Kæru félagar,
Um helgina (26-27. jan) var ráðist á vefinn okkar og settur inn falinn klóði sem beindi mönnum á ákveðna vafasama auglýsingasíðu. Þessi kóðabútur fannst ekki fyrren nú í kvöld og tókum við uppá því í morgun að loka vefnum tímabundið á meðan leitað var að orsakavaldinum eins og trúlegast margir hafa tekið eftir.
Nú þegar þetta er komið í lag viljum við eindregið mæla með því að þið keyrið vírusvörn og spyware remover yfir vélarnar ykkar.
Gott getur verið að nota Spybot eða AdAware sem eru ókeypis forrit til að fjarlægja spyware (auglýsingahugbúnað).
Við getum ekki sagt með vissu hvort einhver óþverri hafi verið á lendingarsíðunni en best er að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Í leiðinni þökkum við fyrir ábendingar og hjálp við lausn á þessari uppákomu.
Bestu kveðjur
Stjórn og vefnefnd