Jæja góðir fólkar
Nú ætlar ritnefnd klúbbins að hysja upp um sig naríurnar eftir rólega daga undanfarið og fara að steypa saman stöffi í nýtt rit.
Við auglýsum því hér með eftir efni og getur það verið á nokkrum formum:
1) mynd af einhverju skemmtilegu og helst flottu, gjarnan með fólki að gera eitthvað en má líka vera náttúrumynd. Muna eftir myndatexta og ljósmyndara.
2) grein (nokkrar bls. með myndum) um ferð eða svæði
3) greinarstúfur (1-2bls) um ferð eða svæði, t.d. mini-leiðarvísir af einhverri nýrri leið
4) punktar inn í annálinn. Við höfum verið að reyna að halda við lista yfir nýjar leiðir farnar á árinu og helstu útlandaferðir en við þekkjum jú ekki alla og fréttum ekki af öllum afrekum. Þurfa ekki endilega að vera 8.000 tindar eða 5.13 leiðir, bara eitthvað sem talist getur til tíðinda í íslenskri fjallamennsku á árinu 2007 og jafnvel fram á vorið í ár.
Sendist á arsrit eða ritnefnd (hjá) isalp.is (man ekki hvort) sem fyrst. Lokafrestur auglýstur síðar en verður líklega í maí!
F.h. Ritnefndar