Alpaævintýri Ágústs og félaga

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Alpaævintýri Ágústs og félaga

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47131
    0808794749
    Member

    Ágúst, Gummi Stóri, Jón norðan-Heiðar og Maggi Smári hafa undanfarið dvalið í ölpunum. Markmið þeirra var meðal annars að fara “Spagetti traversuna” sem endar á Monte Rosa auk þess að klifra Matterhorn.

    Hafi það farið fram hjá einhverjum þá má lesa um ævintýr þeirra á bloggi sem Ágúst heldur úti.

    Við búumst að sjálfsögðu við því að þeir félagar haldi myndasýningu fyrir ÍSALP félaga í haust/vetur.

    bestu kveðjur

    #55518
    Gummi St
    Participant

    Við Maggi komum aftur til landsins í nótt, en Jón og Ágúst eru komnir í frí á Ítalíu.

    Við fórum Monte Rosa traversuna frá Breithorn til Margherita hut. Á fimmta degi (og síðasta í traversunni) fór að snjóa svo við héldum niður frá Margherita án þess að taka Dufourspitze sem er hæsti tindur Monte Rosa og næst hæsti á eftir Mt. Blanc. Og eftir orkusöfnun í Zermatt var ákveðið að sleppa Matterhorninu þar sem það var ennþá hvítt eftir ofankomuna.

    Eftir þetta fórum við suður til Ítalíu í klettaklifur við Como vatn. Héldum til í þorpi sem heitir Lecco og þarna eru flottir klettar útum allt, prufuðum mesta slab klifur sem ég hef prufað á æfinni og alveg uppí vel slúttandi deep water solo. Frábær ferð !

    Er að taka inn myndirnar, ég þvældist með rúm 3 kg af ljósmyndabúnaði alla ferðina og vona því að eitthvað verði nothæft úr safninu.

    smá teaser:
    http://www.flickr.com/photos/gummistori/4841123032/sizes/l/in/photostream/

    kv. Gummi St.

    #55519
    0703784699
    Member

    Sick flott mynd hjá þér…..ekki amalegt að ferðast með svona pro ljósmyndara með sér.

    Bíð spenntur eftir fleiri myndum, leiðinlegt með Toblerone fjallið….en það jákvæða við það er að það er ekkert á förum og þá hafið þið ástæðu til að fara aftur út sem fyrst aftur….

    Himmi

    #55520

    Þetta lúkkar Gummi! Nú bíðum við spennt eftir restinni. Já og svo Ísalp-hittingi með fjallamyndasýningu í haust.

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.