrar misgóðar. Þær sem að stóðu vel uppúr voru Xtreme Tramping, snilldar comedia um öfga trampolín snillinga, mjög fyndin og bara circa 7 min.
    Sister Extreme var önnur snilldar comedía héðan frá Kanada, menn eins og Will Gadd og fleiri stórstjörnur gera óspart grín að sjálfum sér í þessari heimildarmynd.
    Biscuit var einnig góð og stutt skemmtun.
    Wehyakin er algert möst þar sem að á meðal fosshoppandi adrenalíneitraðra rugludalla, fer fremstur í flokki okkar maður Jón „Gimp“ Heiðar Andrésson.
    Svo var reyndar líka Fótboltamyndinn sem vann aðalverðlaunin á hátíðinni, hún er mjög góð og vel þess virði að sjá. Reyndar um 50min löng og ekkert klifur né rennsli en góð mynd.
    Læt þetta duga í bili frá vestur vígstöðvunum.
    Að sinni.

    Snatan

    PS Það er allt fullt af ís í Skíðadal og Svarfaðardal.

    #48207
    0808794749
    Meðlimur

    Wehyakin: vona að hún sé þegar komin inn.

    Rockstars,One Steep Planet: Alveg til í að sjá hana aftur. Fullt af kreisí dánhill liði á stöðum sem margir hafa rölt um (alpar-NIR)

    Alveg til í einhverja smá mountain culture vellu en plís ekki neinar klukkutíma langar senur um tilfinningaleg tengsl gamals kínverja og skarfsins hans (fugl í bókstaflegri)!

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.