- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
24. janúar, 2005 at 13:11 #45046KarlParticipant
Allnokkuð er síðan síðasta ársrit Ísalp var gefið út.
Ársriti ISALP var í raun geysistór útgáfa miðað við stærð klúbbsins.
Ritnefndir lögðu mikla vinnu í gagna og greinasöfnun og svo er töluverður handleggur við umbrot, prentun og annað sem fylgir útgáfu á virðulegu pappírsformi.
Er ekki tímabært að koma út úr skápnum og taka af skarið og halda áfram útgáfu á greinum og myndum á vegum ÍSALP?
Ég tel einfaldast að birta hér á heimasíðunni sambærilegt efni og var að finna í ársritinu.Hér á ég við greinar, ritstýrða samantekt á nýjum leiðum liðins árs, skýrslu stjórnar og annað það sem byggir upp aðgengilegan annál Ísalp.
Auðvitað er þetta ekki eins gaman og að fá í hendurnar blað prentað á glanspappír.
Ég er frekar að hugsa um e-h PDF format sem vistað er með þeim hætti að það megi geyma á auðveldan hátt til langs tíma óháð því hvernig vefsíðan þróast.
Heimasíðan eins og hún er í dag virkar mjög vel og þar geta allir skellt inn nokkurnvegin því sem þá langar til.
Ég er hinsvegar að leita eftir e-h metnaðarfyllri skrifum sem sett eru fram undir e-k ritstjórn þannig að gerður sé munur á almennu innleggi og þessu sérstaka „ársriti“.24. janúar, 2005 at 13:34 #49369RobbiParticipantEr smat ekki miklu eigulegra að vera með ársrit í höndunum heldur en enhvern tölvuskjá? Persónulega myndi ég ekki vilja sjá á eftir ársritunum.
Robbi24. janúar, 2005 at 14:11 #49370HrappurMeðlimurÞað er stór galli við að birta efni rafrænt, einsog t.d hér á netinu og hann er sá að þetta efni á það til að týnast í tímans rás og eru þá engar heimildir eftir. Það mætti kannski líta á ársritið sem dánartilkynningu og mynningargrein um liðið klifur og fjalla ár.
Slíkar tilkynningar ætti helst að birta í Morgunnblaðinu en að öðrum kosti einsog verið hefur í veglegu tímariti( þó langt geti ´liðið á milli) . Ársrit í sjálfu sér er rangnefni því að ég kalla það gott ef það kemmst út á 2 ára fresti. Og getum við sjálfum okkur um kennt. Ég var nú búinn að auglýsa eftir Ársritinu í fyrra einhvern tíman en hvorki leit björgunarsveita eða lögreglu hefur borið nokkurn árangur hingað til. Það er samt of snemmt að telja ritið af og það kemmur vonandi í leytirnar þegar snjóa leysir í vor.24. janúar, 2005 at 14:23 #49371KarlParticipantAuðvitað er skemmtilegra að hafa í höndunum blað.
Hvort ársrit flokkast undir minningargreinar veit ég ekki.
Ársritin hafa hinsvegar innihaldið annarskonar efni en er hér á heimasíðunni og finnst mér vöntun á greinum eins og var að finna í ársritinu.
„rafrænt ársrit“ sem geymt er á formi sem er óháð tilfallandi heimasíðugerð getur geymst vel, -þó ég vissulega deili áhyggjum Hrapps um að etv sé slíkt rafheimaskjal forgengilegra en píramídarnir.
Málið er einfaldlega að við höfum ekki komið ársritinu út undanfarið og því reynandi að koma verkinu í þægilegra form. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.