Ama Dablam – kvikmyndin

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ama Dablam – kvikmyndin

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46471
    1908803629
    Participant

    Ég fór að sjá Ama Dablam myndina áðan og vildi bara þakka fyrir prýðisgóða mynd, eða kvikmynd eins og Ingvar vill kannski kalla hana.

    Eftir að hafa lesið nokkrar bækur um/eftir Simon kallinn þá var mjög gaman að sjá hann í sínu raunumhverfi… þó er þetta eflaust eins og að labba Laugarveginn fyrir hann enda virtist það flóknasta fyrir hann í þessari göngu að sjá til þess að það væri til nóg te. (ok, smá ýkjur) En það var sérstaklega gaman að sjá hvað kallinn er orðinn rólegur, kominn með fjölskyldu og allt… en þeir sem þekkja til ættu að vita að það var mjög fjarlægur möguleiki fyrir áratug… eða tveim.

    En aftur að myndinni. Hún var frábær, virkilega skemmtileg og myndræn og hafði mjög hvetjandi áhrif á mig sem semi fjallamann. Svo vakti hún mikla lukku hjá frúnni sem stundar ekki fjallasportið og ég er því handviss um að við fáum að sjá þetta einhverntíman á RÚV á „præm tæm“, enda áhugavert myndefni fyrir fleiri en bara fjallamenn/konur.

    Semsagt, takk fyrir skemmtilega mynd og vonandi fáum við íslendingar að sjá meira í framtíðinni.

    Hvað segja hinir 198 sem voru í salnum?

    #52796
    Gummi St
    Participant

    Þetta var náttúrulega bara snilld, ég skemmti mér mun betur á þessari mynd en á banff

    Vil óska Ingvari til hamingju með frábæra fjallamynd, þetta er alveg eðal efni, manni leiðist aldrei og stutt í húmorinn.

    Takk kærlega fyrir mig !

    þá eru bara 197 eftir..

    #52797
    1704704009
    Meðlimur

    Þessi mynd var frábær; það sem gerir hana svona frábæra er að hún segir áhugaverða sögu og hefur að auki nokkrar hliðarsögur. Það eru bara fagmenn sem hafa vald á góðri úrvinnslu hvað það snertir og hér var farið langt yfir þau gæðamörk. Og hreinlega tilþrif í persónusköpun líka. Maður lifði sig inn í þetta allt. Síðan voru klifuratriðin á lokasprettinum alveg stórfín.

    Þessi vika er merkisvika í fjallamennsku, fyrsta íslenska fjallakvikmyndin í fullri lengd sýnd – og síðan Simon að troða upp á miðv.

    ..196…

    #52798
    0111823999
    Meðlimur

    Algjör snilldar mynd.. Vona að þeir séu farnir að plana næstu ferð/mynd..

    Takk fyrir mig

    195

    #52799
    Karl
    Participant

    Þetta er helv gott „myndband“ hjá Ingvari
    Ástæða til að smala fóki í bíó.

    #52800
    Arnar Jónsson
    Participant

    Þetta var bara prýðisgóð mynd, vel gerð og mjög skemmtilega upp sett. Gaman að sjá þessa te drykkjumenn í essinu sínu hehe.. Vonast bara eftir að þessi frábæra mynd eigi eftir að hvetja menn til þess að gera meira að þessu og koma með fleirri al íslenskar fjallamyndir í svipuðum dúr.

    Takk fyrir mig,
    Arnar

    ..193

    #52801
    Sissi
    Moderator

    Jæja, Dylan fans drifu sig í kvöld. Verð bara að óska þeim félögum til hamingju, verulega vel unnið og bráðskemmtilegt.

    Halla hattinum mínum létt til vinstri (e. I tip my hat to you sir) fyrir því að Ingvar hafi nennt að vera með cameruna á lofti við öll þessi tækifæri, það er nefnilega voðalega auðvelt að gleyma henni bara ofan í poka þegar það er eitthvað aksjón.

    Kúl!

    Sissi

    #52802
    2502614709
    Participant

    Takk kærlega fyrir mig – ekki veitir af stuðningnum. Vegna góðrar aðsóknar verður myndin sýnd áfram. Netið er frábært tæki fyrir góðan boðskap t.d. hægt að senda póst á alla í vinnunni o.s.frv.!
    Nýjasti Íslandsvinurinn Simon Yates er í ham – var í Skaftafelli í síðustu viku og Snæfellsnesi um helgina. Fyrirlestur um fjallaferðir og annað fallegt land í kvöld.

    takk
    ingvar

    p.s. er að vinna í þessu fyrir norðan – væntanlega sýnd þar eftir helgi.

    #52803
    2802693959
    Meðlimur

    Til hamingju Ingvar með glæsilega frumraun á fjallamyndasviðinu. Tek undir með þeim sem segja myndina hafa verið betri en margt annað sem var í boði á Banff. Greinilega fagmaður til klifurs og kvikmyndunar. Ekki sjálfgefið að klifra fjallið (þótt það virðist allt að því teppalagt upp á topp) og taka myndir á þrjár kamerur.
    Skora á þá sem ekki áttu heimagengt í gær og fyrradag að kíkja á aukasýningu í kvöld.
    Jette kul
    Jón Gauti

    #52804
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Virkilega vel gerð mynd sem er í senn hvetjandi, áhugaverð og skemmtileg.

    Það var kröftugt lófatakið sem dundi í þéttsetnum salnum í gær og gott að heyra af aukasýningunni í kvöld þar sem ég þekki til ófárra sem voru farnir að naga sig í handabökin yfir að hafa ekki komist.

    Takk fyrir mig!

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.