BANFF í kvöld og annaðkvöld

Home Umræður Umræður Almennt BANFF í kvöld og annaðkvöld

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47313

    Jæja, geri ráð fyrir að það hafi ekki farið fram hjá neinum að Banff fjallamyndahátíðin er í kvöld og annaðkvöld. Vona að það sé gríðarlegur stemmari í gangi og allir að fara mæta? Eins og í fyrra þá verður sjoppa á staðnum svo engin þarf að lenda í sykurfalli meðan á sýningum stendur.

    Er einhvern mynd/myndir sem fólk bíður sérstaklega spennt yfir? Lát heyra…

    #55400
    Björk
    Participant

    Flottar myndir og skemmtilegt kvöld.
    Mér fannst fyrsta myndin skemmtilegust, fyndnir gaurar og síðan klettaklifurmyndirnar, þetta sólóklifur!

    Ég tók samt eftir því að það kom held ég ekki einn kvenmaður fram í öllum þessum myndum. Eru engar konur að gera eitthvað töff sem kemst á Banff?

    Hlakka til að sjá myndirnar í kvöld.

    #55401
    1108755689
    Meðlimur

    Já, flottar myndir. Frakkarnir voru bestir fannst mér. Prima dæmi um góðan móral.

    #55402
    Arnar Jónsson
    Participant

    Í kvöld mun kvenhetja láta ljós sitt skína í hinni áhugaverðu Rowing the Atlantic þar sem breski súper kvenmaðurinn Roz Savage fer alveg alein í róðra bát þvert yfir Atlantshafið í yfir 3000 mílna róðri.

    Svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af skorti á kvennhetjum þetta árið á Banff Björk mín, þó vissulega mættu þær vera fleirri ;)

    Sjáumst öll í kvöld!

    Kv.
    Arnar

    #55403
    Gummi St
    Participant

    Jæja, hvernig fannst ykkur svo Banff hátíðin í ár ??!!

    Við vitum að Björk er nú orðin himinlifandi eftir að hafa séð skvísu gera svakalegan hlut.

    En hvað stóð uppúr? Var það mega-rennibrautin, sóló klifrið, Will Gadd eða skíðaklámið í lokin?

    Gaman væri að heyra frá ykkur

    #55404
    Björk
    Participant

    já það kom þarna ein kona sem skildi við kallinn sinn og fór að róa, rói – rói. Gott að vita að konur á Banff eru að gera eitthvað meira en að halda í spotta og hvetja gaurana áfram ;)

    Mér fannst Azazel, Alone on the wall og Re:Session skemmtilegastar.

    #55405
    0808794749
    Meðlimur

    Mér fannst Will Gadd frekar kjánalegur. Hann má alveg snúa sér að einhverju öðru en að fjöldaframleiða ísklifurmyndir með ofleik.

    Mér fannst solo-klifrið, Alone on the Wall, alveg rosaleg.
    Eins og mér finnst einhjól kjánaleg þá var myndin frekar fyndið. Á sama tíma og hún var sýnd kom í fréttum rúv viðtal við japana sem er að hjóla í kringum landið á einhjóli!!

    Þó að róðramyndin hafi ekki verið æsileg þá er það samt alveg fáránlegt sem þessi kona gerði. Dísús!

    #55406
    2006753399
    Meðlimur

    Impossible climb stendur uppúr í seinni hálfleik, górilluklifur af bestu sort urr urr!
    Tek undir að Gadd var frekar tilgerðarlegur, undarlegt vídjó í meira lagi.
    Corny-muslibar var svo sigurvegari kvöldsins, wtf!?

    takk fyrir mig!

    #55409

    Honnold sólari vara að rokka verulega fyrra kvöldið, þvílíkur töffari! Lokamyndin seinna kvöldið, Re:Sessions skíðamyndin var svaðaleg, líklega besta skíðamynd sem maður hefur séð fyrr og síðar.

    Það er annars magnað hvað áhuginn á Banff virðist vera orðinn mikill, troðfullt bæði kvöldin og frábær stemmari.

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.